Styrmir

Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins var sannfærandi í Kastljósi eins og hans er von og vísa. Styrmir er afburðamaður á sínu sviði og hefur yfirgripsmikla þekkingu á málefnum Íslands. Styrmir hefur alltaf verið óhræddur við að hafa sínar skoðanir hvort sem um er að ræða á umhverfismálum, viðskiptum, bankarekstri eða lýðræði. Icesave er hér ekki undanskilið og þar telur Styrmir að Íslandi hafi ekki borið nein skylda til að taka á sig þessa ábyrgð á innlánsreikningum Landsbankans. Þar hafi stjórnvöld brugðist.

Það verður fróðlegt að lesa bókina hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Athyglisverður vinkill

"Styrmir hefur alltaf verið óhræddur við að hafa sínar skoðanir hvort sem um er að ræða á umhverfismálum, viðskiptum, bankarekstri eða lýðræði."

Flestir hafa skoðanir sem þeim eru ósjálfráðar og byggja á lífsgildum hvers og eins.

Hræðsla við að láta uppi og gera þær opinberar, er landlægur fjandi, sem vel að merkja Styrmir hefur ekki þjáðst mikið af.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.11.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

MIkið rétt. Styrmir var ekki vinsæll hjá öllum þegar hann var að ræða um auðlindagjald í sjávarútvegi eða umhverfismál. Þá hefur hann verið frumkvöðull í umræðu um geðræna sjúkdóma.

Eyþór Laxdal Arnalds, 19.11.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þá erum við sammála, ber mikla virðingu fyrir Styrmi, ekki bara vegna þess að ég var oftast sammála þessum "óvinsælu" skoðunum hans, heldur fremur af því að hann er óhræddur að láta í ljós sína sannfæringu.

Það er alltaf virðingarvert.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.11.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Styrmir var með afar áhugaverðar skoðanir á hlut stjónmálaflokkanna í því óhæfuverki að nauðga lýðræðinu á Íslandi. Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins bregst við þessu. Sannarlega er kominn tími á að efla beint og milliliðalaust lýðræði á Íslandi. Ekki hugnaðist formanni Samfylkingarinnar það s.l. sumar.

Árni Gunnarsson, 19.11.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Sævar Helgason

Íslendingar leyfðu fjármálageiranaum að verða 14-15 x íslenskt efnahagskerfi. Slegin voru lán vilt og galið um allan heim. Innlánsreikningarnir í Hollandi og Bretlandi voru sem hreinar ránsmaskínur.

Síðan hrynur allt "kerfið-" og við neitum að standa í skilum.

Við vorum nákvæmlega eins og drykkjusvolar sem höfðu drukkið sig út á gaddinn. Og neitum að horfast í augu við sannleikann...

Umheimurinn sameinaðist um að leiða okkur þessa hegðun fyrir sjónir- að hún bara gengi ekki í samskiptum þjóða. Vinir okkar á Norðurlöndum stóðu fast þessu.

Vinur er sá er til vamms segir-- eða er það ekki..

Við eigum að skammast okkar , taka til í okkar ranni og borga skuldir okkar. 

Koma síðan á lýðræði hér í anda þess sem Styrmir tjáði sig um.... og hefja siðlega endurreisn- þá farnast okkur vel.

Sævar Helgason, 19.11.2009 kl. 21:33

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Styrmir sagði allt það sem skiptir máli. Hélt sig við aðalatriði og alveg laus við insularity. Það er svona manngerðir sem þurfa að fara mót sínum líkum á meginlandinu.

Það var alltaf til hér mikill meirhluti sem þurfti að búa við þöggun hann er líka Íslendingar. Það eru hlutafalslega alltof fáir atvinnuveitendur á Íslandi og dýr miðstýring.

N.B. Hver talar fyrir sig.

Júlíus Björnsson, 19.11.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Svo sannarlega verður fróðlegt að lesa bók Styrmis. Loksins kemur ein íhaldsrödd sem hefur allan tíman haldið sig við þessa skoðun. Hinir vesalingarnir eru með innbyggt kerfi sem segir þeim hvað þeir eigi að segja á hverjum tíma.

Hvaðan kemur forritið?

Þórbergur Torfason, 20.11.2009 kl. 00:07

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

EES leyfði öllu samkeppni geirum að verða eins stórir og þeir komstu upp með af samkeppni ástæðum.

Það er aðal ástæðan fyrir því að við samþykktum hann.

Halda því fram að stærðir fyrirtækja í samkeppni séu skilgreindar. Hinsvegar  Voru Íslensku bankarnir alltaf undir vökulu auga EU Seðlabanka kerfisins, Englands Banka, Fjárfestinga Banka EU, Seðlabanka EU. Menn haldi því fram að þessar stofnanir séu óábyrgar.

Fasteignalánin með bólgu tengingu voru hreinar ránmaskínur.  Flest allir staðgreiddu , flatskjái, Bíla og ferðlög einmitt með falsláni siðspilltra Íslandinga sem hljóta að hafa hækkað meðaltal launa mikið því ekki hækkuðu taxtarnir. Allan EES tíma hafa tejur í evrum á haus staðið í stað.

Hvað þarf maður að hafa í árstekjur til að teljast Íslendingur.

Samkeppni í EU er löglega ekki kvótaskipt.

Júlíus Björnsson, 20.11.2009 kl. 04:15

9 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

FJÓRFLOKKURINN ER OKKAR BÖL, HVERNIG VÆRI ÍSLAND ÁN STJÓRNMÁLA.

Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 í dag föstudag ...

Nýtt  Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 í dag föstudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.


 Sveinbjörn Ragnar ÁrnasonVið mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur.  Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.

Bankarnir taka yfir  húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.

Verðtrygging  afnumin strax.  Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur  að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu,  að þeim verði bjargað strax.

Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.  

FJÓRFLOKKINN BURT, KLANIÐ BURT, ÍSLAND ÁN STJÓRNMÁLA.

Mynni ykkur á.

Íslendingar, í dag föstudag.20.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið. Mætum öll. 

Lúðvík Lúðvíksson, 20.11.2009 kl. 09:07

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður ber alltaf virðingu fyrir Styrmi hvort sem maður er sammála skoðunum hans eða ekki.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2009 kl. 15:11

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góðan pistil Eyþór.

Þó stuttur sé, er hann ekki síðri en mörg af þínum góðu lögum.

En núna er Ögurstund þjóðarinnar og þú virkjar ekki þinn sköpunarkraft til góðra verka.

Það er of seint að iðrast eftir dauðann var einhvers staðar sagt, og eins er það með ICEsave.

Þú og þínir, áhrifamenn á Suðurlandi, eigið að fara í fararbroddi mótmæla almennings gegn þrælalögum vinstristjórnar Íslands.  Þeir sem skynja það ekki, munu ekki fá stuðning til að vinna að góðum málum í framtíðinni, þó þeir séu annars góðir menn og gegnir.

Í kvöld áttu að biðja þína góðu skáldagyðju að gefa þér  innblástur, sem seinna meir, munt þú sýna þínum barnabarnabörnum.

Á morgun gæti það verið of seint, það er hvað stoltið varðar.  Þeir sem skynja sinn vitjunartíma, þeir munu erfa stjórn landsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 18:42

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hér er athugasemd frá Lúðvíki Lúðvíkssyni og einskonar fréttatilkynning frá "Nýju Íslandi" þar sem segir "Fjórflokkinn burt, klanið burt, Ísland án stjórnmála"

Það yrði furðulegt að ætlað að banna stjórnmál. Á þá kanski að banna alla stjórnmálaumræðu líka.

Annaðhvort eru þessi samtök að boða einhverkonar fráhvarf frá lýðræðinu og banni við stjórnmálaumræðu eða hreinlega að boða einhverskonar einveldi !

Ég skil ekki á hvaða vegferð þessi satök eru. En þau eru með miklar skoðanir á stjórnmálum. Verður þá ekki að banna þessi samtök líka þar sem þau eru með pólitískar skoðanir á hinu og þessu.

Þó svo ég geti tekið undir margt sem ég hef séð frá þessum samtökum, þá er þetta er hrein della !

Gunnlaugur I., 29.11.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband