Ísland punktur is?

Rafræna samfélagið á Íslandi tók eitt skref í átt til framtíðar í dag, en þá opnaði www.island.is - eitthvað virðist enn vanta upp á að www.ísland.is (sem auglýst hefur verið) sé komið í fulla virkni. Netvistun er enn skráð sem eigandi hjá isnic,  en það kann að breytast. Eða eins og maðurinn sagði; "Ísland is an island"

Kannski vantaði meira en punktinn yfir i-ið?

Ísland er með góðan grunn til að verða númer eitt í heiminum sem rafrænt samfélagið. Hér eru nokkur dæmi sem eru í sérflokki:

(a) Þjóðskráin; allir skráðir; bæði fólk, félög og fyrirtæki
(b) Reiknistofa Bankanna; allar færslur tengdar saman. Þekkist varla í öðru landi.
(c) Netnotkun er með því mesta í heiminum
(d) Skattframtöl eru að mestu rafræn
(e) Heimsmet í bloggi

Það er ástæða til að fagna því að opinber þjónusta verði aðgengileg á einum stað á vefnum.
Þessi þróun á að verða til að lækka kostnað og bæta þjónustu.

Til hamingju Ísland (.is)


mbl.is Þjónustuveitan Ísland.is opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Ég sem hélt að nú fyrst gætum við verið stolt af í-inu...

Kveðja Ísdrottningin 

Ísdrottningin, 7.3.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband