Þetta er Ísland!

Það er engu líkt að fylgjast með eldgosinu í ljósaskiptunum. Við vorum nokkur saman með Gunnari Egilssyni pólfara í gærkvöldi og fórum víða um gosstöðvarnar. Þetta gos er ægifagurt og tilfinningin er mikil að vera á staðnum. Ótrúlega margir voru á Fimmvörðuhálsi fram yfir miðnætti og komu á vélsleðum og jeppum í hundraða ef ekki þúsunda tali. Gosstöðvarnar eru sífellt að breytast og nú í dag er komin fram ný sprunga. Ég mæli með því við alla sem geta að láta þetta sjónarspil ekki fram hjá sér fara. Sumir grilluðu sér SS pylsur en þær voru örfáar sekúndur að verða heitar í gegn. Gufustrókarnir voru þéttir svo ekki sást handaskil þegar þeir fóru yfir fólk. Margs er að gæta og mildi að enginn hafi meiðst. Fólk er greinilega mjög áhugasamt að fá að sjá náttúruna í sinni hráustu mynd. Eldgos er engu að síður hættulegt og því þarf að gæta vel að sér.

Frelsið er mikið að vera á jökli og horfa á eldgos. Það er lífið. Þetta er Ísland!

Skjaldborg um nótt

 

 

 

Skjaldborg í ljósaskiptum

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir

Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Flottar myndir.

Gleðilega páska og Guð blessi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband