Eignaupptaka á Álftanesi?

Á sama tíma og fasteignamat hækkar er eðlilegt að fasteignaskattstuðull sveitarfélaganna lækki. Þegar fasteignamat hefur tvöfaldast eins og dæmi eru um er ekki sanngjarnt að halda stuðlinum óskertum. Á Álftanesi hefur "Á-listi" vinstri manna (sem nú er kallaður "Álagningarlistinn") ákveðið að hafa fasteignaskattinn 0,32% í stað 0,26% eins og D-listinn vildi. Munurinn er um 50 þúsund krónur að jafnaði.

Mikil umræða hefur verið um að afnema fasteignaskatta á eldri borgara. Heimild er í lögum að veita afslætti tengda tekjum og nýta öll sveitarfélög þessa leið að einhverju leiti. Nú hafa álögur á Álftanesi hækkað verulega á eldri borgara og er svo komið að þeim er nóg boðið.

Óhófleg skattlagning á eignir er ekkert annað en eignaupptaka. Eignaskatturinn er aflagður en þetta kemur þá í staðinn!


mbl.is Eldri borgarar á Álftanesi mótmæla hækkun fasteignagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Þarna sannast nú einmitt hvað gerist um leið og vinstri flokkarnir ná völdum, ekki satt!

Vilborg G. Hansen, 25.2.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband