Rússíbanareið olíunnar - Gjaldeyrishöft í Rússlandi?

Olían heldur áfram að lækka og þessi stærsta hrávara veraldar hefur áhrif á fjöldamargt; afkomu fyrirtækja og heimila, gjaldmiðlamál og heimspólítík. 

Olían hefur lækkað hratt og er ekkert sem bendir til þess að verðið sé á leiðinni upp. 

Norska krónan hefur gefið eftir og útlit er fyrir gjaldþrot í Venezúela - svo ólík dæmi séu tekin um áhrif lækkunarinnar. 

Stærstu fréttirnar eru þó hrun rússnesku rúblunnar sem hefur verið mikið á síðustu vikum en í gær má segja að síðasta varnarlínan hafi brostið en þá hækkaði seðlabankinn vexti úr 10% í 17%. Rúblan styrktist við aðgerðina í gær en hrundi svo í 80 rúblur á USD í dag sem sem er 58% lækkun á árinu. Líklegt er að gjaldeyrishöft verði sett á til að stöðva fjármagnsflóttann. 

Samdráttur í Rússneska hagkerfinu var í spilinum áður en olían tók kollsteypuna. Nú bætist við gjaldeyriskreppa og mikil verðbólga. Pútín hefur notið mikilla vinsælda meðal annars vegna innlimunar Krímskaga. Nú blasir við mikill vandi heima í héraði og enginn góð lausn í sjónmáli.

Stóra spurningin er; hvernig bregst Rússland við þessari gjörbreyttu stöðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband