Eurovision eða þingkosningarnar?

Eurovision og alþingiskosningar verða sama dag: 12. maí 2007. RÚV mun að sjálfsögðu sjónvarpa frá Eurovision keppninni, enda er keppnin haldin af evrópskum ríkissjónvarpsstöðvum. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að Eiríkur Hauksson standi sig vel í Eurovision og þjóðin verður með honum í anda. Rauða hárið verður amk. á sínum stað.

Stöð 2 verður hins vegar með alla athyglina á kosningasjónvarpinu. Eitthvað gæti orðið flókið að stýra þessu saman á RÚV, enda tveir stórir sjónvarpsatburðir á sama tíma.

Hvort kýs fólk að horfa á:

Kosningasjónvarp vegna þingkosninga?
Kosningasjónvarp Eurovision?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningasjónvarpið verður ofaná, engin spurning.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kosningarsjónvarpið það er ekki spurning.  Er ekki Júróvisjónaðdáandi þó ég fylgist með gengi Íslands.

Er í lagi með þá í Finnlandi að hafa þetta á kosningadaginn okkar, égmeinaða

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála fyrsta ræðumanni.  Fyrst Júró svo kosningarnar.  Ætla samt að fara á kjörstað og kjósa fyrst af öllu og KJÓSA RÉTT.

Vilborg Traustadóttir, 27.3.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ef þú tekur áskorun frænku þinnar, þá farðu með Todmobile út, ein af allra bestu hljómsveitum landsins, og það segi ég ekki bara af því að þú ert frændi minn

Ágúst Dalkvist, 27.3.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband