2 af hverjum 3 krónum eigin fjár tapast hjá Árborg

Enn hallar á verri veginn í rekstri sveitarfélagsins Árborgar. Viđ sem skipum minnihlutann höfum bent á ađ í óefni kunni ađ fara og ţví miđur er sú raunin. Eigiđ fé sveitarfélagsins er ađ verđa uppuriđ ţrátt fyrir ađ hlutabréf í Hitaveitu Suđurnesja hafi veriđ seld áriđ 2007. Í dag var lögđ fram ţriđja fjárhagsáćtlun vegna ársins 2009 til samţykktar en mikiđ hefur breyst frá fyrstu (samţykkt 12. janúar 2009) og líka talsvert frá endurskođađri áćtlun (samţykkt í maí 2009). Gert er nú ráđ fyrir ađ 2 af hverjum 3 krónum eigin fjár tapist en ţó ber ađ gćta ţess ađ hér er áćtlun og 7 vikur eftir af árinu. Eigiđ fé fer úr 1.007 milljónum niđur í 364 milljónir og er augljóst ađ viđvarandi taprekstur mun brenna ţađ upp á nćstu mánuđum ađ óbreyttu. 

Viđ lögđum fram eftirfarandi bókun vegna ţessarar (ţriđju) fjárhagsáćtlunar meirihlutans: 

"Nú liggur fyrir önnur endurskođun fjárhagsáćtlunar vegna yfirstandandi árs. Sú fyrsta var samţykkt 12. janúar  síđastliđinn en endurskođuđ áćtlun var síđan samţykkt í maí. Frávik frá endurskođađri áćtlun eru talsverđ og ţótt tekjur séu áćtlađar um fimmtíu milljónum hćrri í fyrirliggjandi endurskođun er afkoman 118 milljónum lakari nú en taliđ var í maí. Ef forsendur uppfćrđrar fjárhagsáćtlunar ganga eftir verđur eigiđ fé komiđ niđur í 364 milljónir í árslok. Í útkomuspá fyrir síđasta ár sem birt var í upphaflegri fjárhagsáćtlun fyrir áriđ 2009 og dagsett er ţann 12. janúar er gert ráđ fyrir ađ eigiđ fé sé 1.904 milljónir um síđustu áramót. Sú reyndist ekki raunin og stóđ eigiđ fé sveitarfélagsins í 1.007 milljónum um síđustu áramót. Nú er gert ráđ fyrir ađ eigiđ fé bćjarsjóđs fari niđur í 364 milljónir í árslok og verđur ţá komiđ undir 5%. Lćtur ţví nćrri ađ skuldir og skuldbindingar séu hátt í milljón á íbúa en eigiđ fé 44 ţúsund krónur. Nú bendir flest til áframhaldandi tapreksturs á nćsta ári og ţví stefnir í ađ eigiđ fé bćjarsjóđs verđi uppuriđ um mitt nćsta ár ađ óbreyttu. Í nýrri endurskođađri fjárhagsáćtlun kemur í ljós ađ handbćrt fé frá rekstri er neikvćtt og er ţađ breyting frá maí áćtlunarinnar ţegar gert var ráđ fyrir 54 milljón króna jákvćđri stöđu. Hér er frávik upp á 92 milljónir á ţeim liđ sem hvađ mikilvćgast er ađ sé jákvćđur. Ţessi breyting hlýtur ađ kalla á ađ tekiđ sé fullt tillit til ţessarar spár í fjárhagsáćtlun fyrir áriđ 2010." Bćjarfulltrúar D-lista.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sćll Eyţór.

Ég verđ ađ taka undir áhyggjur ţínar varđandi efnahagsreikning bćjarins.  Ég segi, sem íbúi á Selfossi, ađ ţetta er algjörlega ótćkt.  Ekki kannske ađ undra ţegar vinstri öflin ráđa för, en ţađ má vera nokkuđ ljóst hvađ ég mun láta í kjörkassann í vor.  Ég skora á ţig ađ vera í fararbroddi međ Sjálfstćđismönnum og koma međ trúverđugar og raunhćfar áćtlanir, auk ţess ađ sýna djörfung og hug í kosningaslag vorsins.  Látum ekki íbúa Selfoss sitja uppi međ ţetta liđ lengur í forystunni!

Kveđja, Sigurjón V.

Sigurjón, 14.11.2009 kl. 15:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband