Stærra Litla-Hraun

Dómsmálaráðherra hefur upplýst að yfir 300 manns bíði nú eftir vistun og ljóst er að auking verður á þeim biðlista á næstu misserum. Þá verða fangelsismál ræddi í næstu viku í ríkisstjórn enda ljóst að við þetta ástand verður ekki búið.

Af öllum þeim kostum sem mögulegir eru hlýtur stækkun á Litla-Hrauni að vera ákjósanlegastur. Fangelsið hefur góða stækkunarmöguleika og er stutt frá Reykjavík. Þá er þekking og reynsla til staðar auk þess sem hagkvæmara hlýtur að vera að samnýta ákveðna þætti í rekstrinum. 

Sem bæjarfulltrúi vil ég sjá viðræður milli ríkis og sveitarfélagsins Árborgar um hvernig best er að standa að því að stækka Litla Hraun. Sveitarfélagið getur komið að þessu verki sem landeigandi enda á það að beita sér af krafti til að láta þetta mál verða að veruleika. Umræða um þetta mál á sér langa sögu en nú er ljóst að ákvörðun verður að taka á næstunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Hvernig er það er ekki nothæft Fangelsi á Keflavíkurflugvelli,eftir kanana? Er það ónothæft? Spir sá sem ekki veit.

Þórarinn Baldursson, 27.3.2010 kl. 22:34

2 identicon

Sæll Eyþór

Tek algerlega undir með þér það hlýtur að vera hagkvæmast að stækka Litla Hraun og nota þá reynslu og þekkingu sem þar er til staðar

Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 22:46

3 identicon

Nóg er landrímið, svo mikið er víst. Annars er nóg pláss í Reykjavík, heilu háhýsin eru tóm, við höfnina er verið að klára risa höll með gleri sem brýtur sólarljósið og dreifir því þannig að það mun gera hvern mann vitstola sem þar er innan dyra, maður talar nú ekki um þegar að seltan hefur bæst við ljósbrotið. Fín refsing fyrir bankaræningjana. Ef þeir eru erfiðir er hægt að henda þeim í dýflisuna sem átti að hýsa bílana. Ef þeir eru sérstaklega erfiðir er hægt að fá sinfóníuna til að spila fyrir fangana  eitt af þessum verkum sem ætla mann lifandi að drepa.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 22:47

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mér er svo sem sama hvar, en það á ekki að vera hótel fangelsi eins og á Litla Hrauni og ekki heilsuhæli eins og á Kvíabryggju.  Það á að vera einfalt og öruggt geymslufangelsi án þæginda og afþreyinga tækja.  Þangað eiga líka allir fangar að fara sem brjóta af sér á Litla Hrauni og Kvíjabryggju.   

Hrólfur Þ Hraundal, 27.3.2010 kl. 23:51

5 identicon

Hvaða voða grimmd er þetta?

Er ekki frekar hægt, og betra, að senda þessa "umframfanga" í samfélagsþjónustu eða eitthvað svoleiðis í stað þess að loka þá inni eins og dýr og hafa af þeim vitið - endanlega ... eða eins og Ómar myndi segja: Óendurkræft?

Ekki eru þeir allir morðingjar eða ofbeldismenn þessir fangar, og geta alveg unnið fyrir sér auk þess sem það er rándýrt að halda þeim uppi í fangelsi.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 03:46

6 Smámynd: Vendetta

Hrólfur, Litla-Hraun er allt annað en hótel, þótt DV haldi því fram. Og nær allir fangar þar eru í vinnu. En vistin þar er mörgum erfið vegna annars konar refsinga en frelsissviptingin, m.a. einelti.

Það er ekkert undarlegt að þér finnist, Eyþór, þörf á því að stækka Litla-Hraun, þar eð sveitarfélagið Árborg þénar milljónir beint og óbeint á fangelsinu, bæði vegna þjónustuaðila og vegna atvinnu fangavarðanna, sem flestir eru búsettir í sýslunni. Hins vegar er mjög dýrt að reka þetta fangelsi, þar eð það er flokkað sem háöryggisfangelsi og krefst því fleiri fangavarða en ella. Og er dýrara að byggja við vegna strangari staðla (þykkri veggir, stálhurðir o.fl.).

Eins og bent var á eru margir fangar á Litla-Hrauni, sem aldrei hafa verið í agabrotum og aldrei hafa sýnt tilburði til að hlaupast á brott eða vera með ólæti, sem þurfa ekki háöryggisgæzlu, þannig að fangelsi eins og Bitra og Kvíabryggja eru betri úrræði fyrir þannig fanga. Með því að hafa þannig fangelsi í stærri mæli, losna margir klefar á Hrauninu fyrir alla þá hættulegu glæpamenn sem nú ganga lausir og óáreittir við áframhaldandi afbrot vegna plássleysis.

Staðsetningin er heldur ekki sérlega góð, þótt þér finnist hún vera nálægt Reykjavík. Það fer gífurlegur benzínkostnaður og tími í það að frakta gæzluvarðhaldsfanga fram og aftur milli Hraunsins og dómssala í Reykjavík og Hafnarfirði. Ef byggt yrði gæzluvarðhaldsfangelsi t.d. á Hólmsheiði yrði sá kostnaður óverulegur, og enn fleiri klefar losnuðu á Hrauninu. Opnari fangelsi eins og Bitra og Kvíabryggja gætu verið sett á laggirnar með leigusamningum á húsnæði fjarri íbúðarbyggð. Fjölmörg iðnaðarhúsnæði standa tóm eftir hrunið.

Önnur ráð er að gefa öllum föngum sem brjóta af sér í fyrsta sinn möguleika á reynslulausn eftir helming dóms, eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Það gætu losnað tugir klefa á Hrauninu, ef lögum þess efnis yrði breytt. Þá þarf einfaldlega aö lengja eftirlitstímann og herða eftirlit, t.d. með ökklaböndum. Tillaga þess efnis var send til Alþingis til samþykkis í fyrra, en vegna Icesave-málsins hefur þessi tillaga ekki verið rædd frekar en önnur mál.

Með öllum þessum aðgerðum sem ég hef rakið að ofan, mun á endanum vera búið að koma öllum krimmunum í fangelsi, sem nú ganga lausir, og þeir einir væru á Hrauninu sem eiga ekkert betra skilið. Persónulega myndi ég líka vilja sjá hvítflibbaglæpamenn stungið inn á Hrauninu, eins og þá sem rændu bankana fyrir hrunið, en það er víst tálsýn. Á Íslandi er það þannig, að smákrimmi sem rænir 50 þúsund kr. lendir í steininum, en stórglæpamaður sem rænir 50 milljörðum er klappað af yfirvöldum.

Vendetta, 28.3.2010 kl. 15:14

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er lykilatriði að gera greinarmun á þörfinni fyrir gæsluvarðhaldsrými og svo öryggisfangelsi. Víða erlendis er gæsluvarðhald starfrækt í nálægð við stærri lögreglustöðvar. Annað gildir um fangelsi.

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.3.2010 kl. 21:03

8 Smámynd: Vendetta

Litla-Hraun er öryggisfangelsi, en hluti af fangelsinu er gæzluvarðhalds-álma með 14 klefum, þar af eru 11 einangrunarklefar. Þess fyrir utan er stór hluti af föngunum sem eru ekki vistaðir í gæzluvarðhaldsálmunni samt í gæzluvarðhaldi lagalega séð þar til hæstaréttardómur er fallinn.

Þess vegna ætti að vera gæzluvarðhaldfangelsi byggt eftir sömu stöðlum og Litla-Hraun með u.þ.b. 20 - 30 klefum á höfuðborgarsvæðinu, t.d. Hólmsheiði. Ekki er leyfilegt að vista fanga í fangaklefa á löggustöðinni á Hverfisgötu í meira en 24 klst. nema brjóta alþjóðasáttmála, enda eru þeir eins og verstu dýflissur. Það þarf nefnilega líka að gera greinarmun á klefum sem notaðir eru sem gæzlurými og síðan klefum sem nothæfir eru til gæzluvarðhalds, þótt í enangrun sé.

Að sjálfsögðu á að refsa afbrotamönnum með frelsissviptingu. Og ég er alls ekki á móti því að Litla-Hraun fái að starfa áfram. En þar ætti hvorki að vista fanga sem eru í gæzluvarðhaldi einungis 3 - 4 vikur í senn né þá fanga sem treystandi er til að vista í opnari fangelsum í 2 ár eða skemur af afplánuninni.

Auk þess er því miður mjög lítið séð til þess að fangar fái endurhæfingu af neinu tagi, það er enginn áhugi fyrir neinum raunverulegum úrræðum (ég kalla ekki AA-fundi endurhæfingu). Þess vegna eru svo margir fangar síbrotamenn, þeir þekkja ekki annað líf en afbrot með öllu sem því fylgir.

Vendetta, 28.3.2010 kl. 21:46

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér góðar upplýsingar Vendetta, set þetta í endurvinnslu hjá mér.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.3.2010 kl. 22:21

10 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þar sem dómsmálaráherra talar um öryggisfangelsi hlýtur að vera eðlilegast að horfa fyrst á LH:

http://www.ruv.is/frett/vill-byggja-nytt-oryggisfangelsi

Hér er svo samantekt frá Fangelsismálastofnun frá 2005 þar talað er um endurbætur á LH:

http://www.fangelsi.is/media/stofnunin/Nytt_fangelsi_a_hofudborgarsvadinu_a_vefinn3.pdf

Samkvæmt greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2008 er gert ráð fyrir að LH verði stækkað:

http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/GreinargerdirogRaedur/Fjarlagafrumvarp/2008/Seinni_hluti/Kafli_3-06.htm

Úrbætur í gæsluvarðhaldsmálum eiga ekki að trufla uppbyggingu í öryggisfangelsi sem eðlilegast væri að byggja upp út frá Litla Hrauni.

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.3.2010 kl. 23:42

11 Smámynd: Vendetta

Það sem þú vísar til, Eyþór, eru fjárlögin fyrir 2008. Mikið hefur breytzt síðan þá. Áætluð fjárframlög til fangelsisbygginga uppá 117 mill. fyrir 2008 var lækkað niður í 15 mill. fyrir 2010 eða um 87%, þótt framlög til Fangelsismálastofnunar sem slíkrar hafi ekki lækkað.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2008 stendur þetta um Litla-Hraun:

Áfram er unnið að undirbúningi framkvæmda við Litla Hraun og hefur verið til athugunar að fjármagna fyrstu framkvæmdir þar með sölu lands í samræmi við heimildarákvæði í 6. gr. frumvarpsins.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2009 stendur þetta um Litla-Hraun:Gert er ráð fyrir 350 m.kr. tímabundnu framlag til uppbyggingar á Litla-Hrauni. Er þessu framlagi ætlað að standa undir áfangabyggingu á sérstöku móttöku- og heimsóknarhúsi. Áætlanir ráðuneytisins miðast við að heildaruppbyggingu fangelsa verði á Litla-Hrauni og að á höfuðborgarsvæðinu verði eingöngu gæsluvarðhald og skammtímavistun fanga í tengslum við nýja lögreglustöð. Og í fjárlögum fyrir 2010 er ekkert minnzt á Litla-Hraun, en einungis þetta:

Framlög til Fangelsismálastofnunar lækka um 48 m.kr. að raungildi. Gerð er 60 m.kr. hagræðingarkrafa, eða rúm 5% af fjárlögum ársins í ár, en á móti vegur 12 m.kr. framlag til að mæta hækkun tryggingargjalds af launum starfsmanna. Vegna skorts á fangarýmum hefur ekki tekist að koma dæmdum afbrotamönnum í afplánun sem skyldi. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt að leitað verði eftir húsnæði til þess að leysa bráðavanda stofnunarinnar til skamms tíma.

Það hefur enn ekki verið byrjað á neinum framkvæmdum við Litla-Hraun, og 15 mill. hrökkva nú skammt. Þess er skemmst að minnast að árið 2009 jós ríkið tugum milljarða í Sjóvá, sem eigendur höfðu keyrt í gjaldþrot vegna heimsku og græðgi, og braut þannig alvarlega samkeppnislög. Í huga flestra hefði verið betra að láta Sjóvá falla, enda eru önnur tryggingafélög á markaðnum. Á hinn bóginn var engu eytt í fangelsisbyggingar þar sem þðrfin var og er enn gífurleg.Þannig að það er því miður ekki útlit fyrir neinni stækkun á Litla-Hrauni í bráðina og það virðist að það eins og allt annað í fangelsismálum hafi verið lagt á ís.  

Vendetta, 29.3.2010 kl. 12:42

12 Smámynd: Vendetta

Ég biðst afsökunar á því að það hefur skolazt eitthvað til varðandi greinaskil í athugasemdinni.

Vendetta, 29.3.2010 kl. 12:44

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er ekki hægt að breyta einni vaxtakostnaðarstofnun í Fangelsi. 80% almennings stundar það einföld banka viðskipti að hægt er að hafa þau sjálfvirk eftir tilkomu heimabanka?

Ég vil stytta útrýma biðlistum á sjúkrahúsum. Taka upp innflutningseftirlit hliðstætt og í USA gagnvart útlendingum.

Fangelsisiðnaður eykur jú stjórnsýslukostnað og brúttó hagvöxt. Enn greiðir ekki niður erlendar skuldir.

Júlíus Björnsson, 31.3.2010 kl. 03:08

14 Smámynd: Magnús Jónsson

Eyþór :Hjartanlega sammála þér, að á að minnsta kosti að tvöfalda húsakost á Litlahrauni, það er enginn spurning að það er hagkvæmasta lausnin, og er þá alveg sama hvernig men velta hlutunum fyrir sér, það vantar hins veg alveg tilfinnanleg fleiri klefapláss á höfuðborgarsvæðinu, það er frekar neyðarlegt en annað að þurfa að sleppa mönnum, sem hefðu bara gott af því að losna úr félagsskapnum, þó ekki væri annað á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá dómstólum.

Magnús Jónsson, 3.4.2010 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband