1%

Mjótt er á munum í Hafnarfirði. Heimildir herma að innan við 1% munur sé á fylkingum og óákveðnir séu innan við 8%. Þetta hefur verið mælt á síðustu dögum. Ef svo er þá munur um hvert atkvæði. Báðar fylkingar eru fastar fyrir og er útlit fyrir góða kjörsókn. Ekki er ólíklegt að þeir sem á móti álveri séu líklegri til að mæta á kjörstað. Það sem helst fær stækkunarmenn til að mæta á kjörstað er óvissan um framtíð álversins og viktar starfsfólk Alcan þungt. Mikið veltur á útkomunni, en eftir stendur klofinn Hafnarfjörður ef munurinn verður lítill.

Eða veltur þetta kannski á veðrinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

He  he  gott hjá  þér  þetta  með  veðrið.  Ég skil  bara  ekki hversvegna  þeminn er  stækkun  eða  lokun,  því  getur  álverið  ekki verið  eins  og það hefur  verið  hvað  hefur  breytst?

Gylfi Björgvinsson, 30.3.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Jón Árni Bragason

Hver er þín skoðun Eyþór?

Jón Árni Bragason, 30.3.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafnfirðingar eru svo jákvæðir, þessvegna segja þeir nei, hljómar eins og öfugmæli, eða gamall Hafnarfjarðarbrandari, ég held nú reyndar að þeir samþykki deiliskipulagið, en hvað verður svo í framtíðinni mun tíminn leiða í ljós. Held að ýmsir hafi misst sig í allavega vitleysu í þessu máli og sitji í næstu viku og mánuðum uppi með timburmenn af kostnaði við auglýsingar sem skiluðu engu.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 00:57

4 Smámynd: Haukur Kristinsson

vonandi fer þetta vel, er verkamaður hjá alcan og get ekki hugsað mér að vinna annars staðar, svo ég krosslegg fingur og vona að þessi stækkun verði samþykkt svo fleiri hafnfyrðingar geti notið þess að vinna þarna. frábær vinnustaður

Haukur Kristinsson, 31.3.2007 kl. 03:20

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég vona að þetta verði fellt.  Ég er Hafnfirðingur sem get ekki kosið en treisti á að aðrir Hafnfirðingar hafni þessi.  Það mun ekki neinn missa vinnuna þó svo ekki sér stækkað.  Álverið veður þarna áfram þó ekki sé stækkað.

Þórður Ingi Bjarnason, 31.3.2007 kl. 10:19

6 identicon

Kona ein sem var að dreifa áróðri frá sól í straumi sagði við kunningja minn þegar hann  spurði hana hvort hún vissi hvaðan hún fengi peningana fyrir lífinu sem hún lifir svo sem bíl,sjónvarp, hús oþh. og það stóð nú ekki á svari frá kellu, já sagði hún ég fæ alla mína peninga frá Reykjavíkurborg. 

Glanni (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 11:01

7 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það er nú það. Ég vil nú meina til að kosningin sé afgerandi þá nægi ekki einfaldur meirihluti. 51% segir lítið til um vilja meirihlutans. Eina sem þar kemur fram er að skiptar skoðanir eru um málið og því nauðsynlegt að hugsa vel áður en ákvarðanir eru teknar.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 31.3.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband