Línudans Framsóknar

Framsóknarflokkurinn hefur mælst lágt í skoðanakönnunum. Það hefur hann gert áður. Í kjördæmi formannsins mælist flokkurinn aðeins með 4,7%. Athyglisvert er að sjá að sterkastur mælist Framsóknarflokkurinn í kjördæmi varaformannsins sem reynt var að hafna. Það er því ekki að undra að Framsókn sé farin að ókyrrast þegar rúmir tveir mánuðir eru til kosninga. En það er samt alls ekki víst að best sé að fara á taugum. Það er ekkert líklegra að þá fái Framsókn fleiri atkvæði.

Framsóknarflokkurinn hefur allta skilgreint sig á miðjunni. Það er ákveðin list að halda henni. Sóknin inn á miðjuna hefur verið flóknari að undanförnu, enda stjórnmálin ögn margbrotnari en gamla "góða" hægri vinstri. Nú eru komnir líka komnir fleiri litir. Við rautt og blátt, bætist við bleikt og grænt í ýmsum myndum. Það flækir síðan myndina enn að uppáhaldslitur Framsóknarflokksins er kominn víða. Fyrst "vinstri-grænn", svo "hægri-grænn" og loks nýlega grænn fálki. Þá hefur Framsóknarflokkurinn staðið fyrir þjóðleg gildi, en það sjónarmið hefur verið á nýjum jaðri skoðanamyndunar að undanförnu og flækt málin enn frekar.

Kosningaloforð rifjast oft upp fyrir kosningar. Það eru ekkert endilega kjósendur sem rifja þau upp, heldur ekkert síður frambjóðendur "hinna flokkanna". Á síðustu dögum hefur Framsókn verið að rifja upp kosningaloforð sín og hefur tvennt gerst:

(a) Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að hækka lánshlutfalla Íbúðalánasjóðs aftur í 90%, en það var lækkað þegar húsnæðisverð rauk upp. Þetta er gert SAMA DAG og matarskatturinn lækkar. Ekki veit ég hvað Seðlabankinn gerir, en það er flestum ljóst að þessi aðgerð eykur á þenslu. Nú er það svo að Íbúðalánasjóður er ekki lengur einn á markaðnum. Bankarnir munu því koma með útspil til að verja sína stöðu á markaðnum.

(b) Ákvörðun um að setja ákvæði um sameign sjávarauðlinda í stjórnarskrá hefur ekki enn komið út frá stjórnarskrárnefnd, en formaður hennar er einmitt Jón Kristjánsson framsóknarmaður. Það hefur vakið athygli að þetta sé að koma upp nún a tveim mánuðum fyrir kosningar sem hitamál, en kannski er það einmitt engin tilviljun. Framsókn reynir að fjarlægjast ríkisstjórnina á síðustu metrunum. Það hefur hún áður gert.

Línudans Framsóknar getur verið hættulegur, að minnsta kosti ef ekkert öryggusnet er undir. Það að hóta stjórnarslitum vegna mála sem ekki hafa verið opinber átök um vekur furðu af hálfu reynds flokks. Það að kynda undir þenslu með gömlu kosningaloforði er varasamt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband