Af hverju ekki grenndarkynningu á sorphleðslusvæði?

Á tímum þegar mikið er talað um lýðræði og umhverfismál er afar sérkennilegt að þrír stjórnmálaflokkar skuli hafna grenndarkynningu á sorphleðslusvæði sem áformað er að reka í miðju fjölmennasta sveitarfélagsins á Suðurlandi.

Hér á að aka með sorp af öllu suðurlandi og stafla því undir berum himni. Á tímum þegar garðhýsi fara í grenndarkynningu er með ólíkindum að tillaga um grenndarkynningu um svona umfangsmikla starfssemi sé hafnað. Í staðinn er talað um svæðið sem "umhleðslumiðstöð" á gámasvæði í Árborg.

Nú hafa íbúar í nágrenni svæðisins uppgötvað hvað er að gerast og hafa skrifað opið bréf til bæjarstjórnarinnar. Þetta mál hefur ekkert með flokkspólítík að gera enda fólk úr öllum flokkum sem hefur gagnrýnt málið. Tímasetningin rétt fyrir kosningar virðist hins vegar vera til þess fallin að keyra málið í gegn með hraði svo ekki sé hægt að hætta við. Þessi vinnubrögð eru ekki lýðræðisleg eða nokkrum til sóma.

Hér er svo tillaga okkar bæjarfulltrúa D-listans og afdrif hennar á síðasta bæjarstjórnarfundi:

"Bæjarstjórn samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu á umhleðslustöð fyrir sorp sem fyrirhuguð er við gámasvæðið."

Greinargerð:

Umhleðslustöð sorps á vegum Sorpstöðvar Suðurlands er áformuð í miðju sveitarfélaginu og er ekki gert ráð fyrir þaki á starfssemina. Árborg er mesta þéttbýlissvæði á suðurlandi og því þarf að vanda vel til. Þar sem hér er um að ræða atriði sem varða umhverfismál íbúa er rétt að láta fara fram grenndarkynningu á verkefninu.

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband