Könnun Fréttablaðsins

Í dag er birt könnun um fylgi flokka og stuðning við ríkisstjórn. Niðurstaðan er nokkuð önnur en verið hefur í síðustu könnunum þótt vísbendingar hafi verið í þessa átt. Nú mælist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 40% og stuðningur við ríkisstjórnina mælist 39%.

Í frétt Fréttablaðisins segir að könnunin sé gerð með slembiúrtaki úr þjóðskrá en áður hafi blaðið notast við símaskránna. Vera má að þessi breyting hafi einhver áhrif en ég treysti þjóðskránni betur sem mengi en símaskránni þegar verið er að kanna hug kjósenda.

Hitt er svo morgunljóst að stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað hratt og verður erfitt fyrir stjórnarflokkana að takast á við verkefnin með svona lítinn stuðning. Ekki síst þegar litið er til þess að verkefnin eru erfið og lítil samstaða er á milli stjórnarflokkanna um leiðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2010 kl. 11:10

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já mikið er ég ánægður að heyra þetta Eyþór! þetta er einfaldlega yfirlýsing almennings um að nú sé nóg komið og skipta þurfi um stjóra í brúnni, það væri óskandi að eins auðvelt væri að skipta um ríkiststjórn og að skipta um lélegan þjálfara í fótbolta !! haha

Guðmundur Júlíusson, 19.3.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband