Þingað í eldhúsinu - Háskóli í stað herstöðvar?

Eldhúsdagsumræður gefa ágæta mynd af áherslum þingflokkanna. Ekki síst skömmu fyrir kosningar.

Að venju voru sumir ræðumenn yfirlýsingaglaðir og á engan er hallað þótt Steingrími J. Sigfússyni sé hrósað fyrir kröftuga ræðumennsku.

Samfylkingin var ekki eins skemmtilegt, enda kannski ekki eins skemmtilegt að vera í Samfylkingunni þessa dagana.

Framsókn varaði við dýrum kosningaloforðum. . . (jú, jú það er vissara)

Frjálslyndir lögðu mjög mikla áherslu á landmærin og íslenskukennsluna...

Geir, Þorgerður og Árni lögðu áherslu á framfarir án öfga þar sem tækifærin nýttust og fólkið fengi að njóta sín....

.....Og boðuðu alþjóðlegan háskóla í stað yfirgefinnar herstöðvar á vallarsvæðinu.
Það væru góð skipti.

Úr Alþingisgarðinum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum ekki fleiri háskóla, þeir eru nú þegar alltof margir. Miklu nær væri að efla Háskóla Íslands meira.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:27

2 identicon

Svo sakaði ekki að fá aðra herstöð. Þ.e.a.s. íslenska.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

.Og boðuðu alþjóðlegan háskóla í stað herstöðvar á vallarsvæðinu.
Það væru góð skipti.

hefðir þú þorað að segja þetta fyrir þrem árum? 

Tómas Þóroddsson, 14.3.2007 kl. 22:51

4 identicon

Mér fannst nú Steingrímur ekkert sérlega kröftugur í kvöld. Hann var með heimaskrifaðan pistil sem hann las upp. Það er alveg nýtt í hans ræðustíl og fór honum ekki vel. Steingrímur er beztur þegar hann talar blaðlaust. Þá nær hann sér yfirleitt á gott flug. Kannski er hann orðinn forsætisráðherra í huganum og telur rétt að vanda sig . Hver veit?

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Iss, þetta verður bara alþjóðlegt Háskólasetur.  Þorgerður Katrín hefur margoft lýst því yfir að það séu of margir hálskólar á Íslandi.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.3.2007 kl. 00:38

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Afhverju tókstu út nýjustu færsluna ?

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 01:31

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já einmitt, af hverju (eins og Tómas spyr), þetta voru ágætlega skemmtilegar umræður.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 07:17

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Innlent | mbl.is | 15.3.2007 | 16:00

Viljayfirlýsing um háskólarekstur á KeflavíkurflugvelliBloggað um fréttinaFærri

Skrifað var í dag undir viljayfirlýsingu um stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli.

Þau Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands skrifuðu undir viljayfirlýsinguna. Markmið félagsins er að efla alþjóðlegt háskólanám hérlendis, byggja upp háskólasamfélag á Keflavíkurflugvelli og laða þangað erlenda nemendur og kennara, efla háskólarannsóknir og kennslu hérlendis, sérstaklega á sviðum orkuvísinda og umhverfismála, jarðvísinda, sjálfbærrar þróunar, verkfræði, ferðamála, lífríki hafsins, norðurslóðarannsókna, samgöngumála, alþjóða- og öryggismála, efla starfstengt nám á háskólastigi í samræmi við tillögur starfsnámsnefndar menntamálaráðuneytisins frá síðasta sumri og styrkja Suðurnes með stofnun frumgreinadeildar til að hækka menntunarstig á svæðinu.

Unnið hefur verið að þessu verkefni frá því í desember sl. og hefur Runólfur Ágústsson, leitt þá þróunarvinnu í samstarfi við Árna Sigfússon og aðra aðila samkomulagsins. Að samkomulaginu standa m.a. Bláa Lónið, Geysir Green Energy, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek, Fiskmarkaður Suðurnesja, Háskólavellir, Hitaveita Suðurnesja, Icelandair Group, Klasi, Sparisjóður Keflavíkur og VBS fjárfestingarbanki.

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.3.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband