Hvað er svifryk? Hvaðan kemur það?

Það er alveg ljóst að aðaluppspretta svifryks í Reykjavík er malbikið:

"Samkvæmt umhverfissviði borgarinnar er rúmur helmingur svifryks í Reykjavík uppspænt malbik, 10-15% er sót og afgangurinn um 25%, er af náttúrulegum völdum."(af mbl.is)

Það sem er samt athyglisverðast er að sótið er aðeins brot af heildinni. Útblástur bíla virðist af þessu vera aðeins lítill hluti svifryksins.

Í ítarlegri skýrslu sem finna má á vef Vegagerðarinnar kemur í ljós að sót frá bílum er í raun aðeins 7%, agnir úr bremsuborðum eru 2%, salt heil 11%, jarðvegur um 25% og svo malbik 55%.

Útblástur bíla hefur því minniháttar áhrif, þó eflaust megi gera betur.

Regn, vindur og gróður geta svo dregið úr mettuninni, en best er að koma í veg fyrir svona mikið svifryk. - Nagladekk og saltaustur auka magnið.

Erfitt er að ímynda sér að aukin notkun Strætó leysi málið þó því sé oft haldið fram, enda spæna strætisvagnar malbiki margfalt á við fólksbíla. - Þungir bílar eru jú taldir valda margföldu sliti á malbiki - sem er jú höfuðuppspretta mengunar þessarar.

Lítið hefur verið gert til að sporna við þessari mengun síðustu árin (en skýrslan er 3ja ára), en nú hefur umhverfisráð Reykjavíkur tekið af skarið í þessu efni, enda kominn nýr meirihluti í borgarstjórn. . .

 


mbl.is Útlit fyrir minni loftmengun í Reykjavík á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

NB strætó er ekki á nöglum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Góður punktur - aðalatriðið er svo að í skýrslunni er staðfest að uppspretta svifryks er ekki útblástur bíla: öfugt við það sem margir halda.

Eyþór Laxdal Arnalds, 26.2.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stór átaks er þörf til að halda svifrykinu í lágmarki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Sófus, loftbóludekk eru fín, eini gallinn við þau að þau spænast upp á sumrin og þú endar með gatslitin dekk næsta haust. Loftbóludekk á að nota sem vetrardekk og seta sumardekk undir þegar ekki er þörf fyrir aukið grip.

Nagladekk eru mesta blekking, þau gera gott í sárafáum tilfellum þar sem ísing er, gera ekkert gagn í snjó nema búa til falskt öryggi. Snjódekkinn sem naglarnir eru í gera gagnið, ekki naglarnir sjálfir.

Júlíus Sigurþórsson, 26.2.2007 kl. 22:53

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Tók sérstaklega eftir punktinum "Nagladekk og saltaustur", þar ertu kominn inn á punkt sem fáir vilja viðurkenna það er einmitt þáttur saltsins í þessu öllusaman.  Eitt sinn sagði vitur maður mér að saltið væri ágætt en það leysti þó upp bindinguna í malbikinu sem eyddist svo hraðar fyrir vikið.  Spurning er kannski hvort ekki megi draga úr þessum saltaustri á götur borgarinnar?

Óttarr Makuch, 26.2.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er málið banna Naggladekk!!!! /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 26.2.2007 kl. 23:54

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er nú ekki saltið sem notað er á göturnar sem er uppistaða salts í þessu ryki. Það er saltið sem kemur úr sjónum og öðrum náttúrulegum uppsprettum ryks. Hættulegasta rykið eða agnirnar í þessu svifryki eru þær sem eru minnstar. Þær minnstu koma einmitt út í andrúmsloftið af mannana völdum í gegnum brennslu eldsneytis. Það sést nú lítið til núverandi borgarstjórnar í þessu sambandi svo ekki sé talað um lítin áhuga hennar á umferðaröryggismálum.

http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Loftgaedi/Svifryk/

Birgir Þór Bragason, 27.2.2007 kl. 00:45

8 Smámynd: Jón Lárusson

Tel að með breyttum útblástri bifreiða muni draga úr heilsuspillandi þáttum í loftmengun. Mikil umferð sem sífellt stoppar og tekur af stað dælir hættulegum ögnum í loftið. Ríkið ætti að hætta að yfirbjóða verð á díselolíu til einkabifreiða og hvetja til þess að bensínbílum fækki.

Svo er það spurningin um malbikið. Nagladekkjum hefur fækkað mikið síðustu ár vegna mikils áróðurs. Gæti hugsast að blandan í malbikinu hafi breist á þann hátt að það er endingaminna en áður og því þurfi minna til að leysa það upp.

Ég held að orsök aukinnar mengunar í Reykjavík sé margþætt og til að geta unnið á henni þurfum við að skoða alla þætti og leita lausna á þeim öllum í einu.

Jón Lárusson, 27.2.2007 kl. 08:44

9 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Held að nagladekk séu eitthvað sem fólk treystir af gömlum vana, sjálfur hef ég notað nagladekk, loftbóludekk og aðrar gerðir naglalausra dekkja. Mín skoðun og reynsla er að loftbóludekkin séu bestu dekkin, virka vel, með gott grip hvort sem er í snjó hálku,eða á auðu malbiki. Þeirra veiki punktur hins vegar er á glæra svelli með vatni yfir, en sem betur fer eru þær aðstæður nú ekki oft fyrir hendi. Svo vona ég að menn fari nú að hætta þessum saltaustri á göturnar og fari að nota sand eða bara að sleppa þessari vitleysu alveg. Nær væri að fólk færi að aka eftir aðstæðum, en ekki treysta á að "aðrir" taki á vandanum fyrir þá með að salta göturnar, þannig að í fölsku öryggi aki menn  um eins og það sé sumar

Anton Þór Harðarson, 27.2.2007 kl. 10:23

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

"aðalatriðið er svo að í skýrslunni er staðfest að uppspretta svifryks er ekki útblástur bíla: öfugt við það sem margir halda."

Það sem margir halda er nú enginn sannleikur. Það sem að við getum gert til að minnka svifryksmengun er að hætta að nota nagladekk og nota meira af almenningssamgöngum. Það hlýtur að vera betra að nota strætó (sem er ekki á negldum) en að allir keyri um á allt of mörgum bílum (það eru um 50% á negldum). Þetta myndi leiða til minnkandi umferðar, þannig að þeir sem verða að vera á bílum komast hraðar á milli staða og eyða minna eldsneyti (sem þó er ekki alvaldur af svifryki ;) og spæna minna upp af götunum (sem veldur miklum hluta svifryks :) 

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 14:20

11 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég er ekki viss um þetta með slit strætó. Það er talið að þungflutningsbifreiðir slíti á við 70 fólksbifreiðar og strætó ætti að slíta eitthvað í líkingu við það. Það er þó ekki víst. Skýringin á sliti þungaflutningsbíla getur verið áhrif þeirra á undirlagið. Það er ekki víst að þeir hafi sömu áhrif í borg og úti á vegum. Það getur einfaldlega verið að upphækkaðir vegir þoli minna og einnig að þjöppun á vegum sé meiri í borg en á úti á þjóðvegunum utan þéttbýlis.

Kjarninn  í þessu máli er ekki hvaða skoðun við höfum á svifrykinu per se. Það lýtur ekki pólitíkinni. Það þarf bara að kanna orsakir þess og koma með ráð til úrbóta - Síðan þegar forsendur og möguleikar liggja fyrir, þá er hægt að hafa pólitíska skoðun hvaða leið verður valin.

Jón Sigurgeirsson , 1.3.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband