Væntingar hafa áhrif

Ef efnahagsmál verða aðalkosningamálið í vor verður á brattann að sækja fyrir stjórnarandstöðuna. 
Ef eitthvað er að marka væntingar almennings.
  

Gallup mælir væntingavísitöluna í hæstu hæðum nú í febrúar og fer hún í 149,9 stig. Þessi háa mæling á væntingum er sú hæsta sem mælst hefur síðustu 5 ár. Þetta er ansi merkilegt í ljósi hárrar verðbólgu að undanförnu. Vísitalan er 50% yfir miðgildi sem er verulegt. Sterk fylgni er með einkaneyslu og væntingavísitölu. Ætla má að húsnæðismarkaður styrkist frekar en hitt.

 

 væntingavísitala Gallup
(af capacent.is)


mbl.is Íslendingar bjartsýnir samkvæmt Væntingavísitölu Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er áhugavert að velta fyrir sér væntingum og efndum og raunverulegum lífsgæðum Eyþór. Rosalegar sveiflur í þessari vísitölu Gallup (heitir þetta ekki Capacent núna?) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.2.2007 kl. 12:39

2 identicon

Ég bíð spenntur eftir næstu gengsifellingu sem verður líklegast á næstu 10 árum. Upplýsingaiðnaðurinn varð fyrir barðinu árið 2000-2002. Orkuiðnaðurinn 2010?

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað eigum við að vera bjartsyn,og það er það sem XD stendur fyrir að halda þvi áfram,En það tekst ekki með Framókn í famhaldi!!! Allvega óskhyggja min/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.2.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband