30.3.2007 | 09:44
Getur hátækni komið í stað álvera?
Orkan er eitt, en notin eru annað. Á morgun kjósa Hafnfirðingar um framtíð álversins í Straumsvík. Menn hafa velt upp möguleikum að nýta orkuna í annað, en hvað annað en ál kemur til greina?
Stundum hafa menn velt fyrir sér gagnavinnslu, en hún er orkufrek og með Internetinu er hún að margfaldast. Orkureikningar stórfyrirtækja eins og Google og Microsoft eru háir, en svo vega umhverfissjónarmið þungt hjá þessum fyrirtækjum. Hrein endurnýjanleg orka er af skornum skammti og er Ísland í ákveðnum sérflokki hvað þetta varðar. Reyndar er það svo að margir eiga erfitt með að skilja umræðuna á Íslandi. Ég hitti mann frá BNA í vikunni sem býr í Hafnarfirði. Hann sagði mér að í BNA væri hann álitinn vinstri sinnaður, en hér á Íslandi væri hann í hópi virkjannasinna. Hann átti erfitt með að skilja að fólk sem vildi minnka gróðurhúsalofttegundir gæti verið á móti vatnsafls- og háhitavirkjunum. - En hann var ekki endilega spenntur fyrir álveri. - Hann er óákveðin kjósandi í Hafnarfirði.
En er mögulegt að gagnavinnsla komi í stað álvera?
Raforkuverðið og uppruni orkunar bendir til þess. Þar er Ísland á kortinu. Ekki þarf hafnir eins og í álinu, en sæstrengirnir sem flytja gögnin eru ófullnægjandi (það þekkjum við öll sem höfum notað Internetið á Íslandi). Engar áætlanir eru um að bæta við streng, þó það geti breyst. Meðan svo er þá er þetta ekki orðinn raunhæfur valkostur. Ef þetta er leyst þá horfir málið öðruvísi við. Þá getur hátækni komið í stað álvera. En hvar ættu svona starfsstöðvar að vera? Ekki þurfa þær stórskipahafnir, en best er að hafa þær sem næst virkjanasvæðum, til að minnka raflínur, orkutap og lágmarka umhverfispjöll. Það er því líklegast út frá þessum sjónarmiðum að Þeystareykir, Suðurnes og Suðurland séu líklegri kostur fyrir hátækni, en Hafnarfjörður. Nema álverinu verði bara lokað?
Nú er að sjá hvað Hafnfirðingar kjósa á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Viðskipti
- Þórarinn skipaður í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu
- Áskorun fyrir nýja ríkisstjórn
- Rannsókn og þróun úr landi vegna skatta
- Vildu ekki verja of miklum tíma í þjálfun
- Eignarhald TM skekkir markaðinn
- Hópuppsögn hjá Sidekick í kjölfarið á tveimur yfirtökum
- Seðlabankinn taki allt með í reikninginn
- Mannabreytingar og skýr skilaboð
- Stöðugleikaregla kynnt á vormánuðum
- Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Athugasemdir
Það kemur ekkert í staðinn fyrir neitt. Það er best að þetta sé allt í bland, það er víst kallað fjölbreytt atvinnulíf.
Glanni (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:59
Hverskonar þekking er þetta á orku og orkunotkun.Ein kaffiuppáhelling með
hraðsuðukatli er sennileg jafgild ársnotkunar á tölvu. Hvað eru menn að röfla.
Komið ykkur niður á jörðina.
Leifur Þorsteinsson, 30.3.2007 kl. 11:17
Eyþór, þetta eru áhugaverðar hugleiðingar. Það er staðreynd að núverandi stjórnvöld hafa alveg gert í buxurnar varðandi gagnaflutninga til landsins. Það hefði kannski breytt enhverju að hafa mann eins og þig í þingliðinu sem skilur þarfir hátæknifyrirtækjanna. Þú manst örugglega strögglið sem var í kringum 96-98 af fá aukna flutningsgetu þegar þú varst hjá OZ.
Ef stefna Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stóriðju næstu 6-8 árin nær fram að ganga verður engin þörf á nýjum sæstreng. Öll útflutningsfyrirtækin á sviði hátækni verða flúin land vegna ofurkrónu, hæstu vaxta í heimi og stöðugrar verðbólgu.
Lárus Vilhjálmsson, 30.3.2007 kl. 11:18
Það mætti t.d nýta mannvirkin á Keflavíkurflugvelli undir slíka starfsemi enda heppilega nálægt alþjóðaflugvelli. Það verður samt líklega aldrei stór iðnaður í kringum þetta eins og sjá má í þessari athyglisverðu grein:
"Behold the server farm
They're ugly. They require a small city's worth of electricity. And they're where the Web happens. Microsoft, Google, Yahoo, and others are spending billions to build them as fast as they can.It may come as a surprise, but municipalities aren't necessarily prostrating themselves to host data centers. It isn't as if these facilities generate tons of jobs - a center such as Google's megaplex in Oregon is expected to add 50 to 100 jobs to the local economy, according to press reports - and most communities simply can't cope with the infrastructure demands of a massive server farm." ...
http://money.cnn.com/2006/07/26/magazines/fortune/futureoftech_serverfarm.fortune/index.htm
Það væru líklega áhrifin á aðra upplýsinga- og hátæknistarfsemi sem myndu skipta mestu máli við það að fá svona starfsemi til landsins. Sérstaklega að fá betri og öruggari internetengingu við umheiminn með fjölgun sæstrengja.
Karpur, 30.3.2007 kl. 13:04
"Hverskonar þekking er þetta á orku og orkunotkun." Ég vil vísa þau orð Leifs til föðurhúsa.
Öflug borðtölva notar gjarnan um 250 W, að skjám, prenturum og slíkum ekki meðtöldum. (samanburður 05.03.2007 www.test.de). Rafsuðuketill notar (kaffivélin mín sem er öflug) 1450W, segjum 1500 W. Það þýðir að orkueiðsla af 5 mín til að hella upp á kaffi samsvara 30 mín af tölvunotkun. Það þyrftu sem sagt ansi margir að drekka ansi mikið kaffi til að halda öflugri tölvu til gangavístunar í gangi. Með öðrum orðum: svona gagnavistun væri orkufrek, eins og Eyþór segir.
Ég legg til annað:
Að byggja rafknúna járnbraut með m.a. hraðslest til Akureyrar og Selfoss-Bakkahöfn (miklu þæilegra og hraðari en tvöfaldur Suðurlandsvegur) og pallvögnum sem taka fólksbílar. þá geta menn notað rafmagnsbíla í stuttar leiðir en á langleiðinni ferð bíllinn á pallvagn og er settur í sambandi þar til að hlaða rafgeyma á meðan maður skyst milli bæja.
Til að komast innan höuðborgarsvæðisins þarf rafnknúna spor- eða strætisvagna á sér akgrein/spor. Þá fer hæfilega mikið rafmagn í umferð, Ísland veður óháðari ólíuheimsverð og útblástur minnkar og þess vegna líka þörfin fyrir breiðari götur því fólk kæmist þægilega millistaða án þess að nota eingöngu einkabíla.
Svo tæki járnbraut á langleið líka vörulestar sem minnkar þungaflutninga sem eyðileggja vegina.
-> Bygja sundabraut strax fyrir bíla og járnbrautaumferð og önnur Hvalfjarðagöng yrir járnbraut, ekki bílaumferð. Þá getur Reykjavíkurhöfn líka flyst á Grundartanga.
Jens Ruminy, 30.3.2007 kl. 13:14
Flott færsla Eyþór, ég tek undir með Glanna og Andra Erni með að hafa breiddina nógu mikla, hafa eggin í fleyri körfum en einni. Einnig finnst mér "athyglisverð" pæling hjá Jens Ruminy. Takk fyrir mig og eigð þú og þínir góða helgi.
Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 18:06
Þetta er náttúrulega algjör steypa, fyrirgefið orðalagið.
Í fyrsta lagi þarf ekkert að koma í staðin fyrir álver. Fínt ef tölvuver kæmu hingað en það tekur fleiri fleiri ár.
Misskilningur að þau myndu skapa hátæknistörf. Ef þau gerðu það þá er það ekki sama vinnuaflið sem vinnur í álverum. Það er talsverður skortur í dag á velmenntuðu tæknifólki, bankarnir kaupa það í vinnu sem veldur erfiðleikum hjá núverandi hugbúnaðar og hátæknifyrirtækjum.
Við þurfum mörg ár af hvetjandi umhverfi til að mennta fleira fólk á tæknisviði og ættum að gera það. Svo gleymist nú alveg sú staðreynd að fleiri og fleiri hugbúnaðar og tæknifyrirtæki í dag, já líka á Íslandi, eru að útvíkka starfsemi sína með því að fjölga sínu starfsfólki í Indlandi í og með vegna þess að við erum ekki samkeppnisfær með allt okkar tæknifólk á þeim launum sem þykja réttlát fyrir slíka vinnu í dag á vesturlöndum.
Við eigum að ýta undir aukna menntun í landinu, hjálpa hátækniiðnaði og nýsköpun en það kemur ekki í staðin fyrir álver. Stækkað álver í Straumsvík verður minna sýnilegt en núverandi álver og flutningslínur verða að mestu í jörðu nálægt þéttbýli.
Græningjar á Íslandi eru á miklum villigötum og hugsa bara um eigin hag og græna tískuna á meðan þeir búa í vellystingum praktuglega í mikilli hagsæld og hagvexti sem að hluta hefur skapast með orkunýtingu og stóriðju sem byggð hefur verið upp á Íslandi síðustu áratugi.
Kveðja,
Jón Árni
Jón Árni Bragason, 30.3.2007 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.