Valgerður sér tækifæri í hlýnun jarðar

"Bráðnun heimskautaíssins gæti skapað gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga" sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á ráðstefnu um nýjar siglingaleiðir sem haldin var í dag á Akureyri. Ísland gæti verið með risastóra uppskipunarhöfn sem sinnti heimsskautasiglingum árið um kring annað hvort á Akureyri, Reyðarfirði eða Hvalfirði.

á köldum

Hlýnun jarðar: Ógnir og tækifæri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Þór Jakobsson, veðurfræðingur, hefur lengi fjallað um þetta og ritstýrði m.a. (ásamt Björk Sigurgeirsdóttur) ritinu "Ísland í þjóðleið – Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands" (sjá hér: http://www.rha.is/?mod=frettir&view=one&id=58)

Ólafur Als, 27.3.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ef olíuskip fara að sigla um norðurskautið þá eykst hættan á olíuslysum!  Nóg af olíu í Pechora í Síberíu. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 27.3.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Bráðnun heimskautaíssins felur í sér mikla bráðnun á Grænlandi, og viti menn, já á Íslandi líka. Hækkun hitastigs á Íslandi um nokkrar gráður getur varla haldið í jöklana okkar?

Svo ef jöklarnir hörfa af Íslandi, hvað verður þá um vatnsfallorkuna? Eru það líka tækifæri?

veffari.

Kann illa við að fólk sé að leika einhvern Guð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Ólafur Þórðarson, 27.3.2007 kl. 23:11

4 identicon

Er það ekki bara þessi blessaða hitaveita sem hitar heiminn upp.... já og allur þessi mannfjöldi.

skrúfum fyrir ofnana, opnum ísskápinn og verum samtaka... byrjum kl 17 á morgun og svo daglega eftir það..... 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 00:21

5 identicon

Það er nú staðreynd að við hlýnun jarðar koma ekki bara ógnir en líka tækifæri. Mikið var skrifað um þetta í Mogganum í fyrra að mig minnir og haldin hafa verið ráðstefna hér á landi sem einmitt fjalla um þetta mál m.a.

Þetta eru bara staðreyndir og þýðir ekkert að fjasast eitthvað út af því.

Það er bara spurning hvernig við nýtum tækifærin á sem mest umhverfisvænan hátt og að við gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum af mannavöldum.

Björg F (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 00:49

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mín manneskja sá líka sóknarfæri fyrir stóriðjuna í því að við áttum afgangs mengunarkvóta.  Um að gera að nýta hann og menga eins og leyfilegt er. Kertaþráðunum hefur eitthvað verið víxlað í minni.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2007 kl. 05:59

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo gæti þetta líka farið á hinn veginn. Sjá vangaveltur hér.

Ágúst H Bjarnason, 28.3.2007 kl. 07:14

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Krækjan hér að ofan virðist vera óvirk. Reyni aftur hér.

Ágúst H Bjarnason, 28.3.2007 kl. 07:16

9 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Hvernig væri þá að setja höfnina við Húsavík og hætta að hugsa um álver á þeim slóðum. Höfnin gæti þá herið þar sem Húsavíkurflugvöllur er núna, það væri hvort sem er allt þar fyrir norðan sokkið í sæ.

Brynjar Hólm Bjarnason, 28.3.2007 kl. 07:28

10 Smámynd: Ólafur Als

Björg: skynsamlega mælt.

Ágúst: afar fróðlegar vangaveltur. Danskir vísindamenn, sem hafa borið uppi hugmyndir (kenningar) um áhrif geimgeislunar á skýjafar hafa því miður verið úthrópaðir af stórum hluta vísindasamfélagsins sem svikarar við "málstaðinn".

Ólafur Als, 28.3.2007 kl. 08:47

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ástæða hnatthitunar? 

Ég vona að mér fyrirgefist og að ég móðgi engan .

Ágúst H Bjarnason, 29.3.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband