28.11.2010 | 13:16
Er þjóðin óhæf?
Einn af frambjóðendum til stjórnlagaþings er Jónas Kristjánsson pistlahöfundur. Niðurstaða hans í dag er sú að íslenska þjóðin sé óhæf um að stjórna sér. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að innan við helmingur á kjörskrá skuli kjósa. Sögulega lítil þáttaka er honum greinileg vonbrigði en getur verið að þjóðin telji mikilvægari verkefni og brýnni en að taka þátt í þessari tilraun? Ég leyfi mér að treysta þjóðinni til að meta það sjálf hvenær hún kýs að fara á kjörstað. Virðum rétt fólks til að kjósa og líka til að kjósa ekki.
Íslenska þjóðin hefur sýnt það að henni er ekki sama eins og þegar 62,72% kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana. Þáttaka undir 50% í stjórnlagaþingi þar sem fólk var hvatt til þáttöku hlýtur því að vera mikið umhugsunarefni.
Víða um heim er verið að kljást við afleiðingar fjármálahruns. Þar leita menn oft í undirstöður samfélagsins og vilja margir treysta þær stoðir frekar en að veikja þær. Skoða hvað fór úrskeiðis í framkvæmd frekar en að hrófla við þeim sáttmálum sem samfélagið byggir á.
Leyfi mér að endurbirta pistil Jónasar Kristjánssonar frá því í dag hér að neðan:
"Þjóðin er óhæf"
"Öll saga lýðveldisins sýnir, að Íslendingar eru óhæfir um að stjórna sér. Hrunið er eðlileg niðurstaða samfélags, þar sem fífl kjósa fífl til að auðvelda fíflum að stela peningum. Ekki bætir úr skák, þegar þjóðin fær í fyrsta sinn tækifæri til að kjósa persónur framhjá fjórflokknum. Þá nennir neyzlufólk bara alls ekki á kjörstað. Unga fólkið liggur uppi í sófa og étur popp. Innan við helmingur á kjörskrá nennir að uppfylla skyldur borgara í lýðræðisþjóðfélagi. Því skulum við leita á náðir Evrópu og evru. Þeim mun fyrr náum við þeirri farsælli stöðu að geta látið aðra um að stjórna okkur."
(tekið af jonas.is)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Getur verið að tiltekinn 30% flokkur hafi með afstöðu sinni átt sinn þátt í að ekki mættu fleiri á kjörstað? Venjulega hvetja allir flokkar fólk til að mæta. Svo var ekki nú að því er virðist.
Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 14:23
Sæll Björn. Það er rétt að flokkarnir voru ekki með sérstaka kosningabaráttu en þó hvatti forsætisráðherra fólk til að kjósa. Ef ég man rétt var fólk frekar latt til þess að nýta sér kosningaréttinn af sama ráðherra fyrr á árinu. Nú er staðfest að kjörsókn var innan við 40% eða 36,77%. Það er rúmlega helmingur af því sem þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave fékk. Þó Sjálfstæðisflokkurinn sé stór flokkur hef ég enga trú á því að hann hafi eða geti haft svona áhrif á kjörsókn fólks. Það þarf aðrar skýringar við. Mikil umræða hefur verið um svonefndan fjórflokk annars vegar og persónukjör hins vegar. Hér eru því ákveðin skilaboð sem vert er að gefa gaum. Kosningarétturinn er réttur en ekki skylda þótt Jónas Kristjánsson kalli það "skyldu borgara í lýðræðisþjóðfélagi". Enn hafa menn rétt til að kjósa ekki - ef þeir kjósa svo.
Eyþór Laxdal Arnalds, 28.11.2010 kl. 15:24
Sæll Eyþór
Takk fyrir að samþykkja mig sem Bloggvin.
Ég var reyndar í framboði til Stjórnlagaþings.
Það eru nokkur atriði sem gera þessa litlu þátttöku:
1. Það voru svo margir þátttakendur að ljóst var að menn kæmust ekki í gegnum að kynna sér þá alla.
2. Upplýsingar um aftöðu þátttakenda til mála voru ekki nægrar.
3. Efnislegar umræður um það sem máli skiptir þegar valið er til stjórnlagaþings voru litlar í fjölmiðlum. Meira rætt um formið svo sem blýantana sem voru valdi, talningarkerfið osfrv.
4. Sjálfsgæðismenn sögðu sem svo, "það er nær að...gera eitthvað annað en þetta" eða þannig.
Því fór sem fór.
Kveðja,
Guðjón
Guðjón Sigurbjartsson, 28.11.2010 kl. 15:25
Margt er nú orðið Sjálfrstæðisflokknum að kenna kannski Davíð hafi verið á bak við þetta. Ég tel byggt á því sem að ég hef heyrt í kringum mig að fólk telji þetta ekki vera það atriði sem mest liggur á svona eins einn sagði þetta er svipað og að það kvikni í eldhúsinu og maður haldi áfram að skúra stofuna
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.11.2010 kl. 16:47
Tek fram að ég kaus enda er ég á því að það eigi að nota réttin til þess dreg síðan ekki dul á það að ég vona að umræddur frambjóðandi nái ekki kjöri það er mín skoðun að ef þetta sé skoðun hans á þjóðinni sé það sóun á starfskröftum hans að vinna fyrir þennan skríl sem hann telur okkur vera.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.11.2010 kl. 16:51
Tek fram að" Sjálfsgæðismenn" er prentvilla :) Það er e.t.v. ekki rétt ályktað að þátttaka sjálfstæðismanna hafi verið minni en annarra. Maður heyrði samt nokkra þeirra segja að að þetta væri ótímabært og tímasóun. En þetta vara hávær krafa á Austurvelli á sínum tíma. Þá er spurningin hvort það á nokkuð að hlusta á mótmælendur? Eru þeir nokkuð þversnið þessarar gáfuðu þjóðar?
Guðjón Sigurbjartsson, 28.11.2010 kl. 17:38
Jóhanna getur þakkað sjálfri sér að niðurstaðan varð 40%-60% í mínus fyrir hanna og því hlýtur stjórnlaga þingið að verða blásið af.
Þjóðin hefur hafnað þessu máli og þjóðin hafnaði líka Iceave með a 60% atkvæða en á því hefur Jóhanna ekki tekið mark. Þarf virkilega riffla til að þessi stjórn Jóhönnu bifukollu fari að skilja?
Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2010 kl. 20:41
Ótrúlegur hroki hjá Jónasi en því miður algengt núna hjá ýmsum sjálfskipuðum gáfumönnum að tala svona niður til fólks.
Líklega best að hætta við þetta stjórnlagaþing og draga uppsagnir nokkurra tuga heilbrigðisstarfsmanna til baka fyrir peninginn sem sparast.
Þorsteinn Sverrisson, 28.11.2010 kl. 21:13
Þorsteinn, það er ekki hroki að tala niður til svonefndra menntamanna.
Hvað er annars menntamaður?
Hér er allt komið á háskólastig! en svokallaðir menntamenn sem sitja á alþingi hafa haft Stjórnarskrá til að fara eftir í 66 ár eða lengur. Fjölmargir þeirra eru lögfræðingar eða stjórnmálfræðingar.
Þeir víla samt ekki fyrir sér að setja lög sem ganga þvert á Stjórnarskránna.
Væri ekki betra að farið væri eftir þessari sem er, áður en hrært er í henni?
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 00:28
Hvort sem hroki manna er meiri eða minni en æskilegt er, þá er allt að einu umhugsunarvert að menn skuli lýsa tiltekið val meirihluta þjóðarinnar rangt.
Þeir einstaklingar sem skipað hafa sér í forystusveit í stjórnmálum og álitsgjöf í þjóðmálaumræðunni verða að gera sér grein fyrir því að veröldin nær víðar en sem nemur þeirra persónulega askloki.
Það má vel vera að þeim þyki núverandi forsætisráðherra vera algjör gufa, að fyrrverandi seðlabankastjóri sé illgjarn harðstjóri og þar fram eftir götunum. Þó þetta sé skrifað aftur og aftur í dagblöð, mælt fram á öldum ljósvakans eða ritað á rafrænu sniði í blokkheimum, þá öðlast þetta ekki meiri vigt við endurtekninguna.
Uppi í Grafarvogi, í Sandgerði, á Eskifirði, í Fljótunum eru Jónar og Gunnur sem hafa allt aðra skoðun en hinir upphöfnu mannkynsfrelsarar í Reykjavík. Þeir hinir framannefndu Jónar og Gunnur hafa ekki minni rétt á að hafa skoðun og láta hana í ljós, eins þótt þau skrifi ekki í blöðin eða bloggi dag hvern.
Krafan er: hækka asklokið
Flosi Kristjánsson, 29.11.2010 kl. 10:05
Góður pistill Eyþór. Við lestur þessarar greinar Jónasar kemur manni ekki á óvart að fólk hafi látið sig vanta á kjörstað, vonandi verður manni með slíkar skoðanir ekki veitt brautargengi á stjórnlagaþingið ?
Og ekki vantaði nú hrokann í Guðrúnu Pétursdóttur í morgunútvarpinu sem sagði að 40% þjóðarinnar hefðu tekið þátt ?? Fer hún ekki heldur frjálslega með námundunina, nær væri að segja 35% !
Sigurður Sigurðsson, 29.11.2010 kl. 10:10
Það var verið að kjósa hóp til að koma með tillögur um breytingar á stjórnaskrá, það að 40% telja sig hæfa til að velja hópinn er nokkuð gott sjálfsmat að mínu mati. Hinsvegar eru margir sem kjósa ekki vegna þess að þeir telja sig ekki hafa vit á þessum málum og ber að virða það.
Það var ekki verið að kjósa um stjórnarskrá.
Júlíus Björnsson, 6.12.2010 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.