5 mest seldu bækurnar eru allar glæpasögur - sú mest selda er þó ekki skáldsaga...


Skýrsla um bankahrunið

1. Skýrsla um bankahrunið

Rannsóknarnefnd Alþingis

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um Bankahrunið 2008. Skýrslan er uppseld sem stendur en von er á endurprentun í næstu viku.


Hafmeyjan - kilja

2. Hafmeyjan - kilja

Camilla Läckberg

Í Fjällbacka hefur karlmaður horfið sporlaust og ekkert til hans spurst. Þótt Patrik Hedström og félagar á lögreglustöðinni í Tanumshede geri allt sem í þeirra valdi stendur til að finna manninn, veit enginn hvort hann er lífs eða liðinn. Málið flækist enn þegar kunningja hins týnda, rithöfundinum Christian Thydell, taka að berast nafnlaus hótunarbréf...


Hvarfið - kilja

3. Hvarfið - kilja

Johan Theorin

Í byrjun áttunda áratugarins hverfur lítill drengur sporlaust á norðanverðu Ölandi. Fjölskylda hans, lögreglan og fjöldi sjálfboðaliða leita hans dögum saman. Tuttugu árum síðar fær Júlía, móðir drengsins, óvænt símtal frá öldruðum föður sínum, Gerlof Davidsson...


Land draumanna - kilja

4. Land draumanna - kilja

Vidar Sundstöl

Lögreglumaðurinn Lance Hansen í Minnesota finnur illa útleikið lík við Lake Superior. Hann hefur aldrei kynnst neinu í líkingu við þetta. Ungur norskur ferðamaður hefur verið myrtur á hroðalegan hátt og skilinn eftir í blóði sínu. Lance finnur vísbendingar um að annað morð hafi verið framið á þessum sama stað röskum hundrað árum fyrr, á tímum vesturferðanna þegar forfeður hans flykktust til Minnesota ásamt fjölda annarra Norðurlandabúa í leit að landi drauma sinna...


Nemesis - kilja

5. Nemesis - kilja

Jo Nesbö

Á upptöku úr eftirlitsmyndavél sést hvar maður gengur inn í banka og beinir byssu að höfði eins gjaldkerans. Skipar konunni að telja upp að tuttugu og fimm. Þegar hann hefur ekki fengið peningana afhenta innan þess tíma er hún hiklaust tekin af lífi. Rannsóknarlögreglumanninum Harry Hole er falið að rannsaka málið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Fyrstnefnda bókin hefur þá sérstöðu að endirinn er að vali lesenda.

Fer eftir því hvaða stefnu við tökum í kjölfarið, hvort við tökum mark á niðurstöðum hennar eða látum sem ekkert sé athugavert eins og margar sögupersónurnar vilja vera láta.

Hjalti Tómasson, 18.4.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband