8.3.2007 | 15:19
Hér er pistill dr. Guðbjargar H. Kolbeins (en hann er ritskoðaður af dr. Guðbjörgu H. Kolbeins)
Af einhverjum óupplýstum sökum hefur pistill dr. Guðbjargar um meint klám í fermingarbæklingi horfið af bloggsíðu hennar. Sennilegast hefur dr. Guðbjörg ritskoðað þennan pistil dr. Guðbjargar.
Það er rétt að halda færslu dr. Guðbjargar til haga ásamt myndefninu:
Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.
Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum?
Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur. Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?
Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur.
(af kolbeins.blog.is en nú stendur þar: "VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 140073) er óvirk."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Ekki var ég sammála Doktor GHK í þessu máli. Hún fór allnokkuð fram úr sér í hugmyndafræðinni. Hinsvegar sé ég enga ástæðu hjá henni að taka bloggið út. Hún verður að standa fast á sinni skoðun, þrátt fyrir að meirihluti bloggheima skilji ekki hennar afstöðu. Nú það skemmtilega við lífið er mismunandi gildismat einstaklinga. Ég fermdi stelpuna mína í fyrra og kannski þess vegna skoðaði ég þetta blað sem annars hefði farið í ruslið. Ég tók eftir forsíðu myndinni en það sem ég tók sérstaklega eftir voru háhælaskórnir sem eru ekki í tísku hjá unglingsstúlkum.
Svona til varnar Doktor GHK þá spurði ég vin minn sem einnig fermdi dóttir sína í hitti fyrra um hans skoðun á málinu og honum fannst margt réttmætt í bloggi doktor GHK.
Svona er heimurinn margflókinn.
Birgir Guðjónsson, 8.3.2007 kl. 16:05
ég verð að segja að mér finnst þessi mynd ekkert sérstaklega viðeigandi þegar ég hugsa til aldurshópsins sem henni er ætlað að vekja athygli hjá. Það eru ákveðnir kynferðislegir undirtónar í myndinni. Kv alma
Alma Lísa Jóhannsdóttir, 8.3.2007 kl. 16:38
Þegar ég sá myndina datt mér í hug lífsglöð og áhyggjulaus fermingarstúlka.
Ef ég hitti dr. Guðbjörgu Hildi með opinn munn, veit ég hvað mér ber að gera................
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.3.2007 kl. 18:26
Þetta er hreint ótrúleg lesning. Þvílíka ímyndunaraflið. Þetta er allt slitið úr samhengi og heppilegt til þess að særa módelið og hönnuðina. Allt orkar tvímælis. Verslum í Smáralind.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 19:01
Mér sýnist næsta víst, að Guðbjörg hafi talið birtingu þessa texta mistök af sinni hálfu; annars hefði hún varla eytt honum út. En svo eru alltaf einhverjir, sem njóta þess að velta fólki upp úr mistökum sem það hefur gert ...
Hlynur Þór Magnússon, 8.3.2007 kl. 20:42
Ég held að sá ágæti doktor sem ritar þessa grein ætti að hafa í heiðri og virða ágætan málshátt sem hljóðar svo -Aðgát skal höfð í nærveru sálar-
Væri ég foreldri þessarar ungu stúlku sem um ræðir, væri ég búin að leita lögfræðingsálits og ath rétt hennar. Þetta er ung stúlka á viðkvæmum aldri, að vinna sína vinnu að sitja fyrir í auglýsingu fyrir Smáralind, sem eflaust henni hefur þótt spennandi og skemmtilegt.
Síðan kemur einhver feministabelja (eins og Bo segir í textanum) og lætur út úr sér þvílíkt viðbjóðslega samlíkingu -Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.
Þetta lýsir best hugarórum þess einstaklings sem ritar svona draumórakennda setningu, allavega hef ég ekki þetta hugmyndarflug, né langanir. Frá mínum bæjardyrum séð sé ég ekkert athugavert þó á þessari auglýsingu sé stúlkan að beygja sig eftir bangsa og jú, ungar stúlkur ganga líka í háhæluðum skóm.
Það skyldi þó ekki vera að einstaklingar sem hugsi á þennan hátt og sjái kynferðislegt út úr hverji stellingu séu í kynlífssvelti - maður spyr sig!
Solveig Pálmadóttir, 8.3.2007 kl. 22:26
Ég er sammála Hlyni, finnst í meira lagi óviðeigandi að grafa upp færslu sem búið er að eyða. Mér finnst þetta lýsa dómgreindarskorti hjá þér, Eyþór. Kannski að það sé ólæknandi hjá þér.
kv
Helgi
HP Foss, 8.3.2007 kl. 22:59
Sammála Hlyni og Helga. Hún er búin að taka þetta út en líklega þurfa Eyþór og fleiri formlega afsökunarbeiðni frá henni áður en fyrirgefningin fæst hjá þeim. Mér nægir að hún skammist sín og taki greinina niður. Þið hin getið gert meiri kröfur mín vegna!
Haukur Nikulásson, 8.3.2007 kl. 23:35
en þessi kona sem heitir guðbjörg hlítur að hafa verið drullufull þegar hún skrifaði þetta, fólk í mikilli neyslu er fyrirgefið svona viðbjóð eins og hún hafði um þessa fallegu og saklausu stelpu sem sat fyrir í þessum bækling, hafðu skömm fyrir guðbjörg, hefur sjálfsagt eyðilagt draum ungrar stúlku til að láta sinn draum rætast
Haukur Kristinsson, 8.3.2007 kl. 23:44
Skora á þig Eyþór að taka grein Guðbjargar af síðunni þinni.
Hún hefur greinilega séð mistök sín og þess vegna tekið þetta út af blogginu sínu.
Öll gerum við mistök og vona ég að Guðbjörg biðji stúlkuna og hennar fólk afsökunnar og þá er þessu máli lokið þar með.
Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 00:14
Hlynur og Ágúst .. ég ætla að vona að Eyþór taki ekki grein Guðbjargar af síðunni - af hverju ætti hann að gera það. Ef Guðbjörg hefur séð að þetta séu mistök, hvar er þá afsökunarbeiðnin? Það hefði verið svo auðvelt að skrifa þá beiðni á bloggið sitt ... en nei, það hefur hún ekki gert. Hins vegar tek ég undir með þér að ef Guðbjörg biðst afsökunar ... þá ætti málinu að vera lokið að mestu leyti.
Sanngjarnast væri þá í dæminu að um leið og Guðbjörg kemur með almennilega afsökun, þá mætti taka þessa færslu út!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 01:53
ætli hún sé ekki doktor í klámi!!
Solveig Pálmadóttir, 9.3.2007 kl. 09:22
Kæri frændi.
Ekki varpar sú umræða sem þú hefur hrundið af stað góðu ljósi á þig, frekar en það svívirðingaflóð sem Guðmundur Steingrimsson opnaði fyrir í sinni færslu. Nú hýsir blogg þitt eftirfarandi ummæli:
"Flott hjá þér að halda færslunni til haga því hún sýnir í raun inn í sjúkan hugarheim einstaklingas"
"Það þarf eitthvað "sick" hugarfar til að sjá eitthvað kynferðislegt út úr þessari mynd."
"Ef ég hitti dr. Guðbjörgu Hildi með opinn munn, veit ég hvað mér ber að gera"
"Síðan kemur einhver feministabelja"
"Það skyldi þó ekki vera að einstaklingar sem hugsi á þennan hátt og sjái kynferðislegt út úr hverji stellingu séu í kynlífssvelti"
(Vek athygli á því að sú sem skrifar ofangreinar tvær setningar hefur athugsasemd sína á "Aðgát skal höfð í nærveru sálar". Einmitt. Hún skrifar líka neðar á síðunni: "ætli hún sé ekki doktor í klámi!!")
"þessi kona sem heitir guðbjörg hlítur að hafa verið drullufull þegar hún skrifaði þetta, fólk í mikilli neyslu er fyrirgefið svona viðbjóð"
Samkvæmt nýrri könnun á fylgi stjórnmálaflokka hrynur fylgi kvenna af Samfylkingunni (45% kvenna studdu Samfylkinguna 2003, 23,8% nú). Ætli Guðmundur Steingrímsson eigi sinn þátt í því? Hverju vilt þú koma til leiðar Eyþór?
Árni Matthíasson , 9.3.2007 kl. 10:33
Ég held að flestir sem sjá eitthvað kynferðislegt í þessari mynd hafi orðið fyrir áhrifum á skrifum Guðbjargar og ekki séð neitt athugavert við myndina fyrr en þau lásu pistil hennar. Eftir að hafa lesið hann og fengið þennan fræga bækling í hendurnar getur maður séð alskonar hluti í honum en ekki fyrr en hún hafði bent á "subbuskapinn" sem prýddi forsíðuna.
Það eina sem ég tek eftir á þessari mynd og gætti sett út á, en enginn annar hefur bent á svo ég viti, að stúlkan er helst of horuð, sem mér finnst mun alvarlegra mál.
Ómar Örn Hauksson, 9.3.2007 kl. 14:21
Taktu þetta EKKI af blogginu þínu Eyþór. Það að henni hafi verið gert að taka þetta burt er ekki það sama að sjá af sér.
Hlynur Jón Michelsen, 10.3.2007 kl. 10:29
Lausnin er fundin á þessu leiðinlega fermingarbæklingavandamáli.
Sjá hér
B Ewing, 15.3.2007 kl. 11:35
Auðvitað á ekki að taka þess færslu af síðunni hún er fólki víti til varnaðar. Þeir sem vilja taka fræsluna niður vilja kannski líka stroka út sögu sovétríkjanna úr sögubókum?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:29
Það eina sem mér finnst athugavert við barnið á myndinni eru skórnir. Með þessum skóm er verið að reyna að gera 13-14 stúlkubörn að fullorðnum konum. Fyrir utan að háir hælar eru öllum til bölvunar, hvað þá ungum stúlkum í vexti. Annars er stúlkan í velþekktri stellingu úr daglega lífinu, sem sagt þegar fólk almennt beygir sig eftir einhverju, háu hælarnir gera stellinguna heldur óeðlilegri en annars. Opni munnurinn er vel þekktur úr daglegu lífi líka og er fólk iðulega með opinn munn þegar það talar, hlær, hrópar, fagnar, gleðst og svo má lengi telja.
krossgata, 16.3.2007 kl. 14:06
13-14 ára átti þetta auðvitað að vera hér að ofan.
krossgata, 16.3.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.