Vatnið - stærra mál en olían

Baráttan um landsvæði var lengi vel höfuð ástæða þess að stríð voru háð. Trúarbrögð og menning hafa alltaf tengst þessum deilum, enda vilja svipaðir saman sitja.

Á síðustu öld var óvenjuleg staða þegar ólíkar kennisetningar um veraldlega stjórn tókust á, fyrst í "seinni heimstyrjöldinni" eins og við Íslendingar köllum aðra heimstyrjöldina í bjartsýni okkar og svo í "kalda stríðinu". Eftir að því lauk hefur aftur horfið í fyrra horf þar sem menning og trúarbrögð skipta liðum.

Undanfarið hefur meira farið fyrir áhuga á náttúruauðlindum, frekar en landsvæðum. Takmarkaðar náttúruauðlindir eins og olía hafa verið áberandi og því verið haldið fram að heilu stríðin hafi þegar verið háð vegna hennar. En ef olían er nauðsynleg manninum, er vatnið lífsnauðsynlegt. Vatnspólítík á örugglega eftir að vera meira áberandi í umræðunni á komandi árum og áratugum. Hér stöndum við vel á Íslandi hvað okkur sjálf snertir, en sífellt fleiri búa við skort. Dæmið frá Kína er eitt af mörgum.

Fylgjumst vel með með vatninu.


mbl.is Fimm milljónir Kínverja hafa ekki nægt drykkjavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Já, við skulum fylgjast með vatninuVatnalögin eiga að taka gildi eftir kosningar, á sem sagt að kjósa um þau. Hvað felst í þessum lögum aftur ?

Pétur Þorleifsson , 4.3.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Frábært Eyþór.  Sé að þú ert að fatta þetta með vatnið   Flettu upp á manni sem heitir Thomas Homer-Dixon og lestu greinar eftir hann (eru á heimasíðu hans).  Dixon segir að átök í framtíðinni eigi eftir að tengjast málum eins og vatni, fólksfjölgun, landnæði o.s.v.frv. Hann talar um umhverfisskort - environmental scarcity sem aðalorsök átaka. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 4.3.2007 kl. 14:10

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vatnið er það sem við getum hrósa'happi yfir það geta sko ekki allir/það er málið i framtiðinni/Goð grein þetta /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.3.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband