Valkvætt minni VG?

Í nokkuð ítarlegri upprifjun á einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja hefur þingflokkur VG gleymt aðkomu flokksins sjálfs þegar Árborg seldi allan sinn hlut til Geysir Green (GGE) 2007. Þá var tilboði OR hafnað. Mér finnst ómögulegt að VG gleymi þessu en forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi VG segir í frétt hér á mbl.is að "tilgangur sölu Árborgar á hlutnum í HS Orku hafi verið að leysa inn söluhagnað". 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/17/harmar_solu_til_utlendinga/ 

Þó hlutur sveitarfélagsins Árborgar hafi ekki verið stór er fróðlegt að skoða prinsipp-mál hjá prinsipp-fólki. Þess er skemmst að minnast að fulltrúi VG í bæjarráði Árborgar fagnaði sérstaklega úrskurði umhverfisráðherra um að hafna aðalskipulagi Flóahrepps. Þar hafði Landsvirkjun greitt kostnað sveitarfélagsins og var það gert að lykilatriði. 

Nú bregður svo við að sami Jón Hjartarson samþykkir sem forseti bæjarstjórnar samning milli Árborgar, Flóahrepps og Landsvirkjunar um að Landsvirkjun greiði framkvæmdir við kaldavatnsöflun í Árborg fyrir Flóahrepp. Greiðslan er endurkræf ef ekki verður af virkjunum í neðri hluta Þjórsár.

Annað er því upp á teningnum þegar heim er komið peningnum. 

Jón Gnarr talar um "sjálfbært gegnsæi". Það má kannski tala hér um "valkvætt minni"


mbl.is Óviðunandi að erlent fyrirtæki eignist HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þörf ábending.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.5.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband