Álögur og gjöld

Bæjarsjóðir hafa verið með gott lánstraust enda gátu lánastofnanir treyst því að ef illa færi væri alltaf hægt að hækka álögur á íbúana. Nú er komið fram raunverulegt dæmi um hvernig hlutirnir geta farið á illa.

Það sem verra er; þetta gerist á "versta tíma".
Skattar, lán og nauðsynjar hafa snarhækkað á sama tíma og minna er í buddunni. Sveitarfélög og ríkisvaldið geta ekki gengið endalaust í sama vasann enda löngu búið að rástafa krónunni. Af þessum sökum eiga bæjar- og borgarfulltrúar að hafa það markmið að lágmarka álögur á íbúana og með það markmið að leiðarljósi verða þeir að forðast óþarfa og bruðl.

Á þetta leggjum við áherslu sem skipum D-listann í Árborg. Við viljum byrja á sparnaði hjá okkur sjálfum og fækka bæjarfulltrúum og minnka kostnað í stjórnkerfinu. Þannig fáum við almenna starfsmenn og íbúa betur með okkur í að takast á við verkefnin.

Sú leið að bæta lausafjárstöðuna með hörðum innheimtuaðgerðum kann að skila krónum í kassann í skamma stund en á erfiðum tímum þarf að sýna nærgætni og umburðarlyndi gagnvart þeim sem berjast í bökkum. Þegar við það bætist að sveitarfélag sé með staðfest íslandsmet í fasteignagjöldum er vert að fara varlega. Þess vegna viljum við breyta verkferlum í innheimtu hjá Árborg og höfum boðað að samningur við Intrum verði tekinn upp.

Byrjum á réttum enda - þannig nást markmiðin sem við þurfum að ná.


mbl.is Álag á íbúa Álftaness fram yfir árið 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Hárrétt Eyþór. Nú fer ég að skoða að flytja heim aftur.

Heimir Tómasson, 31.5.2010 kl. 01:39

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eyþór í bloggi minu i gær spyr eg hvað gerist með að við ráð þessa ráherra og hvernig það gengur ef skipti er á meirihluta,viltu svara þvi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband