mmmMu!

Ekkert skiptir framtíð landbúnaðar meira máli en einmitt þetta: Fólkið vill íslenskt og telur það betra. 94% er ótrúleg tala. Meirihluti þjóðarinn er svo tilbúinn að greiða hærra verð fyrir íslenskt. Þetta hlýtur að skipta miklu, ekki síst með vaxandi samkeppni. Það er þekkt þróun víða að fólk er tilbúið að borga hærra verð fyrir vöru sem er t.d. lífrænt ræktuð, "fair trade" vara eða að öðru leyti með aukin samfélagsleg gildi.

Nú ætti Búkolla að geta baulað af ánægju - mmmmMu!


mbl.is Íslendingar telja íslenskar landbúnaðarvörur betri en erlendar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eyþór malið er miklu stærra en svo að þetta seu bara nkkrar kronur þett eru milljarðar boragaðar með Landbunaðinum ,það er ekkert gott fyrir bændur!!!!Halli Gamli XD

Haraldur Haraldsson, 4.3.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Matvælaframleiðsla hvers ríkis er hornsteinn sjálfstæðis þjóðar. Sú hugmynd sem ónefndur stjórnmálaflokkur kom með um að fella niður tolla og láta íslenskann landbúnað keppa á "jafnréttisgrundvelli" við innflutar landbúnaðarafurðir er kjánaleg í ljósi þess að í hverju einasta landi er ekki bara styrkir til landbúnaðar umtalsverðir, heldur tvítryggja allar þjóðir sína framleiðslu með tollum svo ekki sé hægt að setja framleiðsluna á hausin með innflutningi á niðurgreiddum landbúnaðarafurðum frá öðrum löndum.

Það er á allan hátt ósanngjarnt að bera saman íslenskan landbúnað við aðrar þjóðir, eins og t.d. Nýja Sjáland. Fyrst er að nefna launaþáttinn, en laun eru mun hærri hér á landi heldur en í mörgum af viðmiðunarlöndunum, auk þess sem allir aðdrættir fyrir landbúnaðinn eru dýrari. Innflutt kjarnfóður, eldsneyti, tæki, áburður og annað það sem nauðsynlegt er til að framleiða vöruna hér á landi þarf að flytja um langan veg og óneytanlega verða allir þessir hlutir dýrari þegar lítið land kaupir inn í smáum skömmtum, heldur er en stórar þjóðir.

Svo er sú staðreynd að við búum við nyrstu mörk landbúnaðar gerir þetta enn ósanngjarnara. Íslenskir bændur hafa lengstan innistöðutíma á búfé, þurfa þar af leiðandi mun meiri heyfeng en aðrar þjóðir, gras vex verr og skemur hér en í nágrannalöndunum. Byggingar þurfa að vera traustari til að veita skjól gegn íslensku veðri. Svo mætti lengi telja.

Síðasta og alls ekki síðsta ástæðan fyrir því að við eigum að framleiða sem mest af mat ofan í okkur er sú staðreynd að ef við ætlum að flytja allan þennan mat frá öðrum löndum kostar heilmikla flutninga sem koma til með að dæla CO2 út í umhverfið á við 2 álver. Eins og umræðan er í dag, þá er fáránlegt að ætla að gerast slíkir umhverfissóðar fyrir svo lítin ávinning sem af innfluttum landbúnaðarafurðum er.

Við skulum heldur ekki gleyma því að hátt í 10.000 manns koma beint eða óbeint að vinnslu landbúnaðarafurða hér á landi og ef gera ætti allt þetta fólk atvinnulaust og senda það út á vinnumarkaðinn myndi valda alvarlegri baksveiflu í þeirri uppsveiflu sem loksins kom eftir öll þessi ár í stöðnun.

Þeir sem gráta það fé, sem úr sameiginlegum sjóðum okkar kemur og fer í styrki til landbúnaðarins þurfa einnig að gera sér grein fyrir að landbúnaðurinn skapa virðisauka af landinu okkar og skatttekjur þjóðarinnar af þessari framleiðslu og vinnslu er mun meiri heldur en sá peningur sem fer í styrkina. Aukinn halli á vöruskiptum við útlönd myndi einnig veikja hagkerfið þannig að allir aðdrættir yrðu dýrari en þeir eru í dag. Við myndum ekki græða krónu á því að leggja landbúnaðinn niður og flytja inna "ódýrar" afurðir. Fyrir utan þá staðreynd að ef alvarlegur uppskerubrestur verður einhverstaðar í veröldinni þá munum við ekki hafa aðgang að þessum afurðum og þyrftum að éta þorsk og ýsu í öll mál.

Svo að lokum tek ég undir orð Guðna og spyr, "af hverju eru ávextir, grænmeti, sykur, brauð og kornvörur og aðrar landbúnaðarafurðir ekki svona ódýrar? Ekki bera þær tolla"

Mig minnir að mjólk hafi verið seld hér á 5 krónur líterinn á tímabili. Það er ekki sanngjarnt að bera saman vörur í bónus á tilboði þá stund sem könnunin var gerð og listaverð annarstaðar.

Talandi um Kjúklingabringur. Kjúklingabændur kaupa fóður á tvöfallt hærra verði en bændur á norðurlöndunum. Af hverju? það kostar um 10 kr að flytja 1 kg í gámi frá Danmörku til Íslands. (20 tonn í 40ft gámi). Svo þarf að flytja inn byggingar, innréttingar, eldsneyti og jafnvel stofndýr. Allt verður þetta dýrara við að flytja það inn. Svo bætast við hár launakostnaður og vaxtakostnaður.

Vilt þú "ferskar" kjúklingabringur sem hafa verið fluttar í gám frá Danmörku? Ég er nú hræddur um að eitthvað myndi kílóverðið hækka ef það ætti að flytja kjötið hingað inn í flugvélum. 

Veljum gæði fram yfir fáeinar krónur.

(athugasemd áður birt á bloggi vélstýrunnar velstyran.blog.is )

Júlíus Sigurþórsson, 5.3.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband