Þurfum við svona mörg ráðhús?

Ekki veit ég hvað mörg ráðhús eru á Íslandi en þeim hefur fjölgað ört á síðustu árum. Bæjarstjórar hafa verið á góðum launum og fjölmargir starfa við stjórnun. Þegar nú er hart í ári þurfum við að skoða hvar við getum sparað án þess að það bitni á þeirri þjónustu sem raunverulega er veitt. Sameiningar sveitarfélaga eru ein leið, samvinna önnur og svo þurfum við öll að endurskoða hvað við erum að leggja mikið í yfirstjórn.

D-listinn í Árborg leggur til eftirfarandi:

a) Auglýst verði eftir bæjarstjóra á lægri launum en verið hefur
b) Bæjarfulltrúum verði fækkað úr 9 í 7
c) Boðleiðir verði styttar
d) Allir bæjarfulltrúar fái hlutverk hvort sem þeir eru í "minnihluta" eða "meirihluta"

Með þessu viljum við sýna gott fordæmi í verki. Með því að taka til í okkar nánasta umhverfi getum við betur virkjað aðra.

Ég er viss um það að þetta má skoða í öllum sveitarfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Eyþór minn, biddu fyrir þér. Forréttindastéttin sem er við völd núna mun aldrei taka nokkuð svona í mál. Sumir bæjarfulltrúar (vil ekki nefna nein nöfn hérna) líta á það sem sína heilögu skyldu að halda Status Quo, sama hvað á dynur. Og ef það þarf að setja upp húsnæði fyrir eigin atvinnurekstur... þá er það gert í öðrum hrepp, svo skattpíningin eigi ekki við þá.

Ógeðfellt í meira lagi, segi ég bara.

Heimir Tómasson, 25.5.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta eru ágætar tillögur. Sparnaðurinn hlýtur að byrja hjá bæjarstjórninni sjálfri. Níu bæjarfulltrúar er orðið nokkuð stórt ráð og fundir ættu að ganga betur fyrir sig hjá sjö manna ráði.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 25.5.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er sammála þér í þessari grein. Það er fyrir löngu kominn tími á að skera niður fitu þessa lands. Fækkun ráðhúsa er góð byrjun!

Sumarliði Einar Daðason, 26.5.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband