3.10.2009 | 10:34
Varasamar skotgrafir
Árásir á heimili fólks og fréttir af sýruárás á Rannveigu Rist vekja upp spurningar á hvaða leið við séum sem samfélag.
Persónulegar árásir einkenna umræðu og skrif.
Á sama tíma er Ísland eina landið í Evrópu sem viðhefur gjaldeyrishöft og er engu líkara en einangrunin sé frekar að aukast á þeim 12 mánuðum sem liðin eru frá hruni bankanna. Það sem núna þarf eru nýsköpun starfa og opnun Íslands.
Allir áttu von á því að leitað yrði að blórabögglum eftir hrunið en skotgrafahernaðurinn er að fara langt með að koma okkur sem þjóð í langvarandi kreppu.
Iðnaðurinn á Íslandi er máttarstoð á krepputímum. Vaxtarbroddar byggðir á orkunotkun eru helsta von okkar á næstu árum. Það er sjálfsblekking ef menn halda að hér sé hægt að lifa á bankastarfssemi og opinberum störfum.
Ekkert er eins mikilvægt þjóðhagslega og gjaldeyrisskapandi störf. Reynum að forðast skotgrafir sem grafa undan framtíðinni. Stöðugleikasáttmálinn var viðleitni til að ná sáttum. Honum er núna ógnað og hann verður að verja. Hér gegna SA og ASÍ lykilhutverki ásamt ríki. Nú ríður á að sóknarfærin séu varin af aðilum vinnumarkaðarins og ríkið hlusti vel á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Athugasemdir
Persónulegar árásir einkenna umræðu og skrif.
Þetta segir þú Eyþór Arnalds að framan og engan hittir það jafn rækilega fyrir og sjálfan þig. Frá því flokkur þinn, Sjálfstæðisflokkurinn, hrökklaðist frá völdum eftir langt valdatímabil þar sem þessum sama flokki tókst að leggja grundvöllinn að hruninu mikla með einkavinavæðingu bankanna og nýfrjálshyggju þá hefur þú og fjölmargir flokksfélagar þínir meira farið eftir þessu mottói sem ég vitna í:
Persónulegar árásir einkenna umræðu og skrif.
Í stað þess að sýna auðmýkt og biðja Íslenska þjóð afsökunar á framferði ykkar stundið þið einmitt að sem þú segir. Þið fiskið í gruggugu vatni í öllum málum, haldið að það sé leiðin til að komast aftur til valda.
Er almenningur svo skyni skroppinn að hann láti glepjast?
Þið Sjálfstæðismenn hafið sloppið ótrúlega vel. Þið er ráðist á núverandi Ríkisstjórn vegna ICESAVE en hverjir bjuggu þann óskapnað til? Það voru þeir sem Sjálfstæðisflokkurinn rétti Landsbankann á silfurfati (þar með talinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins) og þessir útvöldu óreiðumenn áttu ekki einu sinni fyrir útborguninni, slógu lán í Búnaðarbankanum og ætlast nú til að eftirstöðvarnar verði afskrifaðar!!!
Við skulum ekki gleyma því að það var núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum Seðlabankastjóri sem kom þeim banka, sem átti að var bakhjarl íslensks fjármálalífs, á svo kaldan klaka að hann varð gjaldþrota. Ríkisstjórnin neyddist til að byggja Seðlabankann aftur upp með 300 milljarða framlagi, það var og er skelfileg blóðtaka sem við öll súpum seiðið af.
Og þennan mann vörðuð þið með kjafti og klóm og gerið enn og nú hefur hann yfirtekið Morgunblaðið til að gera það að málpípu harðasta kjarnans úr Sjálfstæðisflokknum sem ábyrgð ber á hruninu.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 11:40
Sátt byggist upp við að þeir aðilar sem deila ná saman um málamiðlun. Í öllum helstu deilumálum þjóðarinnar hefur stefnan hinsvegar frekar verið á þá leið að troða í gegn því sem hægt var og því skapast engin sátt. Hversu tilbúnir eru stóriðjusinnarnir að semja? Eða Evróðusinnarnir? Eða talsmenn fjármagnseigenda?
Sáttin er eftir því.
Héðinn Björnsson, 3.10.2009 kl. 13:31
Evrópusinnar verða að bíta í það súra epli að hafa lengi verið hógværir og leyft ESB-andstæðingum að ráða för. Þó lengi hafi verið meirihlutastuðningur við aðild og mikill meirihluti fólks viljað aðildarviðræður hafa ESB-sinnar haldið að sér höndum því alþingi var öðruvísi skipað og hafa ekki barist með kjafti og kló fyrir aðild og upptöku evru á meðan hún hefði enn bjargað því sem bjargað varð.
Það er t.d. kristaltært að Alþjóða-gjaldeyrissjóðurinn (AGS) er hér aðeins og eingöngu með risalánin og skilyrði þeirra til að bjarga gjaldmiðli okkar krónunni (skapa gjaldeyrisvarforða og koma henni aftur á flot), en með evru og án krónu ætti AGS ekkert gilt erindi hingað.
- Og þá er ótalið allt annað sem hefði lagst með okkur með aðild.
- Þeir sem höfnuðu ESB-aðild með upptöku evru völdu hrunið og AGS.
- Trúlega hefði okkur aldrei grunað hve illa gæti farið og andstæðingar aðildar væru nú að blóta því að þrátt fyrir aðild væri hér [smá] kreppa.
Það er hinsvegar Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur rekið einangrunarstefnuna, og sumum Davíðum virðist henta nú að blása í stríðslúrða. Það trix er það elsta í sögunni þegar þarf að fá þjóð til að gleyma hrikalegum mistökum stjórnmálamanna að siga þjóðinni í „stríð“ gegn nágrönnum sínum. - Að kalla á hörðustu viðbrögð Hollendinga og Breta sem sem hafa mikil áhrif í AGS og eins og allar aðrar ESB-þjóðir neitunarvald í ESB m.a. gagnvart aðildarsamningum, er ekki í þágu íslendinga heldur þeirra sem vilja siga þjóðinni í efnahagslegt „stríð“ til að hrikaleg mistök fortíðar týnist og gleymist.
Helgi Jóhann Hauksson, 3.10.2009 kl. 13:54
Undarlegur fréttaflutningur af þessu sýrumáli. Menn skvetta sýru á bíl. Kona fær sýru á sig af bílnum. Nú er látið og talað eins og einhverjir hafi viljandi skvett sýru í andlitið á Ranveigu, hvernig stendur á því?
Svo mælist ég til að þú svarir Sigurði Grétari hér að ofan, bæði hann og öll þjóðin á skilið svör frá ykkur Sjálfstæðismönnum.
Valsól (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 18:03
Valsól: Finnst þér virkilega vera í lagi að lauma eiturefnum á fjölskyldubíl?
Sigurði get ég svarað því að Geir H. Haarde hefur beðist afsökunar á því að bankarnir voru seldir í of stórum hlutum. Það voru allir flokkar ánægðir með bankageirann og var Sjálfstæðisflokkurinn ekkert meira í að mæra hina svokölluðu útrás en aðrir flokkar eða forseti vor. Það veist þú Sigurður. Ég hef forðast persónulegar árásir en hef alltaf leyft athugasemdir sama hversu rætnar þær kunna að vera. Kannski ég ætti ekki að gera það enda er ég með óbeinum hætti að hleypa þar fram lágkúrulegum skrifum.
Það er mjög í tísku að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn enda var hann lengi við völd. En það er fróðlegt að skoða hvað gerðist á vakt hans.
Hér mæli ég með því Sigurður að þú lesir ágæta samantekt á aukningu útgjalda til velferðarmála á tímabilinu 1999 til 2009 þegar tekið er tillit til verðlagsbreytinga. Hér er um 79% hækkun að ræða:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/vefrit/Vefrit_fjarmalaraduneytisins_12._februar_2009.pdf
Hvernig má vera að menn kalli þetta tímabil stórfelldra hækkana til velferðamála "nýfrjálshyggju"?
Eyþór Laxdal Arnalds, 3.10.2009 kl. 19:31
http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/vefrit/Vefrit_fjarmalaraduneytisins_12._februar_2009.pdf
Eyþór Laxdal Arnalds, 3.10.2009 kl. 19:44
Það verða allir að virða þá fyrir meiri menn sem hleypa að athugasemdum og andmælum. Ekki þannig að það eigi að umbera hvað sem er, ógrundað og án ábyrgðar, en þeir sem ekki einu sinni umbera andmælendur sem koma fram undir eigin nafni eiga ekkert erindi í lýðræðislega umræðu og við eigum ekki að taka þátt í „umræðu“ þeirra hvort sem við erum sammála þeim eða ósammála.
- Þeir sem telja lýðræðislega og frjálsa umræðu mikilvægustu leið bestu niðurstöðu geta vel staðið saman um það mikilvægasta hugsjónamál lýðræðis þó skoðanir þeirra á öðrum málum séu ólíkar.
- Ég skora á alla að taka vel eftir því hverjir umbera að andmæli komi fram á bloggi þeirra og umræðu og takaekki þátt í umræðu þeirra sem ekki umbera öndverðar skoðanir.
Ljóst er að Eyþór er einn þeirra sem hefur vel opið fyrir andmæli og alvöru umræðu. AÐ því leiti er hann meiri samherji minn en andstæðingur.
Helgi Jóhann Hauksson, 3.10.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.