19,6°C á Neskaupstað - vísbending um hlýnun jarðar?

Það er heitt á Íslandi þessa dagana, sérstaklega á austfjörðum. Þessi mikli hiti er óvanalegur og er spurning hvort að þetta sé tilviljun ein, eða enn ein staðfestingin á hlýnun jarðar? Egilsstaðir eru að mælast svipað og Vínarborg, en talsvert heitar en Montreal, New York og Helsinki. Meira að segja Barcelona er kaldari en Egilsstaðir. Í dag mældust hæst 19,6°C á Neskaupstað, en 19,4 víðar á austfjörðum.  Hátt í 20°C á Celsíus telst sumarhiti á Fróni og enn er vetur á almanakinu....

Hvernig verður vorið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Hlýnunin er vissulega fyrir hendi, ástæðurnar að baki henni er deilt um. CO2, sólarvirkni, geimgeislun, rykmengun o.fl. keppa um titilinn en vitanlega gæti verið um sambland margra, eða allra þátta að ræða. E.t.v. er maðurinn að seinka komu ísaldar, e.t.v. ad flýta henni og síðast en ekki síst er möguleiki að atferli okkar hafi ekki meint áhrif á veðurfarið. Verst er, ef manni dirfist að halda slíku fram, að vera stimplaður handbendi óvandaðra aðila. Annað er og, að menn fari ekki fram úr sjálfum sér við að takast á við CO2 aukningu í andrúmslofti og gleymi "öðrum" vandamálum sem steðja að íbúum jarðar. Lomborg tekur m.a. vel á þessu, en hann varar við að lausnin geti reynst mun dýrari eða skaðlegri en vandamálið sem henni verður ætlað að leysa. Ekki ósvipað og þegar sagt er, að aðgerðin hafi heppnast fullkomlega en því miður hafi sjúklingurinn ekki lifað hana af.

Ólafur Als, 3.4.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Breska loftslagsrannsóknarstofnunin Climatic Research Unit http://www.cru.uea.ac.uk/ geymir mánaðameðaltöl hitastigs jarðar frá 1850 til okkar daga. Sjá listann hér http://www.cru.uea.ac.uk/cru/data/temperature/hadcrut3vgl.txt

Fróðlegt er að skoða þróunina síðan 1998, en þá var óvenjulega hlýtt af völdum El Nino í Kyrrahafinu:

Ár       Hitafrávik

1998  0,526
1999  0,302
2000  0,277
2001  0,406
2002  0,455
2003  0,465
2004  0,444
2005  0,475
2006  0,422

Það þarf töluvert ímyndunarafl til að greina hlýnun í þessum tölum.  Nú er það spurningin stóra. Hefur hámarki í hlýnun jarðar verið náð? Við hverju má búast næstu ár? Það veit auðvitað enginn, en haldi áfram sem horfir, þá fara að falla á mann tvær grímur. Það er vert að fylgjast með.

Ágúst H Bjarnason, 3.4.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband