Lestarslys óumflýjanlegt?

Um helgina hefur ýmislegt gerst í málefnum Írans á meðan beðið er viðbragða SÞ:

Condi Rice lagði áherslu á diplómatíska lausn
Íranir skutu upp fyrstu eldflaug sinni upp í geiminn
og Ahmadinejad sagði í dag að nú væri kjarnorkuáætlunin "eins og lest án hemla"

"The train of the Iranian nation is without brakes and a rear gear,"sagði forseti Írans á fundi með klerkum í dag "We dismantled the rear gear and brakes of the train and threw them away sometime ago." (Associated Press)

Lest án hemla er ávísun á lestarslys. Verri líkingu er vart að finna.

Vonandi hlustar Ahmadinejad á utanríkisráðherra múslímaríkjanna og skiptir um skoðun, nær sér í hemla eða skiptir um gír.


mbl.is Ráðherrar múslímaríkja segja höfuðatriði að leysa Íransdeiluna friðsamlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Sæll frændi (4 og 5 ættarliður), lestarslys kalla það sumir kannski, óréttmæt árás á þjóð sem vill ekki láta vaða yfir sig á blóðugum skónum segja aðrir, eins og ég t.d. Hvað réttlætir það að vestrænar þjóðir megi framleiða kjarnorku en ekki Íran t.d. ? Eru Íranir að brjóta alþjóðalög? Nei er svarið. Bandaríkjamenn og þeirra bandamenn eru aðeins að búa til ástæður til að ráðast inn í enn eitt landið, það hljómar kannski kjánalega núna en það hljómaði líka kjánalega áður en ráðist var á Afganistan og Írak.

Björgvin Gunnarsson, 26.2.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband