dr. Hannes, leikskólabiðlistar og íþróttamannvirki á laugardegi

Í dag var haldinn fundur um leikskólamál á Hótel Selfossi. Fundarefnið voru leikskólamál í Árborg og voru þau Snorri Finnlaugsson bæjarfulltrúi og Ragnheiður Guðmundsdóttir foreldri með framsögu. Þetta var annar fundur sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi, en mikill kraftur er í félaginu um þessar mundir.

Fyrsti frummælandinn í fundarröðinni var dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson en erindi hans hét; "Er ójöfnuður og vaxtaokur á Íslandi?" Erindið var mjög fróðlegt og vel rökstutt.

Næsti fundur - eftir viku - verður um íþróttamannvirki og þörf á þeim í Árborg, en nýlega gerði nágrannasveitarfélgið Ölfus metnaðarfullan samning um uppbyggingu mannvirkja í Þorlákshöfn. Spurningin er: Af hverju situr Árborg eftir?

Sjá nánar á www.xdarborg.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hún er nú ekki metnaðarfyllri en það að 1900 fm hús kostar yfir 600 milljónir. Þetta er eitthvað sem við í Árborg viljum ekki.

kv tommi.blog.is

Tómas Þóroddsson, 24.2.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hvað viljið þið?

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.2.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband