Holland og Hollande: Nýtt misgengi?

Stefna Þjóðverja í evrukrísunni hefur verið ofan á hingað til og áherslan hefur verið á niðurskurð og takmarkaða peningaprentun. Tekist hefur að skipta um óþæga stjórnmálamenn í Grikklandi og á Ítalíu til að knýja á um niðurskurð og kerfisbreytingar. Vandinn hefur samt breytt úr sér ekki síst á Spáni og svo eru ákveðnar þjóðir sem láta oft ekki auðveldlega að stjórn. Holland hefur ítrekað hafnað grunnbreytingum á Evrópusambandinu meðal annars í þjóðaratkvæðagreiðslum og nýlega féll Hollenska stjórnin þegar fara átti þýsku leiðina í aðhaldi.

Nú eru semsagt kosningar bæði í Hollandi og Frakklandi þar sem forsetaframbjóðandinn Hollande er sigurstranglegastur. - Fánar þessara tveggja ríkja er næstum eins með rauða, hvíta og bláa strípu. - Seinni hluti forsetakosningarna í Frakklandi fer fram eftir viku og svo er búið að ákveða kosningar 12. september í Hollandi eftir að ríkisstjórninni tókst ekki að ná saman um fjárlög. Portúgal, Ítalía (og Írland), Grikkland og Spann (PIGS) hafa glímt við skuldavandann með niðurskurði. Nú eru það Holland og Frakkland sem "svíkja lit" og virðast ætla að kjósa sér stjórnmálamenn sem fara gegn stefnu Þjóðverja. Misgengið er að færast til. Augu manna hafa verið á PIGS en nú bætast við Holland og Frakkland (HF).

Þannig kalla Holland og Hollande á ný viðbrogð frá Berlín og Frankfurt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband