Æviminningarnar væru betri kostur

Ekki lýst mér á að fá Gordon Brown til að stjórna framkvæmdum fyrir AGS. Eitt er að Ísland er í samstarfi við AGS en hitt er enn meira mál að aldrei hefur jafnmikið verið undir og á næstu misserum varðandi aðkomu AGS að björgunaraðgerðum ýmis konar. Ekki má útiloka að koma þurfi Bretlandi til hjálpar (sem yrði ekki í fyrsta sinn) af hálfu gjaldeyrissjóðsins. Það væri þá ekki síst vegna "björgunaraðgerða" Brown þegar ríkisfé var dælt í bankana. Þá hafa flestir Íslendingar óbragð í munni vegna þess hvernig AGS lánum okkar hefur verið blandað í deilur um Icesave. Af þessum sökum tel ég betra að Brown halli sér að æviminningunum.
mbl.is Fer Brown til AGS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband