Abramovich og Ólafur Ragnar á CNN...en hver fær Chelsea?

Ein helsta fréttin á CNN núna er skilnaður Abramovich og konu hans Irinu. Þetta er sagður "dýrasti skilnaður sögunnar", enda er Abramovich í 16. sæti yfir ríkustu menn heims hjá Forbes með yfir 18 milljarða dollara. Abramovich á meðal annars knattspyrnuliðið Chelsea og er að byggja stærstu snekkju í heimi, en hún er 550 fet.  
BAR013-500
Það sem vakti athygli mína var þó myndefnið sem CNN valdi í fréttinni um skilnaðinn, en á eina myndskeiðinu með þeim hjónum var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Dorrit í London. Þetta fannst mér athyglisverð myndskreyting á fréttinni, þar sem fátt gerist fyrir tilviljun eina á fréttastofu CNN.
Hér er svo mynd af þeim félögum í Grindavík í fyrra:Roman Abramovich til U.M.F.G ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hummm Eyþór, er þetta ekki tilviljun að m.a. þessi mynd birtist? Nú ert þú orðin þreyttur og farinn að smíða samsæriskenningar. Eða viltu skýra þetta betur??

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 00:28

2 identicon

Kannski hefur Óli verið fenginn sem skiptastjóri, hver veit hvað var Forsetinn að gera með puttana í þessum skilnaði? nei.. segi bara svona.

Glanni (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband