"Stjórnsýslan brást" - hvaða eftirlitsstofnun á að fylgjast með stjórnsýslunni?

"Stjórnsýslan brást". - Þessi orð hafa verið notuð af mörgum yfir niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og er því vert að gefa þeim gaum. 

Mér sýnist af lestri skýrslunnar að bankarnir og eigendur þeirra hafi gjörsamlega brugðist og þakka Guði fyrir að ekki var reynt að "bjarga bönkunum" eins og margir þingmenn vildu fyrstu vikuna í október 2008. 

En ef við gefum okkur það að stjórnsýslan hafi brugðist; hver átti þá að vera með eftirlit með stjórnsýslunni?

Svarið kann að vera að finna í lögum um umboðsmann Alþingis en lítið er fjallað um þá stofnun í skýrslunni. Umboðsmaður hefur það hlutverk samkvæmt 2. grein að hafa eftirlit með stjórnsýslunni og hefur mjög víðfemar rannsóknarheimildir:

 Tóku gildi 6. júní 1997.


Breytt með l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008) og l. 142/2008 (tóku gildi 18. des. 2008).

1. gr. Kosning umboðsmanns Alþingis. Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fjögurra ára. Hann skal uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardómara og má ekki vera alþingismaður. Ef umboðsmaður andast eða verður af öðrum sökum ófær um að gegna starfi sínu framvegis skal Alþingi kjósa umboðsmann að nýju. Sama hátt skal hafa á ef umboðsmaður fær að eigin ósk lausn frá embætti sínu eða tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja að víkja honum úr embætti. Við tímabundin forföll umboðsmanns setur forseti Alþingis staðgengil til að gegna embættinu meðan forföll vara.

2. gr. Hlutverk umboðsmanns Alþingis o.fl. Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Umboðsmaður er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu Alþingi.

3. gr. Starfssvið umboðsmanns Alþingis. Starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Starfssvið umboðsmanns tekur einnig til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur að lögum verið fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Starfssvið umboðsmanns tekur ekki til: a. starfa Alþingis og stofnana þess, sbr. þó 11. gr., b. starfa dómstóla, c. ákvarðana og annarra athafna stjórnvalda, þegar samkvæmt beinum lagafyrirmælum er ætlast til að menn leiti leiðréttingar með málskoti til dómstóla. Þetta gildir þó ekki um mál skv. 5. gr.

4. gr. Kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun. Hver sá sem telur sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu einhvers þess aðila, sem fellur undir ákvæði 1. eða 2. mgr. 3. gr., getur kvartað af því tilefni til umboðsmanns. Sá sem er sviptur frelsi sínu á rétt til að bera fram kvörtun við umboðsmann í lokuðu bréfi.

5. gr. Frumkvæðismál. Umboðsmaður getur að eigin frumkvæði ákveðið að taka mál til meðferðar. Hann getur jafnframt tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar.

6. gr. Skilyrði þess að kvörtun verði tekin til meðferðar. Kvörtun til umboðsmanns skal vera skrifleg og skal þar greint nafn og heimilisfang þess er kvartar. Í kvörtun skal lýst þeirri úrlausn eða annarri háttsemi stjórnvalda sem er tilefni kvörtunar. Öll tiltæk sönnunargögn um málsatvik skulu fylgja kvörtun. Kvörtun skal bera fram innan árs frá því er stjórnsýslugerningur sá, er um ræðir, var til lykta leiddur. Ef skjóta má máli til æðra stjórnvalds er ekki unnt að kvarta til umboðsmanns fyrr en æðra stjórnvald hefur fellt úrskurð sinn í málinu. Ársfresturinn skv. 2. mgr. hefst þá frá þeim tíma.

7. gr. Rannsókn máls. Umboðsmaður Alþingis getur krafið stjórnvöld um þær upplýsingar og skriflegar skýringar sem hann þarfnast vegna starfs síns, þar á meðal getur hann krafist afhendingar á skýrslum, skjölum, bókunum og öllum öðrum gögnum sem mál snerta. Umboðsmaður getur kvatt starfsmenn stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á sinn fund til viðræðna um málefni sem eru á starfssviði umboðsmanns, svo og til þess að veita munnlega upplýsingar og skýringar er varða einstök mál. Umboðsmaður á frjálsan aðgang að öllum starfsstöðvum stjórnvalda til athugana í þágu starfs síns og skulu starfsmenn láta honum í té alla nauðsynlega aðstoð af því tilefni. Umboðsmaður getur ekki krafist upplýsinga er varða öryggi ríkisins eða utanríkismál sem leynt skulu fara nema með leyfi ráðherra þess sem í hlut á. Umboðsmaður getur óskað þess að héraðsdómari kveðji mann fyrir dóm til að bera vitni um atvik sem máli skipta að dómi umboðsmanns. Við þá skýrslugjöf skal fara eftir ákvæðum laga um meðferð [sakamála],1) eftir því sem við á. Ákveða má að skýrsla sé gefin fyrir luktum dyrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Svo var það hérna stofnunin sem Davíð lagði niður með pennastriki - Þjóðhagsstofnun var það ekki?   Var það ekki einskonar eftirlitsstofnun?

Ragnar Eiríksson, 18.4.2010 kl. 23:49

2 Smámynd: Dingli

Ragnar, þú verður að skilja að stofnun sem kennd er við þjóðarhag má ekki vera ósammála king Davíð. Hvernig heldur þú að hefði farið fyrir þessari þjóð ef efasemdir hennar um góðæri Sjálfstæðisflokksins hefðu verið teknar alvarlega?

Manstu þegar Skipulagsst. hafnaði Kárahnjúkavirkjun, þá var henni hótað með strokleðri.

Er furða þó eftirlitsdótið hafi staðið sig slælega þegar yfir því vofði aftaka gerði það athugasemdir við veg íhaldsins til heljar. Davíð hefði einfaldlega sameinað FME Seðlabanka á ný, væri það með kjaft.  

Eyþór, þessi vitfirringslega tilraun þín við að koma sök einhverra mestu fjársvikamillu heimssögunnar, yfir á umboðsmann Alþingis og um leið gera rannsóknarnefndina tortryggilega, er alveg ný og beinlínis geggjuð nálgun, að þessu máli öllu.

Ma,ma,ma,ma....er bara orðlaus.

Dingli, 19.4.2010 kl. 09:39

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég lýsi frati í alla þá sem kosnir hafa verið á opinberum vetvangi hafi þeir ekki manndóm í sér til að vinna heiðarlega sem og vera heiðarlegir gagnvart landsmönnum öllum.

það er hábölvað ef "móðurhlutverkinu" linnir ekki - fullorðið fólk á að haga sér vel og vinna vel

Jón Snæbjörnsson, 19.4.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband