Vinna er velferðarmál

Samkvæmt þessu standa atvinnulausir hvað höllustum fæti. Þetta kemur ekki á óvart. Það hlýtur aðvera forgangsatriði að vinna bug á atvinnuleysinu með öllum ráðum. Fimmhundruð og tíu manns eru á atvinnuleysisskrá í Árborg sem meira en við höfum áður séð.

Við hljótum að standa saman um mikilvæg framfaramál og standa ekki vegi fyrir þeim að óþörfu. Sú velferðarstefna sem gleymir þessu er byggð á veikum grunni. Velferð fólk byggist mikið á því að það hafi vinnu. Velferðarkerfið sjálft er síðan rekið fyrir skattfé. Verðmætasköpun þarf að eiga sér stað svo skattfé fáist. Það ætti því að vera öllum ljóst að atvinnumál eru velferðarmál. Ekki síst ef menn vilja að rekstur ríkis og sveitarfélaga sé sjálfbær en fá hugtök eru eins vinsæl um þessar mundir. Of miklar álögur geta líka farið illa með störf sem standa tæpt í erfiðu árferði.

Þetta þarf að hafa í huga.


mbl.is Þriðjungur atvinnulausra er 20-30 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband