Kalífornía og Grikkland

Staða Kalíforníu hefur verið afar veik síðustu árin líkt og Grikklands. Á margan hátt eru vandamálin tilkomin vegna svipaðra mála. - Kalífornía er reyndar um 6x stærra hagkerfi en Grikkland.

Það er fróðlegt að bera saman myntbandalagið um evruna samanborið við dalinn.
Vaxandi þrýstingur er á Grikki að ganga úr myntbandalaginu en mér vitanlega hefur enginn ljáð máls á því varðandi Kalíforníu að kveðja bandaríkjadal.


mbl.is Vilja Grikki af evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er auðvitað bara tvennt í spilinu, annað hvort að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki með öllu tilheyrandi eða að evrusvæðið liðast í sundur. Og jafnvel þó sambandið yrði að einu ríki væri framtíð evrunnar vægast sagt mjög óljós.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.4.2010 kl. 18:28

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er góður punktur hjá þér.

Sumarliði Einar Daðason, 24.4.2010 kl. 18:29

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það þarf ekki að vera samansem merki á milli eins gjaldmiðils og að allt þurfi að vera eitt ríki. Kannski er bara heppilegast að stjórnmálamenn hætti að nota gjaldmiðil sem stjórntæki - oft til þess að hylma yfir eigin hagstjórnarmistök.

Sumarliði Einar Daðason, 24.4.2010 kl. 18:32

4 Smámynd: Vendetta

Það er nú varla hægt að bera þessi tvö ríki saman. Grikkir notuðu drakhma alveg fram til 1991 og geta tekin hana upp aftur. Hins vegar hefur California aldrei notað annað en dollar síðan hún var innlimuð í ríkjabandalagið (les: tekin af Mexíkönum með valdi) forðum daga.

En auðvitað ef Schwarzenegger ákveður að takka upp mexíkanska peso upp aftur, þá er upplagt að California verði enn á ný hluta af mexíkanska ríkjabandalaginu (Estados Unidos de México). En kannski ekki ásættanlegt fyrir þá ólöglega Mexíkana, sem nýlega hefur tekizt að komast norður yfir landamærin.

Annars varðandi Grikkland, þá hef ég marga hafa á orði að það hafi verið mistök að hleypa Grikklandi inn í ESB árið 1981 og enn meiri mistök að leyfa þeim að taka upp evruna árið 2001. Ástæðan er að efnahagur Grikklands hafi verið svo slæmur alla tíð og gríska þjóðin lifað nær eingöngu á landbúnaðarstyrkjum frá bandalaginu.

Vendetta, 24.4.2010 kl. 18:47

5 Smámynd: Vendetta

Leiðrétting: Það átti að standa: Grikkir notuðu drakhma alveg fram til 2001.

Vendetta, 24.4.2010 kl. 18:50

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Eyþór. Gott point.

FISCAL TRANSFERS ! 

 
Fiscal transfers (yfirfærslur úr ríkissjóð) er bara mögulegt með einum ríkissjóð. Fjárlög sambandsríkja Bandaríkjanna eru næstum 30% at VLF. Bandaríkin eru eitt ríki. Kalifornía er bara Akureyri Bandaríkjanna og gott betur en það.
 
Vandamálin í EMU eru útskýrð ágætlega hér á myndbandi
 
Annað hvort fer myntbandalagið í upplausn núna eða þá að við fáum Bandaríki Evrópu (USE). Það er ekkert þar á milli. Stóra vandamálið er hins vegar það að engin ESB þjóð gekk í Sambandsríki Evrópu. Þau gengu öll í tolla og efnahagsbandalag - þ.e. það var það sem kjósendum var sagt að þeir væru að ganga í.  
 
Nú þarf því að segja kjósendum að það var logið að þeim allan tímann. Undirliggjandi leynd dagskrá  var þeim ekki sagt frá  => USE. 
 
Kveðjur 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2010 kl. 18:59

7 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Má ég benda á þessa grein um að Kalifornia er farin að gefa út IOU (skuldabréf) sem er nánast ígildi eigin myntar: http://money.cnn.com/2009/07/02/news/economy/California_IOUs/index.htm?postversion=2009070218

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 24.4.2010 kl. 20:13

8 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Þessi grein er líka áhugaverð: http://online.wsj.com/article/SB124846739587579877.html

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 24.4.2010 kl. 20:39

9 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

sæll Þorsteinn - útgáfa IOU hjá Kalíforníu er mjög athyglisvert mál og á vissan hátt ígildi myntsláttu en þó er þetta í USD.

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.4.2010 kl. 20:54

10 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Traustið á verðgildi IOU hjá Kaliforníu er háð trú á því að Kalifornía geti útvegað dollara til að borga 1 dollar fyrir 1 IOU. Þetta er því eins og að búa til eign gjaldmiðil (sagt vera tímabundin lausn) og festa hann við aðra mynt (dollar). Kalifornía á mjög erfitt með að útvega þessa peninga hvort heldur er í gegnum skatta eða gegnum lán, því gefa þeir út IOU og vona að þetta reddist. En það er allt eins líklegt að þeir verði að gengisfella IOU.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 24.4.2010 kl. 21:06

11 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Mig langar líka til að benda á þessa grein um tilurð dollarans sem sameiginlegrar myntar Bandaríkjanna. Athyglivert í ljósi umræðu um tilurð Evrunnar. http://eh.net/XIIICongress/cd/papers/39Grubb93.pdf

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 24.4.2010 kl. 21:11

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Þorsteinn. 

Ein af ástæðunum fyrir því að Bandaríkin virka vel er sú að myntin þeirra kom eftir að búið var að sameina ríkin sem öll samanstóðu af aðflytjendum. Fyrst þá fengu þau sameignlega mynt þ.e. eftir 200 ára sameiningarferli. 

Annað er svo:  menn leyfa fylkjum Bandaríkjanna að fara í gjaldþrot því gjaldþrot er heilbrigt ferli. Fylkin innan Bandaríkjanna hafa því verið látin fara í gjaldþrot oftar en einu sinni. Inter-Gov lán eða bail-out-fjármunir á milli ríkja í BNA eru bönnuð. Ríkin eru einfaldlega látin fara í þrot. Markaðurinn refsar þeim með því að hækka vextina á lánum til þeirra. 

Það eina sem getur bjargað Grikklandi núna er gjaldþrot og gengisfelling. Tölurnar eru svo slæmar að ekkert annað er mögulegt. Ef AGS og ESB ætla að fara í niðurskurðar stríð við grísku þjóðina þá getur þessi heimshluti við Miðjarðarhafið sprungið í loft upp.  

Hinn opinberi geri í Grikklandi er ekki eins og í öðrum löndum. Hann er sáttarkjól sem komið var upp sem lyf gegn sundrunginni eftir her- og svína stjórnir í landinu. Hann er hús/skjól sem notað er til að lækna sár. Ef illa er farið með hann þá springur landið í loft upp.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2010 kl. 01:53

13 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Maður lærir mikið að taka þátt í spjalli eins og þessu. Ef Grikklandi er "haldið uppi" til þess að tryggja frið þá er ekki réttmætt að nota það sem dæmi um upplausn innan myntbandalagsins. Peningar eins og við þekkjum þá er bara mælieining á verðmæti á milli tveggja aðila. Því við vitum að það er óþægilegt að burðast með tíu gáma af frystum fiski til þess eins og kaupa sér einn Range Rover. Auk þess sem að fiskilyktin myndi fella verðgildi bílsins strax við afhendingu.

Það er eitt sem ég hef aldrei almennilega náð að skilja með Evruna, en það er mismunandi útgáfa hennar eftir löndum innan EB. Sjá dæmi af Evru sem ég skannaði inn áðan: http://summi.blog.is/album/fjarmalatengt/image/984684/

Þarna er bakhlið á Evru sem er mismunandi. Ég leitaði upplýsinga hjá mismunandi fagaðilum, af hverju þetta væri svona. Besta svarið sem ég fékk var að hver þjóð "framleiðir" ennþá sínar Evrur. Kannski getur einhver útskýrt þetta nánar.

Kjarni málsins er að stjórnmálamenn eiga ekki að geta stjórnað gjaldmiðli í sínu landi. Það var gerð tilraun með það hér á Íslandi sem misheppnaðist herfilega. Bara það að hafa hér annan sterkan gjaldmiðil - tekur þetta kúgunarvald stjórnmálamanna gagnvart almenningi úr hendi þeirra og tryggir betra lýðræði.

Heimurinn hefur minnkað alveg svakalega með tilkomu tölvutækninnar (sér í lagi vegna Internetsins). Íhaldssamt stjórnarkerfi okkar er mörgum áratugum á eftir - bæði hvað varðar stjórnun og eftirlit (fyrir utan RSK). Það tekur stjórnvöld þrjá mánuði til mörg ár að bregðast við einhverju sem atvinnulífið gerir á þremur mínútum. Tökum dæmi með Davíð Oddsson. Hann notaði ekki tölvupóst en forsætisráðherra Noregs stjórnaði sínu landi í gegnum iPad á Alþjóðarflugvelli vegna gossins. Íslenskir stjórnmálamenn hefðu örugglega notað flöskuskeyti við slíkar aðstæður 

Sumarliði Einar Daðason, 25.4.2010 kl. 08:00

14 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Eitt sem mig langar að bæta við: Það tekur mig aðeins sekúndubrot að borga fyrir vöru eða þjónustu sem ég kaupi erlendis frá í gegnum Internetið. Þegar ég sel mína þjónustu erlendis þarf ég að bíða í viku til tvær eftir greiðslu. Það getur enginn sagt mér á hvaða gengi það muni verða né hver stjórnar því. Er ekki eitthvað bogið við slíkt?

Sumarliði Einar Daðason, 25.4.2010 kl. 08:09

15 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Sumarliði,

ástandið á gjaldeyrismörkuðum á Íslandi er frosið. Kaup og sala er háð miklum höftum (og töfum). Í raun má tala um 3 krónur; óverðtryggða ISK, verðtryggðu krónuna og svo aflandskrónuna en það eru krónur í útlöndum sem ekki mega koma heim.

Gunnar: Ég held að það sé margt til í þessu með Grikkland. Það er ekki nein auðveld lausn og sennilegast endar þetta með greiðsluþroti. IMF kaupir þeim frest en á háum vöxtum. Á endanum mun Grikkland ekki geta greitt þetta allt. Ef það verður raunin vill enginn lána Grikklandi á lágum vöxtum næstu áratugina. Argentína er dæmi um svipað en nú er þetta að gerast í Evrópu.

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.4.2010 kl. 08:52

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Eyþór

Það er sennilega betra ef bankakerfið getur tekið skellinn í svona áföllum. En þá má ekki stofna ríkissjóði í hættu á eftir með því að gangast í ábyrgð fyrir föllnu banka hagkerfisins. Það væri að fara úr öskunni í eldinn. Vaxtakjör ríkissjóðs stýra vaxtamyndun bankakerfisins þegar það er endurreist. Svo að ætla sér að taka Icesave á sig er glórulaus geðbilun.

Mér vitanlega hefur bankakerfi Grikklands ekki verið í hættu fyrr en nú þegar hugsanleg greiðsluþrot ríkissjóðs bankar á dyrnar. Það myndi líklega draga bankakerfið með sér í fallinu.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2010 kl. 09:06

17 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ríkisvæðing bankaskulda er "lausn" á lausafjárvanda kreppunnar 2008 en felur í sér greiðsluþrot eða mikla verðbólgu í framtíðinni. Ég hallast að heimsverðbólgu þar sem stjórnmálamenn munu frekar kjósa þann þáttinn. Grikkland mun ekki geta valið ef það er með evruna en Bretland, Bandaríkin og ESB þurfa að horfa fram á erfiða kosti til að minnka skuldir. Samdráttur í ríkisbúskapnum verður nær ófær pólítískt eins og staðan er.

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.4.2010 kl. 09:39

18 Smámynd: Vendetta

Sumarliði: Það að hvert evruland getur slegið sína eigin mynt hefur verið sáttaleið svo að þjóðirnar ættu auðveldara með að taka evruna til sín, svona e.k. þjóðleg mynt. Samt eru evrumyntirnar gjaldgengar alls staðar sama hvar þær eru slegnar og hafa sama gildi óháð hvaða kóngahaus er á bakhliðinni. Þetta er í sjalfu sér ekkert slæm hugmynd, en skiptir litlu máli í reynd.

Í Bretlandi hins vegar eru í umferð a.m.k. fjórar tegundir peningaseðla, hver banki getur prentað sína eigin. Þessi venjulegi pundseðill (eða £5 eða £10) er gefinn út af Bank of England og er gjaldgengur alls staðar. Hins vegar gefa Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Clydesdale Bank allir hver sína tegund af þessum seðlum. Þeir eru gjaldgengir alls staðar innan Skotlands og á sama gengi, en ekki er alltaf hægt að borga með þeim í verzlunum í Englandi né öðrum löndum. Hins vegar er alltaf hægt að skipta þeim í öllum bönkum (amk. í V-Evrópu). Myntirnar eru hins vegar allar slegnar af Royal Mint.

Þar eð Bretland er ríkjasamband eins og USA, Þýzkaland, México, Spánn o.fl., gildir ensk löggjöf ekki í Skotlandi, en peningastefnan er sameiginleg. Þess vegna er prentun skozkra seðla frekar táknræn en praktísk og eflir þjóðernisvitundina.

Á sama hátt og sláttur evrumyntar í hverju þjóðlandi á evrusvæðinu fyrir sig er blekking til að breiða yfir þá staðreynd að það eru Þjóðverjar og seðlabankinn þeirra í Frankfurt sem ræður ferðinni í ESB, enda efnahagslega öflugasta landið í bandalaginu og eitt af þeim fáu ESB-löndum sem eru nettógreiðendur (greiða meira til ESB en þeir fá í styrki).

ESB er efnahagsrisi eins og USA, en samt pólítískur dvergur á alþjóðavísu, eins og varð augljóst á tímum borgarastyrjaldarinnar í Bosna-Herzegovina. 

Vendetta, 25.4.2010 kl. 10:22

19 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður fróðleikur hjá Vendetta.

Segjum svo að við tökum upp evruna og höfum þorskinn okkar á bakhliðinni - er þá málið ekki leyst?

Við fáum mun meiri stöðuleika í viðskiptum við erlendar þjóðir, siðblindir stjórnmálamenn fá meira aðhald, lífeyrissjóðir geta byrjað að safna að nýju og við munum eiga auðveldara með að bera saman lífsgæði, skatta og samneyslu okkar við aðrar þjóðir.

Sumarliði Einar Daðason, 25.4.2010 kl. 12:17

20 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Þessi samanburður er fráleitur. Grikkland er sjálfstætt ríki. California er fylki. Bull.

Árni Þór Björnsson, 25.4.2010 kl. 12:26

21 Smámynd: Kári Harðarson

Árni, voðalega ertu fruntalegur við Eyþór.

Ef ég spyr hvað sé sameiginlegt með banönum og eplum, svarar þú þá:  "fráleitt, annað er gult og hitt er rautt"?

Þú setur strax á þig vitlaus gleraugu, af hverju?

Kári Harðarson, 25.4.2010 kl. 15:23

22 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Árni,

þetta snýst um sameiginlega mynt og viðbrögð við fjármálavá.

Nú er einmitt spurningin hvort ESB með sameiginlega mynt en bærilega sjálfstæð ríki gangi upp. Það er akkúrat spurningin sem fæst svarað á næstunni þegar tekið verður á vanda Grikklands.

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.4.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband