5 ára

Nú er þess minnst að fimm ár eru liðin frá því stóru bankarnir féllu á Íslandi svo eftir var tekið um allan heim. Þetta voru erfiðir óvissutímar og nágrannar okkar Bretar lögðu sitt pund á vogarskálarnar með því að setja landið á lista yfir hryðjuverkahópa. Seinna kom í ljós að þeir voru í raun skelfingu lostnir vegna eigin banka sem voru dauðvona á sama tíma.

Á þessum tímamótum er rétt að þakka það sem vel var gert. Ísland reyndi ekki að bjarga bönkunum þó mjög væri að ríkinu og lífeyrissjóðum sótt með björgunarpakka. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna áttu að fara í pakkann. Slíkur pakki hefði litlu sem engu skilað en með honum hefði íslenska ríkið farið í þrot og lífeyrissjóðirnir skaðast illilega. Hugmyndir um gjaldeyrislánalínur án veða frá Seðlabankanum hefðu farið sömu leið. Sú staðfesta að reyna ekki að bjarga sökkvandi bönkum með heimilssilfrinu er ekki sjálfsögð. Margar vesturlandaþjóðir settu ómælt fjármagn í eigið fé, lánalínur, björgunarsjóði og ábyrgðir fyrir fallandi banka sína. Þessar þjóðir hafa ekki leyst þau vandamál sem slíkar aðgerðir sköpuðu. Við skulum minnast þess að hér var ekki fallið fyrir þeirri freistingu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn er ekki búið að gera þann nauðsynlega aðskilnað í rekstri fjárfestinga og útlánastarfsemi banka, sem vinstri stjórn lofaði og manni er spurn hvort núverandi stjórn hefur nokkurn áhuga á þvví heldur. Þ.e. að koma í veg fyrir að gamblað verði með sparifé fólks, sem er lykillinn að meininu.

Meira að segja i bandaríkjunum eru fjárfestingabankar undanþegnir tryggingum. Goldman Sachs breytti skilgreiningu sinni kortér fyrir hrun í þjónustubanka til að vera gjaldgengir til björgunnar. Sem sýnir ófyrirleitnina og gallaða löggjöf.

Bankar eiga að skilgreinast annað hvort sem þjónustubankar eða fjárfestingarbankar. Þessu á ekki að vera hægt að steypa saman. Ef bankar vilja svo breyta skilgreiningunni þá þurfa þeir að gera sig upp, loka og stofna nýtt apparat.

Fjárfestingabankar eiga að vera ábyrgir fyrir sjálfum sér og ekki eiga rétt á björgun frá tryggingasjóðum né opinberum tryggingum. Þeir geta tryggt sig hjá tryggingafélögum, sem myndu veita þeim það aðhald sem þarf, ef það eru til tryggingafélög sem vilja tryggja spilavíti.

Veist þú til þess að hægri flokkarnir hafa einhverja stefnu í þessum málum? Láta menn sér það lynda að enn sé dúkað borð fyrir annað og stærra hrun?

Framsóknarflokkurinn hlaut kjör fyrst og fremst fyrir loforð um að færa peningaprentun frá bönkunum sjálfum yfir í Seðlabankann. Síðan hefur ekki verið ekki verið minnst á þetta einu orði. Haldi bankar áfram þessum rétti, sem þeir hafa þó aldrei formlega né lagalega hlotið, er þá nokkur von um að Seðlabankinn geti haft nokkra stjórn á gengi gjaldmiðilsins? Er það ekki kjarni vandans?

Mikið er talað um hrun og kreppu og þá sérstaklega fjármála og bankakreppu. Þetta "meme" er endurtekið í sífellu þótt staðreyndin sé sú að bankar eru fullir af peningum, eru í höndum kröfuhafa og skili blussandi hagnaði á meðan alþyða manna er með sömu laun og 2007 ef ekki lægri eftir 70% gengisfall. Verðhækkanir á matvöru og nauðsynjum hefur svo verið samkvæmt gengisfalli í ofanálag, svo vænta má að kaupmáttur hafi í raun rýrnað um 140%. Nefnum svo ekki verðtrygginguna, sem er náttúrlega feitasta mjólkurkú bankanna.

Svo voga menn sér að segja að kjarabætur hleypi af stað verðbólgu. Laun geta hækkað 100% á launamarkaði án þess að svo verði í þessari stöðu. Það er álagningin sem þarf að setja þak á og taka strangt á, svo þessum hækkunum verði ekki stolið jafn óðum. Það er verðbólguvaldurinn. Það er tómt mál að tala um samkeppnislögmál í fakeppninni hér. Ef eitthvað er Á hefur verslun færst á færri hendur eftir hrun og í mjög mörgum tilfellum í hendur sökudólganna sjálfra, bankanna.

Eru menn að horfa á þetta stóra samhengi eða sitja þeir bara með krosslagða fingur og vona að sauðirnir séu svo dofnir að þeir verði til friðs og kalli ekki á kjarabætur?

Hvað sem menn reyna nú að sporna við með innflutningi ódýrs vinnuafls til að grafa undan kjörum með "default" atvinnuleysi á vinnumarkaði eins og trikkið er í ESB, þá mun verða uppreisn á vinnumarkaði strax upp úr áramótum. Það gæti orðið endir þessarar ríkistjórnar hinna efnameiri, með stjornarkreppu til frambúðar eftir það. Fólk lætur ekki nauðga sér endalaust.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2013 kl. 02:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einu hugmyndirnar sem eru á lofti nú, er að þjóðnýta lífeyrissjóðina á borði og breyta þeim í gamblimg asset fyrir bankana. Easy money. "Fé án hirðis."

Þessi glæpsamlega stefna getulausra og spilltra stjórnmálamanna ætti að vekja spurningar um hvað þeir ætla að gera þegar næst smellur. Í hvaða vasa á þá að fara? Á að fara í innistæður fólks, eins og er orðin common practice í cleptocrasíu ESB og USA? Sósíalisma andskotans sjálfs.

Fordæmin eru allavega fyrir hendi og vafalaust freistandi.

Hvað heldur þú?

Hafa menn kannski ekki haft ráðrúm til að hugsa þetta til enda þarna í koníaks og vindlaeymnum?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2013 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband