Treystum fólki

Vantraust er eins og eitur sem smitar út frá sér. Besti flokkurinn segist vilja treysta starfsfólki borgarinanr. Það er jákvætt viðhorf.

Ef stjórnmálamenn treysta fólkinu er líklegra að fólk treysti stjórnmálamönnum. Traust elur af sér traust og öfugt.

Það er þörf á því að komast upp úr vítahring vantrausts og vanvirðingar sem hefur heltekið þjóðfélagið.

Nú er eftirspurn eftir jákvæðu viðhorfi og offramboð á neikvæðni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af því sem hinum almenna kjósanda ofbýður algjörlega er að fólk sem uppvíst hefur verið að því að þiggja stórar upphæðir í "styrki" úr peningabólunni ... peninga sem í raun voru aldrei til og falla bara á almenning sem skattar og skert lífskjör ... skuli ekki sjá sóma sinn í að víkja úr opniberum ábyrgðarstöðum þrátt fyrir að hafa algjörlega fyrirgert trausti sínu.

Þetta fólk ætlar sér ekki að virða lýðræðið, vilja almennings eða hag heildarinnar.Þetta fólk hugsar bara um sjálft sig.

Og ein af stóru ástæðunum fyrir því að Besti flokkurinn er að fá meirihluta í Reykjavík er að fólk er að refsa fjórflokknum fyrir að hafa ekki dug í sér til að losa sig við þetta fólk.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 23:37

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er klárt mál að stjórnvöld brugðust fólkinu með skelfilegum afleiðingum fyrir samfélagið - ég held að margir eru ekki ennþá búnir að átta sig á því hvað gerðist hér á landi.

Traust vinnst á mörgum árum en það hverfur á fáeinum mínútum. Ekki öfugt!

Það besta við Besta flokkinn er að hann sýnir að hvaða trúður sem er getur orðið stjórnmálamaður, a.m.k. hér á landi. Ég sjálfur er ennþá að reyna að finna út hvaða flokk er best að kjósa. Ég hef alltaf verið ákveðinn mörgum mánuðum fyrir kosningar.

Flestir flokkanna í mínu bæjarfélagi eru bara með froðusnakk í kynningum sínum: "Við viljum stuðla að velferð, við viljum auka atvinnu og bla, bla, bla".

Þetta er auðvita bara eðlilegir hlutir sem allir vilja! og furðulegt að einhver þurfi að taka það fram. Það er ekki hægt að treysta manneskju sem stögglast alltaf á setningunni "Ég er ekki svikari, ég er ekki þjófur!" - því þá fyrst þarftu að passa þig.

Af hverju ekki eyða kynningarefni í að segja:

Við eru búin að kynna okkur stöðu bæjarfélagsins og við erum með tímasetta framkvæmdaáætlun sem hljóðar svona:

  • 17. júní 2010: Ókeypis í sund fyrir börn og gamalmenni
  • 1. september 2010: Ókeypis heita hádegismáltíð í grunnskólum
  • Föstudaginn 13. ágúst 2010: Sorphirðugjald hækkað um 100%
  • ...og svo framvegis...

Með þessu væri hægt að labba upp að bæjarfulltrúunum og hrósa þeim - eða skamma þá fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit.

Sumarliði Einar Daðason, 24.5.2010 kl. 10:32

3 identicon

Já ... það væri sennilega skref í rétta átt ef maður hefði trú á þó ekki væri nema einu einasta orði af því sem ráðviltir fulltrúar gömlu flokkanna segja.

Svo verð ég að bæta því við ... að ég efast um að það finnist einn einasti nýr kjósandi í Reykjavík, þ.e. Reykvíkingur sem er að kjósa í fyrsta sinn, sem ekki kýs Besta flokkinn. Svo kyrfilega tel ég fjórflokkinn hafa skotið sig í báða fætur í viðbrögðum sínum við vilja almennings í landinu að það mun endurspeglast langt niður í næstu árganga kjósenda.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband