Tímanna tákn

Vantraust á stjórnmálunum getur af sér nýjar leiðir bæði varðandi framkvæmdavaldið (ríkið) og bæjarstjórnir. Það að vinna þvert á flokkslínur, nota fólk sem ekki er í stjórnmálum og hleypa íbúum að ákvörðunum eru allt meðul sem kallað er eftir.

Það kemur því ekki á óvart að 80% styðji utanþingsráðherra. Þessi könnun er reyndar alveg í takt við þá könnun sem gerð var á Akureyri rétt fyrir kosningar en þar kom fram að 83% vildu ópólítískan bæjarstjóra þar á bæ. Stutt er síðan þessu var alveg öfugt farið en nú þarf að byggja upp traust og það þarf að hlusta á fólkið í landinu.


mbl.is Meirihluti vill utanþingsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hlusta á það, tala við það, umgangast það eins og jafningja - við erum öll "fólkið í landinu" - þið líka.

Helga R. Einarsdóttir, 1.6.2010 kl. 22:46

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Einmitt

Eyþór Laxdal Arnalds, 2.6.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Það sem er vandinn er að stjórnmálamenn hafa alltaf litið á sig sem valdamenn eða ráðamenn þegar þeir eru í raun bara þjónar fólksins í landinu.  Kannski væri ráð að þeir sem eru í stjórnmálum myndu fara að hugsa um sig sem þræla til að komast niður á jörðina.

 Helga þeir eru í raun ekki jafningjar heldur skör lægra en almenningur.

Einar Þór Strand, 2.6.2010 kl. 20:07

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Aaahh-- Einar, við skulum nú ekki fara að gera of lítið úr þeim, reynum fyrst að leiða þau til betri vagar, með góðu .

Helga R. Einarsdóttir, 2.6.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æ!! - vegar

Helga R. Einarsdóttir, 2.6.2010 kl. 21:18

6 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

utanþingsráðherra er gott orð. ópólitískur bæjarstjóri er ekki gott. það er ekki til ópólitískur maður eða kona í þeim skilningi. það verður hinsvegar fjandanum erfiðara að ráða fólk með starfsreynslu í einkageiranum til embættisstarfa .

Þór Ómar Jónsson, 5.6.2010 kl. 23:56

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég hjó sérstaklega eftir þessu:

"...það þarf að hlusta á fólkið í landinu."

Því langar mig að spyrja í kjölfarið, var það aldrei gert?

Sumarliði Einar Daðason, 6.6.2010 kl. 13:04

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Þór,

samkvæmt sveitarstjórnarlögum er talað um framkvæmdastjóra þótt leyfilegt sé að tala um bæjarstjóra. Enginn er hlutlaus eða fyllilega ópólítískur það er rétt.

Sumarliði: Það er meiri þörf á að hlusta á fólkið í landinu nú en nokkru sinni síðustu áratugina. Það eru mörg merki þess.

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.6.2010 kl. 22:41

9 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Einar: Það er að vissu leyti rétt hjá þér að þeir sem eru í stjórnmálum eru "skör lægra en almenningur" eins og þú orðar það. Margir uppskera vanþakklæti í grunnlaun og veruleg hætta er á að fáir vilji feta þessa slóð. Ég er ekki viss um að það sé góð þróun.

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.6.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband