hmmm...var þetta tækifæri ekki fyrir 4 árum??

Var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki "forsætisráðherraefni" Samfylkingarinnar fyrir 4 árum? Varla eru aðstandendur kvennahreyfingar Samfylkingarinnar búnir að gleyma því?

Greip þjóðin tækifærið fyrir 4 árum?  Nei

Reyndar komst Ingibjörg ekki inn á þing, en varð fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Er kannski átt við eitthvað annað embætti? "Kvenforsætisráðherra" er kannski eitthvað annað en forsætisráðherra? Eða hvað?


mbl.is Segir sögulegt tækifæri gefast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sporin hræða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ingibjörg tilkynnti um framboð sitt til þings árið 2002. Það gerði hún miðvikudaginn 12. desember 2002 eins og frægt er. Það er hins vegar alveg rétt hjá þér að það var árið 2003 sem hún var sett fram sem sérstakt "forsætisráðherraefni", en það tilkynnti hún ásamt þáverandi formanni Samfylkingarinnar Össuri Skarphéðinssyni þ. 12. janúar á blaðamannafundi á Hótel Borg. (jafnframt lýsti Ingibjörg því yfir að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram gegn Össuri í formanninn).

Hvað sem einstökum dagsetningum líður þá gekk þetta ekki síðast. Takk fyrir athugasemdirnar.  

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.2.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Hummm....rúllaði Ingibjörg ekki án hjálpar út af þingi fyrir Kvennalistann forðum?  þ.e. áður en henni var HAFNAÐ 2003 sem "forsætisráðherraefni"   Samfylkingar!

Vilborg G. Hansen, 25.2.2007 kl. 00:08

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bíddu hægur Ægir, hver var það sem fyrstur bauð Halldóri forsætisráðherastólinn gegn samstarfi eftir kosningarnar 2003? Var það ekki Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar? Og það var ekkert verið að ræða um hálft kjörtímabilið þá heldur allt.

Þess utan man ég ekki betur en að fjölmargir hafi strikað yfir Ingibjörgu Sólrúnu á kjörseðlinum 2003 ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.2.2007 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband