Álögur á iðnað = útsæðið soðið

Það er sagt að það sé skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Jafnframt er það talið frekar slappur búskapur að sjóða útsæðið þó lítið sé til í kotinu. Ísland þarf fleiri störf ekki færri. Þess vegna er furðulegt að skoða fjárlagafrumvarpið þar sem nýir skattar eru kynntir til leiks. Og það engir smá skattar.

Það er í sjálfu sér rannsóknarefni hvernig sama fjármálaráðuneytið getur unnið að frumvarpi um nýja skatta á iðnað (orku, auðlinda, kolefnis) og á sama tíma reiknað með nýframkvæmdum og fjárfestingu.

Ég hélt að menn væru hættir að verða "ríkir í excel".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meiri skilvirki getur líka verið góður kostur og auka þjóðar tekjur á mann? Kannski ekki vinsælt.

Júlíus Björnsson, 3.10.2009 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband