Eftirlitsiðnaðurinn vex

Þjóðarframleiðsla Íslands hefur vaxið meira en flestra annara þjóða sem við berum okkur saman við. Hluti af þessari aukningu er til kominn vegna fjölgunar á vinnumarkaði og hluti vegna aukinnar framleiðni. Stór hluti þjóðarframleiðslunnar er fólginn í umsvifum ríkis og sveitarfélaga Flestir hagfræðingar eru sammála um að þar megi ekki auka á svo illa fari í þenslunni. Flest af því sem ríki og sveitarfélög gera er mikilvæg þjónusta, ekki síst á sviði menntunar-, heilbrigðis- og öryggismála.

En svo er annað sem skilar litlu...

Eitt af því sem vex þó hraðar en þjóðarframleiðslan er eftirlitsiðnaðurinn. Að vissu leyti hefur hann vaxið vegna EES samningsins, en um margt hefur hann vaxið vegna þess að enginn getur verið beinlínis á móti því góða starfi sem þar er unnið. Lausnir VG á vanda virðast vera auknir skattar og stærri opinberar stofnanir. Ekki síst opinberar eftirlitsstofnanir. Auðvitað bera fyrirtækin kostnað af öllu því eftirliti sem er með þeim. Á endanum er það launþeginn - karl eða kona - sem borgar brúsann. Því miður er ekkert ókeypis.

Lausnin hjá VG er ekki fólgin í því að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum, heldur að herða tökin og skattheimtuna. Konur á Íslandi taka meiri þátt í atvinnulífinu en víðast annars staðar. Háskólamenntun kvenna er að stóraukast. Þetta eru skref í rétta átt.

Er ekki betra að bæta og auka tækifærin frekar en eftirlitið?
Léttari byrðar á fyrirtæki hækka laun!


mbl.is VG vill veita Jafnréttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Léttari byrðar á fyrirtæki hækka laun!

Ósammála. Léttari byrðar á fyrirtæki auka hagnað þeirra. Það er ekkert samasem merki á milli þess og að sá hagnaður renni til starfsfólks eða neytenda almennt.

Gúrúinn, 25.2.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Til að byrja með þá verður til atvinnuleysi ef fyrirtækin ganga ekki. Ef fyrirtækin skila tapi lengi enda þau í gjaldþrotum. Hærri kaupmáttur er bein afleiðing bættrar afkomu fyrirtækja, enda verður til samkeppni um vinnuafl þegar fyrirtækjum gengur vel.

Varla stuðlar aukin skattheimta að auknum kaupmætti launafólks?

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.2.2007 kl. 13:34

3 identicon

Þegar rætt er um konur og fyrirtæki hjá VG virðast þeir aldrei líta til staðreynda á síðu Friðbjörns Orra er að finna skemmtilegar staðreyndir sem tala sínu máli http://frjalshyggja.is/orri/index.php?id=3693

eða

http://frjalshyggja.is/orri/index.php?id=3680 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband