Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Að biðjast fyrirgefningar segir heilmikið um viðkomandi.
Sæll frændi minn. Ég er hreykin af Úlla vini mínum að taka þá ákvörðun að biðja þig fyrirgefningar. Hann er meiri maður fyrir vikið. Ég vona að þú fyrirgefir honum og getir gleymt því sem var skrifað. Öll þurfum við að biðjast fyrirgefningar. Ég hef þurft þess. Þvílíkur léttir þegar ég hef beðið um fyrirgefningu á mistökum mínum og stórkostlegt þegar sá sem átti hlut að máli fyrirgaf mér. Mundu Eyþór frændi minn: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :-) Guð veri með þér og þínum. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, fös. 24. okt. 2008
Gat ekki sett inn athugasemd,ég bið afsökunar á að hafa hraunað yfir þig hér um árið og vona þú sjáir þér fært að fyrirgefa mér dónaskapinn.
Rétt er það Eyþór enginn maður í Geirs stöðu væri í dag öfundsverður,og ég er alls ekki að segja að geir hafi ekki gert eins vel og hægt er í stöðunni. Geir er samt búinn að vera í ríkisstjórn og flokkur hans í brátt 18 ár,og staða okkar sem þjóð og hvernig málin standa eru mikið vegna hans og þessara sem stjórnað hafi landi okkar í þennann tíma,og auðvitað eru sjálfsstæðismenn ekkert einir um það og mér dettur ekki í hug að segja að svo sé. En það sem ég er eiginlega með mestar áhyggjur af er þetta eilífa þögn og að ekki megi að svo stöddu segja fjölmiðlum eða almúa landsins neitt enn.Og allir bíða enn í óvissu með hreinlega þau skilyrði um búsetu á Íslandi næstu áratugi. Eins og þú bendir á sjálfur í færslunni við getum ekki í umboði nokkurra manna hversu færir sem þeir væru eða eru,skuldbindið ófædd börn okkar um langt skeið,ég er kannski oftast ósammála þér um flest en jú við erum samlandar og auðvitað sem slíkur óska ég þér og þínum nákvæmlega það sama og mér og mínum,og það er að við sem þjóð getum enn borið höfuð hátt og lifið á Íslandi með viðringu fyrir hvert öðru og að við hljótum virðingu áfram meðal þjóðanna fyrir hver við erum og viljum vera,hvað við viljum boða öðrum og fáum áfram að lifa hér án vopna og sem friðelskandi þjóð. Sú tíð mun koma að þessar þjóðir sem við skuldum nú,munu þurfa aðstoð okkar vegna mannúðarmála og afkomu þjóða sem búa við verri skilyrði en við.Og þegar upp er staðið væri gott að okkar samskipti við umheiminn beri ekki of mikinn skaða. Mín skilaboð eru þessi við borgum það og við getum og svörum öðrum þjóðum vel,þegar kall þeirra kemur um hreint vatn og þekkingu frá okkur varðandi hvernig Þær þjóðir geti verið sjálbærar líkt og við kjósum okkur sjálf okkar vegna. Megi góður guð þig geyma og yfir þér og þínum vaka. Kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, mið. 22. okt. 2008
Jón Sigurðsson forseti og Jón Laxdal tónskáld/faktor
Hér er vonandi eitthvað svar við vangaveltum þínum um Jón Sigurðsson: www.bb.is/Pages/82?NewsID=118903 Ertu ekki örugglega út af Jóni Laxdal? Með kveðju að vestan.
Faktor, fim. 31. júlí 2008
Frændur eru frændum verstir en bestir þegar á reynir.
Sæll Eyþór. Hvað gerir maður ekki fyrir frænda sinn. Rósa. Sæll og blessaður. Þú varst mjög dónalegur í skrifum þínum hjá Eyþóri. Hefður hann gert eitthvað á þinn hlut. Láttu renna af þér strax. Með ósk um góðan þurrk/Rósa Rósa (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. des. 2007
Rósa Aðalsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. des. 2007
Sammála
Sæll og blessaður. Því miður get ég ekki skrifað inn athugasemd hjá þér því ég á ekki síðu á mbl.is. Ég vil bara ítreka að ég er sammála þér með síðasta pistil. Og svo finnst mér að Kolbrún Halldórsdóttir hljóti að hafa eitthvað þarfara að gera á Alþingi en að tala um bleik og blá föt. Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. nóv. 2007
Takk fyrir addið
Sæll og blessaður ég vill þakka þér fyrir að verða bloggvinur minn :) Ein spurning, hvað þíðir dús í spurningunni : Ertu dús við D+S ríkisstjórn? Kær kveðja Alli
Alfreð Símonarson, sun. 11. nóv. 2007
Ég er afi minn
Sæll og blessaður. Ég hef verið að kíkja og þú ert greinilega mjög rólegur þessa stundina.Ég er með spurningu um ættfræði til þín og afkomenda Jóns Jónssonar sem var bróðir Páls Jónssonar langafa míns. Fyrst þetta: Jón Jónsson 1844 - 1910 Ingibjörg Jónsdóttir 1874 - 1946 Bergljót Guðmundsdóttir 1906 - 1980 Sigríður Eyþórsdóttir 1940 Eyþór Arnalds 1964 Páll Jónsson 1856 - 1931 Katrín Ingibjörg Pálsdóttir 1891 - 1978 Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925 Rósa Aðalsteinsdóttir 1958 Jón og Páll áttu mörg systkini. Mörg þeirra dóu ung. Fimm af systkinunum eignuðust sína eigin fjölskyldu. Tveir bræðurnir fluttu til Kanada. það voru Sigurður og Brynjólfur. Ég hef hitt afkomendur Brynjólfs en afkomendur dóttur Sigurðar hef ég ekki fundið. Hildur flutti til Danmerkur, giftist og eignaðist eina dóttir. Ég veit ekki hvernig hægt væri að leita af afkomendum dóttur hennar út af öllum nafnabreytingum þegar konur gifta sig í Danmörku og víða. Vitið þið eitthvað um fólkið okkar, bæði í Kanada og Danmörku? Þið eigið fullt af frændfólki hér á Vopnafirði. Vona að þið lumið á upplýsingum Kær kveðja Rósa Aðalsteinsdóttir riorosin@simnet.is Jón Jónsson 1844 - 1910 Ingibjörg Jónsdóttir 1874 - 1946 Bergljót Guðmundsdóttir 1906 - 1980 Sigríður Eyþórsdóttir 1940 Eyþór Arnalds 1964 Páll Jónsson 1856 - 1931 Katrín Ingibjörg Pálsdóttir 1891 - 1978 Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925 Rósa Aðalsteinsdóttir 1958
Rósa Aðalsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. sept. 2007
Sigurjón Sigurðsson
Heill og sæll Eyþór. Við hittumst fyrir stuttu í Laugum og spjölluðum aðeins. Ég var að hrósa þér fyrir æðruleysið sem skein í gegn vegna þessa máls sem kom fyrir hjá þér, tökum bara ,,blame it on the disease" á þetta, eða, þú gerðir það þannig sem var greindarlegt. Bloggið mitt er: http://sigurjonsigurdsson.blog.is/blog/sigurjonsigurdsson/ Hlakka til að heyra frá þér. mailið mitt er: sigurjon@heima.is Ef þú sendir mér línu þá skal ég senda þér info varðandi verkefnið sem ég er vinna með Bigga Nielsen og fél. úr Klaufunum. ´ Njóttu dagsins. Kv. Sigurjón Sig.
Sigurjón Sigurðsson, sun. 9. sept. 2007
tónleikarnir á föstudaginn
Todmobile var ekkert smá flott á sviðinu á föstudagskvöldið....snildin ein, hlakka til að mæta á næsta ball með ykkur, var sko THE Todmobilefan áður fyrr og er það enþá, nýja plata snildin ein, þið verðið alltaf betri og betri :D
Guðrún, mán. 20. ágú. 2007
Sæll
Sá þig á rölti í dag á Laugaveginum. Það var svo mikil ferð á þér að ég náði ekki að stoppa þig karl. Stekk á þig næst!
Sveinn Hjörtur , mán. 2. apr. 2007
Sjallar málið örnin ykkar rauðan takk fyrir
Sjallar eru mestu komnar á þingi á því er engin vafi
Butcer (Óskráður), fös. 16. mars 2007
Svar við spurningunni: Af hverju kjarnorka ?
Íranar eru 70-80milljóna þjóð sem reiðir sig eingöngu á orku frá vatnsorkuverum, í Íran er vatn af skornum skammti og því er nærtækast að horfa til kjarnorku. Þar sem það er langbesta lausnin bæði m.t.t. til umhverfis of kostnaðar. Við megum ekki vera svo þröngsýn og éta allt upp eftir skoðunum Bush og félaga og halda að allir séu að hugsa það sama og þeir. Skelli með link á grein sem svarar spurningunni um : Nuclear Power VS. Other Sources of Power. http://www.nuc.berkeley.edu/thyd/ne161/ncabreza/sources.html Kv. Svavar Sigþórsson
Svavar Sigþórsson (Óskráður), sun. 11. mars 2007
Vinstri-Grænir: öfugmæli aldarinnar
Er hægt að hugsa sér meiri öfugmæli en, að hræra saman kommúnisma og umhverfis-ást ? Allir vita hvernig kommúnistar fóru með Austur-Evrópu. Þessi vífeðmu landsvæði voru gerð að einum alsherjar ruslahaug. Það mun taka mörg hundruð ár, að hreinsa upp ósómann eftir Stalín og félaga. Maður hefði haldið, að kommúnistar myndu aldreigi í mannkynssögunni dirfast að kenna sig við umhverfis-vernd, eftir slíkan viðskilnað. En Steingrímur og Ögmundur eru einstakir í víðri veröld. Þeir kunna að ljúga nógu stórt. Út á það eru þeir komnir með álíka kjörfylgi og gamla Alþýðubandalagið og minna má á, að það byggði á annari stórri lygi. Því var haldið fram að hagsmunir alþýðunnar hefðu forgang. Eins og hjá Vinstri-Grænum, snerist baráttan ekki um kjör alþýðunnar, heldur um að auðga hlut forustunnar (Nomenklatura = %u043D%u043E%u043C%u0435%u043D%u043A%u043B%u0430%u0442%u0443%u0440%u0430). Múg-æsingin hefur verið svo fáránleg gegn Kárahnjúkavirkjun, að VG nýtur tímabundinnar hylli kjósenda, en það verður ekki til lengdar og dalar vonandi fyrir kosningar. Það myndi mörgum sakleysinganum bregða, ef VG kæmist í valdaaðstöðu. Margir þeir sem eru í forustu í VG, eða stjórna bak við tjöldin, eru kommar úr Alþýðubandalaginu. Dettur nokkrum í hug að maður eins og Hjörleifur Guttormsson muni nokkur tíma bregðast lærifeðrum sínum í Austur-Þýðskalandi, þar á meðal hinum alræmda Erich Honecher? VG er auðvitað enginn umhverfisverndar-flokkur. Þeir hefðu annars mótmælt Héðinsfjarðar-göngum kröftuglega og eitthvað gert í umhverfismálum í Reykjavík, á meðan þeir höfðu tækifæri til. Þessi 12 ár sem R-listinn hafði meirihluta í borginni stunduðu þeir kerfisbundin skemmdarverk á samgöngukerfinu. Ef þeir hefðu eitthvað gert til úrbóta svifriks-menguninni, hefði verið hægt að fyrirgefa þeim sóðaskapinn í Laugardalnum, en auðvitað var aldreigi við því að búast að þeir gerðu neitt gagnlegt. Þú mátt gjarnan færa þetta á aðalsíðuna, Eyþór.
Loftur Altice Þorsteinsson (Óskráður), mán. 26. feb. 2007