Vel heppnaður íbúafundur

Var að koma af velheppnuðum íbúafundi í Tryggvaskála þar sem fram komu hugmyndir og áherslur í bæjarmálum. Óhætt er að segja að mikill samhljómur hafi verið um aðalatriðin enda er fólk meðvitað um að nú þurfi að auka aðhald og breyta forgangsröðun. Skuldastaðan gerir allar nýframkvæmdir erfiðar og afgangur er enginn upp í vexti, verðbætur eða afborganir skulda Árborgar. Slíkt gengur aldrei lengi.

Annað sem kom vel fram er að betur má gera í að kynna sérstöðu og styrk sveitarfélagsins. Ferðamálin hafa marga mjög góða vaxtarsprota sem má gera meira úr. Þessi sóknarfæri þurfa ekki að kosta mikla fjármuni heldur fyrst og fremst þarf að hafa skýra sýn og samhæfa kraftana á svæðinu betur.

Lýðræðið er virkast þegar það er í grasrótinni og með fundum sem þessum sem öllum er opinn erum við í D-listanum að bjóða upp á beint samband sem er í senn frjótt og hugmyndaríkt auk þess að vera gagnrýnið á það sem betur má fara. Það er alltaf hætta við fulltrúalýðræðið að kjörnir fulltrúar lokist af í turni sínum. Mæting var góð og hugmyndirnar koma sér vel og verða veganesti inn í kosningarnar og vonandi nýtast þær vel eftir kjördag í vor.

Hér er svo mynd tekin á farsímann:

íbúafundur í Tryggvaskála


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband