Þakka ber það sem vel er gert

Í dag fórum við Hannes Kristmundsson og Sigurður Jónsson með blómvönd og kort fyrir hönd þeirra 27 þúsund Íslendinga sem skoruðu á Alþingi og ríkisstjórn að tvöfalda Suðurlandsveg.

Ástæðan fyrir þessari ferð okkar er einföld: Nú hefur 6.5km kafli verið boðinn út og er hann tvöfaldur. Þetta eru tímamót sem ber að þakka. Ekki síst þegar vitað er að AGS hefur lagst gegn framkvæmdum ríkisins og látið stöðva útboð. Af öllum framkvæmdum sem eru á teikniborði ríkisins er Suðurlandsvegur sú arðbærasta og er þá ekki litið til mannlega þáttarins.

Skotgrafahernaður og tortryggni manna og flokka á milli hefur einkennt umræðuna eftir hrun. Ég vona að við berum gæfu til að þakka það sem vel er gert og gagnrýna það hjá okkur sjálfum sem miður fer. Við Hannes og Sigurður vitum að Kristján Möller hefur hafið þetta verk af einlægni og nú treystum við því að því verði lokið eins fljótt og tafarlaust og unnt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá ykkur, takk fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband