6.3.2007 | 23:50
Pönk í 30 ár - Stranglers rokka
1977 - Árið sem Sex Pistols, Clash og Stranglers gáfu út sína fyrstu plötu. Árið sem pönkið fæddist. Pönkið kom þegar Bretland var sem þreyttast. Ég man eftir þegar ég kom fyrst til London. Það var 1977. London var sót-skítug. Sósíalismi og uppgjöf einkenndu landið. Pönkið kom af krafti eins og frelsari. Það einkenndist af uppreisn, hávaða, einstaklingshyggju, umbúðaleysi, endurvinnslu eldri gilda og stöðnunar. Frelsi var lykilorð. Í næstu þingkosningum var Margaret Thatcher kosin forsætisráðherra, fyrst kvenna. Innkoma hennar var líka mikil bomba.
1977 - Árið sem pönkið kom til Íslands. Ég man vel þegar ég fékk Clash og Sex pistols vinyl plötur. Spilaði þær á lampagræjur, þó ég væri með háan hita. Þeyr, Purrkur, Tappinn, Fræbblar spruttu upp. Þeir sem ekki voru diskó voru pönk. Hilmar Örn Agnarsson organisti og Tryggvi Þór Herbertsson prófessor þekkja pönkið af eigin raun..eins og svo margir aðrir. Það opnaði augu margra fyrir frelsinu. Fyrsta stóra "útrásin" var sprottin úr pönkinu; Sykurmolarnir og Björk.
2007 - NASA - Reykjavík
Stranglers spila, en aðeins JJ Burnell er af upphaflegum meðlimum. Stemningin minnir á gamla tíma. Svartar drapperingar, svört föt, reykur og pönk. Nostalgían massív. Eru virkilega að verða 30 ár síðan við vorum sveitt í Laugardalshöllinni að hlusta á Stranglers? Takk bassaskáld fyrir að bjóða mér.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2007 kl. 00:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Hmm, þú ert nú eitthvað að snúa hlutunum a hvolf hérna Eyþór. Pönkið var uppreisn gegn íhaldinu og stöðnuðum hugmyndum hægrimanna. Þeir félagar í The Clash voru yfirlýstir sósíalistar. Þó þú hafir aldrei verið pönkari kunni ég betur við þig í þá daga heldur en í þessum jakkafatafélagskap:) Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 6.3.2007 kl. 23:56
Mín var ánægjan að endurnýja kynni þín vð Stranglers og pönkið Eyþór. Ein leiðrétting, Dave Greenfield hlómborðsleikari er auðvitað líka upphaflegur meðlimur og hann var jú á Nasa og Jet Black trommuleikari er enn í bandinu þó hann hafi ekki komist til Íslands að þessu sinni af heilsufarsástæðum. - Hvernig getur Hlynur Hallsson sagt að Eyþór Arnalds hafi ekki verið pönkari ?
Jakob Smári Magnússon, 7.3.2007 kl. 00:44
Sérð þú líka teikn á lofti, eins og ég. Reykjavík er menguð. Ríkisstjórnin orðin þreytt.
Pönkið komið. Frelsi er lykilorðið. Í næstu þingkosningum verður kona í fyrsta sinn forsætisráðherra. Lifi byltingin.
Tómas Þóroddsson, 7.3.2007 kl. 00:51
Drengir, drengir..... Nærgætni skal höfð í návist sálar. Þó ég sé argastur kommúnisti landsins, svo harðsoðinn að ég hef neyðst til að þegja árum saman.... og auðvitað á allt annarri pólitískri plánetu en Eyþór þá tel ég þá mynd sem hver okkar hefur af mótunarárunum þegar við fundum til sem sannir karlar, menn, heilar, tillar og öskrandi glaðir og graðir strákar í hreinum fögnuði.... heilaga, heilaga og ósnertanlega. Eitt af því fáa sem við eigum að fá að hafa í friði. Clash - ó hvað Sandinista var stórkostleg plata (nei fyrirgefið plötur!) - er eitt í mínum eyrum augum og minningum en Eyþórs. London calling er allt annað í hans huga en þíns Hlynur. Reyndar er ég sprottinn úr bítli og eðalrokki.... Það skiptir ekki máli. Strákar mínir... Að fara að minna Eyþór á eitthvert íhald sem hann er, sögulegan jarðveg pönksins og hvaða samfélagsástand nærði það á Bretlandseyjum er eins og að segja við litla bróður sinn að honum líði ekki rétt eða tala við hann eins og við vitum betur um hvað hrærist innra með honum. Komm onnnnn..... Eypþór var ekki að skrifa menningarlega úttekt á pönki... bara titrandi hress vegna þess að hann fann þrjátíu ára strengi í músikhörpu sálarinnar titra og það náði alla leið upp í málstöðina á Broca-svæði og hann gat bara ekki látið það vera að hamra nokkrar línur.....
Ef Eyþór fer á NASA og finnur þar samhljóm með uppreisnaranda og tómhyggju - þetta er ekki mín greining, ég mundi fremur tala um götustrákaheimspeki - þá megum við vera vissir um að undir hinu fágaða íhaldsyfirbragði blundar eitthvað annað sem við munum geta treyst á þegar virkilega reynir á.... gleðjumst yfir því í stað þess að vera með stæla. Hvað er þetta? Músik er músik, tungumál sálarinnar og nýrnanna (bæði efri og neðri). Ég hef hitt íhaldsmenn sem eru jafn forfallnir aðdáendur Jethro Tull eða Roger Waters eins og ég. Það hvarflar ekki að mér að gera minnstu tilraun til að hafa orð á því að þeir séu kannski ekki samkvæmir sjálfum sér. Ég gleðst heldur yfir því að vera minntur á að kannski eigum við meira sameiginlegt en það sem halda mætti ef bara væri horft til pólitískra skoðana okkar.
Þið veltið því fyrir ykkur sjálfsagt hvers vegna karlinn gerir þetta að máli. Ég get útskýrt það. Pólitísk rétthugsun er ekki ný af nálinni. Eitt sinn var ég í teiti að mig minnir 1971 eða 2 á menntaskólaárum mínum. Þá voru allir gáfaðir og gildir limir í sænsku gleraugnamafíunni. Í teitinu var piltur sem vildi svo til að var í Heimdalli og allir vissu það. Upp kom sú undarlega staða að drengur varð fyrir aðkasti fyrir þá sök að uppáhaldsrithöfundar hans voru Halldór Laxness og Guðbergur og hann var mér algerlega sammála um að Komdu litli ljúfur, litli labbastúfur.... eftir Guðmund Böðvarsson væri mikið og fagurt kvæði. Ég hafnaði í handalögmálum út af þessu öllu saman. Mjög trámatískt allt saman. Þarna lærði ég um þetta böl fyrst... Fyrst þú ert einhverrar pólítískrar skoðunar þá máttu ekki láta þér finnast eitthvað eða heillast af einhverju... bla bla
Ekki ætla ég á Stanglers. Skemmtið ykkur strákar og slettið úr klaufunum. Goðar kveðjur.....
Pétur Tyrfingsson, 7.3.2007 kl. 02:08
Er alveg sammála þér Pétur, óþolandi þegar það er klínt uppá mann skoðanir eftir því hvar maður stendur í pólitík. Enda er það alls ekki það sem ég er að gera, held þú sért e-ð að lesa vitlaust út úr þessu hjá mér. Ég var eingöngu að segja að mér finnst lýsing Eyþórs (sem er myndræn og flott) á London 1977 stíma við Reykjavík 2007.
Tómas Þóroddsson, 7.3.2007 kl. 08:44
pönk
halkatla, 7.3.2007 kl. 15:12
Sá The Stranglers í Smáranum fyrir 2-3 árum og hafði gaman af þó að ég saknaði Hugh Cornwell sárlega,Paul Roberts fyllti hans skarð enganveginn.En þó að The Stranglers hafi verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum lengi,þá fannst mér þeir alldrei nægilega beittir textalega,ekki nægilega pólitískir og gagnrýnir á þjóðfélagið og heimsmálin.Þessvegna var ég alltaf hrifnari af Killing Joke,fannst þeim liggja meira á hjarta og höfðu mikla sannfæringu fyrir því sem þeir voru að gera.Einnig þegar maður ber saman síðustu plötur The Stranglers á seinni árum og það sem Killing Joke hefur sent frá sér á seinni árum kemur berlega í ljós að Stranglers eru að mestu búnir með sitt púður en Killing Joke hafa alldrei verið reiðari,kraftmeiri og þyngri en á síðustu 5 plötum og þá sérstaklega á plötunni sem þeir gáfu út á síðasta ári,Hosannas From The Basements Of Hell...en alltaf hefur maður nú taugar til The Stranglers
Georg P Sveinbjörnsson, 12.3.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.