Færsluflokkur: Íþróttir

Frábær árangur

Það er ekki annað hægt en að óska Vestmanneyingum til hamingju með sigurinn. Það er þó ekki síður ástæða til að benda á frábæran árangur Selfoss í deildinni en félagið fór upp um deild síðast og áttu fáir von á því að félagið væri í toppbaráttunni. Sú var raunin í allt sumar.

Þegar horft er á úrslitin er ljóst að ÍBV, Stjarnan og Selfoss skera sig úr. Þá er Selfoss með flest mörk og sýnir það vel hvernig sóknarbolta liðið lék.

Hér er svo lokataflan sem sýnir þetta ágætlega: 

         L  U J T          Mörk             Stig
1.ÍBV22162443:1750
2.Stjarnan22145347:2247
3.Selfoss22144454:3646
4.KA2295831:2732
5.Víkingur R.2285932:3029
6.Haukar22841036:4228
7.Leiknir R.22751033:4026
8.Þór22741131:4225
9.Fjarðabyggð2259831:3724
10.Víkingur Ó2259819:2924
11.Njarðvík22471126:4219
12.KS/Leiftur22191217:3612

 

Í gær var árangrinum fagnað á árlegu slútti í Hótel Selfoss. Ég er viss um að Selfoss fer upp næst enda hugur í fólki. Nú þarf að tryggja stuðning og aðstöðu til jafns við árangur og íþróttastarf.


mbl.is ÍBV fagnar sigri í 1. deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður sigur

Landsliðið náði ótrúlegum árangri. Það er stórkostlegt að sjá þennan mikla árangur og sem betur fer voru væntingarnar ekki of miklar hjá almenningi og því er þetta enn sætari sigur.

Það verður spennandi að fylgjast með úrslitaleiknum á Sunnudagsmorgni, en eitt er víst; Ísland er í verðlaunasæti.

Til hamingju...


mbl.is Íslenska þjóðin fagnar sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Selfoss!

Selfoss lagði Njarðvík 4-1 í kvöld og er nú með 40 stig í öðru sæti. Þetta er frábær árangur hjá strákunum en þetta er fyrsta árið í 1. deild og stefnir að óbreyttu í það að liðið verði komið í úrvalsdeild áður en langt um líður. Alveg frábært.

Nú er það svo að margt þarf að bæta í aðstöðu í íþróttamálum á Selfossi enda kallar fjölgun íbúa á slíkt. Ef sú verður raunin að Selfoss fer upp um deild þarf aðstaðan að vera í takt við það sem KSÍ gerir kröfur til. Ekki er langt síðan bæjarstjórnarmeirihlutinn vildi byggja upp í svokallaðri Eyðimörk við flugvöllinn en nú hefur verið horfið frá því. Ekkert fjölnota íþróttahús er hér og svo þarf að skoða áhorfastúku svo dæmi séu tekin.

Af þessum sökum lagði ég fram fyrirspurn í bæjarráði um knattspyrnuaðstöðu:

Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn um knattspyrnuaðstöðu:

Hvernig hefur sveitarfélagið undirbúið aðstöðumál vegna knattspyrnu við Engjaveg?
Frábær árangur UMF Selfoss í 1. deild knattspyrnu karla vekur vonir um að félagið leiki í úrvalsdeild innan skamms. Eins og kunnugt er gerir KSÍ ákveðnar kröfur til aðstöðu og er því eðlilegt að fram komi á hvern hátt sveitarfélagið hefur undirbúið aðstöðumál við Engjaveg í samræmi við kröfur KSÍ.

Lagt var fram eftirfarandi svar í morgun:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 13.03.08 tillögu um að endurnýja knattspyrnuvöllinn á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Jafnframt kemur fram í tillögunni að fara skyldi „fram nánari útfærsla svæðisins í góðu samráði fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa íþróttahreyfingarinnar...." og skipaður „...samráðshópur sem vinni með hönnuðum. Hópinn skipi íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, framkvæmdastjóri Framkvæmda- og veitusviðs, formaður ÍTÁ og einn fulltrúi tilnefndur af stjórn UMFS", eins og fram kemur í fundargerð. Á fundi samráðshópsins komu til álitsgjafar margir fulltrúar knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og lauk vinnu hópsins með því að óskum knattspyrnudeildarinnar um tímasetningar og röð framkvæmda var fylgt og skrifað undir viljayfirlýsingu um það hvernig staðið yrði að málum.

Vonandi verður sómasamlega staðið að málunum enda má með sanni segja að strákarnir okkar séu að vinna stórvirki með árangri sínum.

Áfram Selfoss!

 


Glæsilegur árangur

Það er óhætt að óska Hermanni Hreiðarssyni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
mbl.is Hermann enskur bikarmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rækt lögð við íþróttamál í Árborg?

Ný og gagnmerk skýrsla Ræktar ehf. sem gerð var um íþróttamál í Árborg er ánægjuleg fyrir þá sem áhuga hafa á þessum málunum og gagnast okkur bæjarfulltrúum vel.

Þar kemur skýrt fram að Árborg stendur höllum fæti hvað varðar framlög til íþróttamála og er aðeins hálfdrættingur á við þau sveitarfélög sem við viljum miða okkur við. Mannvirki eru ófullnægjandi og stefna hefur verið óskýr. Góðu fréttirnar eru að nú sé horfst í augu við raunveruleikann til að bæta úr.

Fram kemur í úttekt Ræktar að grasrótin, félagsstarfið og áhuginn sé frábær og starf sjálfboðaliða og akademía sé með eindæmum gott. - Það er grundvallar atriði.

Nú þegar skýrslan liggur fyrir er ekki eftir neinu að bíða. ´

Nú þarf að leggja rækt við íþróttafélögin og mannvirkin.


Abramovich og Ólafur Ragnar á CNN...en hver fær Chelsea?

Ein helsta fréttin á CNN núna er skilnaður Abramovich og konu hans Irinu. Þetta er sagður "dýrasti skilnaður sögunnar", enda er Abramovich í 16. sæti yfir ríkustu menn heims hjá Forbes með yfir 18 milljarða dollara. Abramovich á meðal annars knattspyrnuliðið Chelsea og er að byggja stærstu snekkju í heimi, en hún er 550 fet.  
BAR013-500
Það sem vakti athygli mína var þó myndefnið sem CNN valdi í fréttinni um skilnaðinn, en á eina myndskeiðinu með þeim hjónum var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Dorrit í London. Þetta fannst mér athyglisverð myndskreyting á fréttinni, þar sem fátt gerist fyrir tilviljun eina á fréttastofu CNN.
Hér er svo mynd af þeim félögum í Grindavík í fyrra:Roman Abramovich til U.M.F.G ?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband