"Af hverju ekki ríkisstjórn með ZERO framsókn?"

Það er varla hægt að bera meira í bakkafullan ZERO lækinn, en mig langar samt að fá að vita hver stendur á bak við nýjustu ZERO herferðina. Um helgina var mér sýnt barmmerki þar sem stóð:

"Af hverju ekki ríkisstjórn með ZERO framsókn?"

Þetta er fyrsta barmmerkið sem ég sé fyrir kosningarnar 2007 og við eigum sjálfsagt eftir að sjá þau fleiri fyrir 12. maí.

En hver lét hanna þetta merki?

Kannski er hér eitt dæmið um frjáls og óháð félagasamtök sem eru ekki bundin við lög um fjármál flokkanna.

Eða getur það verið að VG sé að kosta þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm er einhver pirringur út í barmmerkið? Er löngunin til að sænga áfram hjá Framsókn virkilega enn til staðar hjá ykkur sjálfstæðismönnum?  Er ekki allt í lagi?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Arnór Bogason

Sjá þetta hér fyrir „útskýringu“.

Arnór Bogason, 28.3.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ef maður Googlar ZERO framsókn kemur þetta merki:

Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 12:54

4 Smámynd: Eysteinn Ingólfsson

Ha ha mér finnst þetta mjög fyndið merki og ekki sakar að ég er nokkuð sammála því sem þar kemur fram þó ég hafi kosið Framsókn í öll þau skipti sem ég hef mátt kjósa (x3)

Eysteinn Ingólfsson, 28.3.2007 kl. 13:59

5 Smámynd: Adda bloggar

innlitskveðja frá öddu.góður pistill

Adda bloggar, 28.3.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér stendur nú á sama hvaðan gott kemur, þetta er bara fyndið ....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.3.2007 kl. 14:27

7 identicon

já... þá fyrst sér maður Zero merkið notað skynsamlega..

Kók er hreinlega að bjóða upp á að auglýsingar þeirra séu misnotaðar eftir svona fáránlega auglýsingaherferð..

Björg F (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:27

8 identicon

Er þetta ekki bara komið frá framsókn sjálfum? Einhver ný poppuð herferð, runnin undan einhverri auglýsingastofunni.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:48

9 identicon

Fyndið hvað VG menn leggja Framsókn mikið í einelti.
Í fyrravor voru þeir með merki þar sem á stóð ,,aldrei kaus ég framsókn.'' Það er athyglisvert í ljósi þess að framsókn bauð sig fram með þeim í R-listanum sáluga. Þýðir það að VG liðar kusu frjálslynda eða Sjálfstæðismenn í stað R-listans? Ellegar hefðu þeir vissulega verið að kjósa framsókn.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 19:18

10 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Enn er þetta  gott? Held  einmitt að  svona  merki  ættu að  skíra  sig  sjálf ef  einhver alvara  er á  bak  við þau

Gylfi Björgvinsson, 28.3.2007 kl. 19:19

11 Smámynd: Skafti Elíasson

bzz framsókn skiptir ekki máli hvað þú segir fyrir framan flokkinn það kemur samt út í plús fyrir framsókn...neikvæð er betri en engin.

Skafti Elíasson, 28.3.2007 kl. 23:03

12 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Maður er ekki að leggja framsókn í einelti með því að kjósa þá ekki. Maður er að leggja þá í einelti með því að setja fram slagorð og auglýsingar biðjandi um að kjósa þá EKKI. Smá munur þarna á milli að mínu mati.

Persónulega er ég ekki að sjá marga frambærilega flokka nú í ár. VG virðast vilja banna allt og allt, xD virðast sitja aðeins of þægilega í sínu sæti,  Framsókn virðist skorta allan þrótt og stefnu, og xF hafa aldrei freistað mín. Kannski ég skili bara auðu þetta skiptið...

Sigurður Jökulsson, 29.3.2007 kl. 07:15

13 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Framsóknar menn eru alvöru, þeir vilj aðeins ekta efni, ekki neina gerfi sætu, þess vegna

verður aldrei um að ræða ríkisstjórn með Zero frömmurum.

Gerfi grænir kommar ættu ekki að fíflast með málið, því þeirra orðræða er algjört Zero.

Leifur Þorsteinsson, 29.3.2007 kl. 08:54

14 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Mér finnst rétt hjá þér að finna að þessu EA

Jón Sigurgeirsson , 29.3.2007 kl. 10:46

15 Smámynd: Stefán Þórsson

Að nokkru leyti er ég sammála þessu barmmerki.  Ríkisstjórn sem inniheldur Vinstri Græna mun aldrei sækja fram eins og kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gærkveldi.  Barmmerkið mætti alveg eins útleggja sem kosningaloforð um Zero framfarir. 

Jafnvel þó að Ung Vinstri Græn séu frjáls félagasamtök þá eru þau stjórnmálaarmur út frá Vinstri Grænum

Stefán Þórsson, 29.3.2007 kl. 11:52

16 Smámynd: Guðrún

Einhver verður að styrkja þá jaaaa allavega ekki geri ég það svo eitt er víst

Guðrún, 29.3.2007 kl. 11:57

17 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ef VG séu að kosta barmmerki?

Sé ekki að dreifing á barmmerki þurfi að kosta mikið fyrir fólk með heilastarfsemina í lagi. Spurningin er hvað er meint með þessu ZERO framsókn (spillingin) og hvaða áhrif framsóknarböggullinn hefur haft á þjóðþrifamál.

Ólafur Þórðarson, 29.3.2007 kl. 17:44

18 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Já ,góð hugmynd - Zero framsókn og Zero sjálfstæðisflokkur ---

það gæti leitt til betri framtíðar fyrir Íslendinga .

Halldór Sigurðsson, 30.3.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband