Jákvæður tónn

Sólin skín á Suðurlandi. 

Það er jákvæður og uppbyggilegur tónn í öllu sem hefur komið fram varðandi tilvonandi ríkisstjórn.

Fólk hefur miklar væntingar um skuldalækkanir, en jafnframt er trú á að álögur verði lækkaðar og atvinnulífið fái að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið

Óska öllum til hamingju með þessa ríkisstjórn og vona að hún standi undir væntingum og vonum.  


mbl.is Jákvæð og bjartsýn ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Eyþór;

Mikill léttir að losna við það óhæfa og hrútleiðinlega pakk, sem hér hefur hangið á valdstólunum síðan 1. febrúar 2013.  Nú geta landsmenn leyft sér að vona, að forysta landsins berjist fyrir þjóðarhag, en sé ekki 5. herdeild erlends ríkjasambands, sem gengið er með grasið í skónum á eftir.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 22.5.2013 kl. 20:54

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Burtséð frá pólitík þá er þessi sunnlenska sól í dag kuldasól og ekkert jákvæð! Í nótt verður þar sums staðar frost og er þegar komið sums staðar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2013 kl. 00:08

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Mér urðu á augljós pennaglöp.  Ártalið á auðvitað að vera 2009. 

Maður finnur til augljóss léttis, og ég verð þess áskynja, að svo er um marga.  Það er eins og að skipt hafi verið um lestarstjóra.  Sá gamli rataði ekki á leiðarenda, og farþegarnir voru að verða úrkula vonar.  Nú verður maður þess áskynja, að nýi lestarstjórinn er með rétta kortið og fær dygga aðstoð við að rata eftir því. 

Það var eins og við manninn mælt, að um nónbil stytti upp og glaðnaði til í Kraganum.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 23.5.2013 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband