Lög um að falla frá lögum

Lög um tryggingarsjóð innistæðueigenda voru sett til að uppfylla skilyrði ESB samningsins. Þar er kveðið á um takmarkaða ábyrgð á innistæðum.

Fyrr á árinu voru samþykkt sérstök lög um sérstaka ríkisábyrgð á lánum vegna taps einkabanka. Lögin voru þó með einhverjum fyrirvörum um efnahagsástand á Íslandi og að íslenska ríkið gæti leitað réttar síns.

Nú á að setja þrjðju lögin um ábyrgð á innistæðum. Og nú á að falla frá fyrirvörunum.

Allt er þetta gert í skjóli þess að þá muni Íslandi vegna betur. Undarleg lógík þegar haft er í huga að stórskuldug þjóð sem býr við gjaldeyrishöft (sem verið er að herða) mun með þessum gjörningi taka á sig hundruð milljarða erlend lán.

Lísa hvað?


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

algjörlega sammála þetta er feigðarflan/ Kveðja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.11.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: JRJ

Svo halda sumir því fram að aðild að ESB verði bjargvættur okkar,,ég held að við ættum að fara láta heyra í okkur "andstæðingar ESB aðildar"

JRJ, 17.11.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég náð´onum! sagði fulltrúi IMF himinlifandi við yfirmenn sína í símann eftir samtalið við Geir H.

Árni Gunnarsson, 19.11.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband