Ísland, sósíalisminn og lífsgæðin

Íslendingar eru í hópi langlífustu þjóða. Lengi vel voru það konurnar sem drógu vagninn, en nú eru íslenskir karlmenn orðnir langlífastir í heimi og nálgast íslenskar konur sem enn bæta sig. Mikið jafnréttis- og velferðarmál. Bæði langlífi og ungbarnadauði eru ákveðnir mælikvarðar á lífsgæði.

Þjóðartekjur segja aðeins litla sögu og er því vert að rýna í þessar tölur frá Hagstofunni:

(1) Langlífi karla er mest á Íslandi. Langlífi kvenna er mest á Íslandi af Norðurlöndunum.

(2) Munur á kynjunum er varla af hinu góða í þessu frekar en öðru. Mikill munur er neikvæður.

(3) Minnsti munur á langlífi kynjanna er á Íslandi: 3,6 ár.

(4) Mesti munur á langlífi kynjanna er í fyrrum ráðstjórnarríkjunum. Í Rússlandi er munurinn 13 ár og rússneskir karlmenn verða ekki nema 58,9 ára að meðaltali.

Á þessum mælikvarða erum við að koma frábærlega út. Nær nákvæmlega sömu mynd er að sjá þegar unbarnadauði er skoðaður. Þar trónir litla Ísland langefst. Fyrrum ráðstjórnarríkin skrapa botninn, Ísland kemur vel undan vetri.

Hvernig er það átti sósíalisminn ekki að tryggja jöfnum og velferð borgaranna?

Er það kannski ekki besta leiðin að jöfnuði, heilbrigði og langlífi?

Er íslenska leiðin kannski betri?


mbl.is Íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Er sósíalismi í Rússlandi? Ríkir ekki einmitt óheftur kapítalismi þar um þessar mundir? Samkvæmt opinberum tölum hefur meðalævi kvenna styst í Rússlandi eftir að sósíalisminn þar leið undir lok.

 Það er ekki að ástæðulausu að langlífið er mest á Norðurlöndunum. Þessi lönd hafa valið hina félagslegu leið velferðar og jöfnuðar, enda hafa sósíaldemókratar haft þar mikil áhrif, ekki síður hér á landi en annars staðar.

Svala Jónsdóttir, 28.3.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Fyrrum ráðstjórnarríkin og Bandaríkin, skrapa botninn. Það er því fleira en sósíalismi sem hefur mistekist að tryggja jöfnuð, heilbrigði og langlífi.

Árni Matthíasson , 28.3.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er áhugavert, en ég myndi samt fara varlega í pólitískar túlkanir á ástæðum. Hugsanlega hefur þetta eitthvað með fólksfjölda að gera líka?

Hrannar Baldursson, 28.3.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mikill munur er neikvæður allavega, það mörgum ljóst.

Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 10:29

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk fyrir kommentin. - þetta er þörf umræða, enda hafa lífsgæði verið rædd um of út frá þjóðartekjum á mann.

Árni: Bandaríkin eru fyrir neðan Norðurlöndin, en langt fyrir ofan Rússland og fyrrum ráðstjórnarríkin. Unbarnadauði hefur minnkað þar, en er enn allt of hár, en á tímum ráðstjórnaríkjanna var hann skelfilegur eins og línuritið sýnir. Bandarískur karlmaður verður í dag 75 ára að meðaltali, en 58,9 í Rússlandi. Þjóðartekjur í Rússlandi eru bærilegar, en sá maður sem er fimmtugur í dag lifði mest alla ævina í sósíalísku samfélagi.  
Svala: Það eru ekki nema 15 ár síðan kommúnisminn rann sitt skeið í Rússlandi og víðar. Heilbrigði hefur verið ábótavant, það er nokkuð ljóst.
Hrannar: Japan er frekar fjölmennt ríki, fólksfjöldi virðist ekki skýra þetta, en sterk fylgni er með landsvæðum. Sterkust er hún varðandi fyrrum ráðstjórnarríkin, en sú tilraun stóð í tæpa öld.

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.3.2007 kl. 10:35

6 Smámynd: Árni Matthíasson

Sem stendur eru 42 ríki með minni ungbarnadauða en Bandaríkin og vissulega eru það mis-fjölmenn, allt frá örríkinu Guernsey með um 65.000 íbúa til Japan sem er með ríflega 127 milljónir íbúa. (Á lista hjá Wikipedia er reyndar "Evrópusambandið" sem er ekki ríki, en þó skráð með mun lægri ungbarnadauða en Bandaríkin, 5,10 á móti 6,50. Í Evrópusambandinu eru um 457 milljónir manna.)

Gleymum því ekki að í land and-sósíalismans er líka misskipt manna lánið eftir litarhætti. Ungbarnadauði með svartra mæðra er þannig 14,3 á hver 1.000 börn, sem er álíka og á Sri Lanka og umtalsvert lakara en í flestum fyrrum ráðstjórnarríkjunum.

Árni Matthíasson , 28.3.2007 kl. 10:39

7 Smámynd: Hafliði

Áhugavert. Væri samt ekki áhugaverðast að bera tölurnar fyrir og eftir "sósíalismann" saman?

Hafliði, 29.3.2007 kl. 04:11

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

"Er sósíalismi í Rússlandi? Ríkir ekki einmitt óheftur kapítalismi þar um þessar mundir? Samkvæmt opinberum tölum hefur meðalævi kvenna styst í Rússlandi eftir að sósíalisminn þar leið undir lok.  Það er ekki að ástæðulausu að langlífið er mest á Norðurlöndunum. Þessi lönd hafa valið hina félagslegu leið velferðar og jöfnuðar, enda hafa sósíaldemókratar haft þar mikil áhrif, ekki síður hér á landi en annars staðar"
Svala hittir naglann á höfuðið.

Mér sýnist á EA að hann sé með einhverjar grillur á móti sósíal whatever. Og ekki gleyma að velferð á Íslandi er byggð á þjóðfélaginu síðan eftir heimsstyrjöld, sem er bland góðs ríkisaðhalds og frjálsrar verslunar.

Og kannski gleymir höfundur að Íslendingar höfðu það næstum eins gott ca 1980, breytingar síðan hafa ekki verið eins og breytingarnar þar áður, langt því frá.

Ólafur Þórðarson, 29.3.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband